Norðurslóð - 20.02.2014, Blaðsíða 1
38. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
2. TÖLUBLAÐ
Silkítoppa i vetrarleyfi. Haukur Snorrasoii á Dalvík tekur fuglaljósmyndir bœói að sumri og vetri. I vetur hefur
liann reglulega gefið smáfuglunum í garði sínum í Asveginum og laðað þannig til sín mótívin i stórum stíl.
A meðal fastagesta i garðveislum Hauks eru svartþrestir, starar, auðnutittlingar og snjótittlingar og svo þessi
skrautlega silkitoppa sem dvalið hefur á þessum norðlœgu hreiddargráðum í vetur. Silkitoppur eru flœkingar á
Islandi en sjást hér í nokkrum mœli ár livert.
Heitavatnsmælar mældir
Töluverðar umræður hafa orðið
um nýja mæla hitaveitunnar
sem innleiddir hafa verið á
undanförnum tveim árum í
Dalvíkurbyggð. A milli 30 og
40 aðilar hafa kvartað yfir því
að heitavatnsgjöld hafi hækkað
verulega eftir að nýju mælarnir
voru teknir í notkun og krafið
hitaveituna um skýringar á því.
Þorsteinn Bjömsson veitustjóri
brást við umkvörtunum á
heimasíðu Dalvíkurbyggðar i
byrjun árs og sagði þar m.a. að
breytingar á heitavatnsgjöldum
á milli ára skýrðust fyrst og
fremst með kaldara árferði. Nýju
mælamir væru allir vottaðir frá
framleiðendum og engin dæmi þess
að þeir mældu vitlaust, hins vegar
væru einhver dæmi þess að gamlir
og slitnir mælar mældu ekki alla
notkun. Til að skoða það mál betur
voru sjö mælar sendir í prófun úr
húsum þar sem mikil breyting hafði
orðið við endumýjun.
Niðurstöður mælinganna voru
kunngerðar í síðustu viku og
vom í stuttu máli þær að fímm
þessara gömlu mæla mældu minna
vatnsstreymi en fór í gegn um þá,
allt frá því að vanmæla um 3,47%
upp í það að mæla ekki neitt.
Þorsteinn sagði í samtali við
Norðurslóð að tæknideildin
tæki allar kvartanir alvarlega og
skoðuðu þau mál öll sérstaklega. I
einu tilviki hefði komið í ljós villa
sem rekja má til mannlegra mistaka
við skráningu álesturs og hefði það
verið leiðrétt.
Þorsteinn segir að yfir 90%
vatnsnotkunar sé til húshitunar,
sáralitlu muni um neysluvatnið.
Þannig breyti heitir pottar ekki
miklu á ársgrundvelli. Miklu muni
hins vegar um tíðarfarið. Uppdælt
magn úr holum jókst um 25% í
fyrra og þar eigi tíðarfarið stóran
hlut að máli en einnig eru fyrirtæki
að kaupa meira magn.
Greitt fyrir orkunotkun í stað
vatnsmagns
Rennslismælum hitaveitna þarf
lögum samkvæmt að skipta út
með reglulegu millibili. Til stóð
að ljúka við endumýjun mæla í
Dalvíkurbyggð fyrir áramótin. Það
hefur hins vegar tafist og á enn eftir
að skipta um mæla í Svarfaðardal
og hjá fyrirtækjum og stærri
notendum á Dalvík. Því verki lýkur
á þessu ári að sögn Þorsteins. Um
næstu áramót verður tekin upp sú
nýbreytni að mkka fyrir þá orku
sem fólk er að fá en ekki eingöngu
vatnsmagnið eins og nú er gert.
Vatnið er misheitt eftir svæðum og
tímabilum og raunar er tekið mið af
þeim hitamun nú þegar með því að
nota mismunandi útreikningsstuðla
eftir svæðum. Þorsteinn segir það
koma mörgum spánskt fyrir sjónir
að oft þurfi minna vatn til húshitunar
þegar kalt er í veðri en það stafar
af því að þegar notkunin er meiri
verður minni kólnun á vatninu í
pípunum og þar af leiðandi heitara
vatn að skila sér.
Gangnamenn
í
mottumars
í mars verður blásið
MOTTU til sóknar gegn
MARS krabbameini í körlum
á hinum árlega mottumarsi
Svarfdælskir gangnamenn
koma nokkuð við sögu í
Strigapokar frá
Bangladesh
Nýtt fyrirtæki bættist við
fyrirtækjaflóru Dalvíkur í
byrjun febrúar þegar Artex ehf,
fyrirtæki Hauks Snorrasonar,
keypti rekstur fyrirtækisins
Samleiðar ehf.
Samleið var stofnað
árið 1990 og sérhæfir sig í
framleiðslu og sölu á grindum
og umbúðum fyrir fiskafurðir
og þá einkum strigapokum
fyrir skreiðarútflutning og
plastgrindum sem notaðar eru
við hausaþurrkun. Haukur hefur
opnað skrifstofu á annari hæð í
Ráðhúsinu á Dalvík og jafnframt
breytt nafni Artex ehf í Samleið
ehf. Þar fer þó engin framleiðsla
fram því plastgrindumar
eru framleiddar í Kína en
strigapokamir í Bangladesh. Síðar
í þessum mánuði mun Haukur
leggja land undir fót til Kína til að
taka púlsinn á framleiðslunni þar
en Bangladesh verður að bíða um
sinn, segir hann.
Mörg af framleiðslu-
fyrirtækjum landsins á sviði
þurrkaðra fískafurða eru í
viðskiptum við Samleið ehf. Auk
SAMLEIÐl
þess selur Samleið til fiskþurrkana
í öðmm löndum s.s. Færeyjum,
Noregi, Rússlandi og Bretlandi..
Haukur segir að afgreiðslu-
tíminn sé frekar langur eða
um 3 mánuðir frá Bangladesh.
Varan kemur til landsins með
fraktskipum og er skipað í land í
Hafnarfirði þar sem Haukur er með
nokkra gáma og þjónustuaðila
sem tekur við henni áður en hún
er seld viðskiptavinum víða um
land.
Haukur hefur sem kunnugt er
rekið fyrirtækið Artex ehf sem
m.a. bauð upp á ævintýraupplifun,
s.s. litbolta og laser-tag. Sú
starfsemi hefur verið aflögð þar
sem búnaður hefur verið seldur í
Hvalfjarðarsveit og til Húsavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar
Listar í mótun
Sveitarstjórnarkosningar
fara fram þann 31. maí
í vor. Stjórnmálafélög í
sveitarfélaginu eru komin
mislangt á veg með undirbúning
og enn hefur enginn listi verið
lagður fram.
I síðustu sveitarstjómar-
kosningum voru þrjú framboð
í kjöri í Dalvíkurbyggð. J-listi
óháðra sem fékk ijóra menn
kjöma, D-listi Sjálfstæðismanna,
B-listi Framsóknarmanna og
A-listi Byggðalistinn sem fengu
einn mann hver. Þrír þessara
aðila hafa tilkynnt framboð en
Byggðalistinn hefur enn ekki
gefið út hvort hann fari fram.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórs-
son leiðir D-listann og er
bæjarstjóraefni hans. Hann
segir að vel gangi að raða upp
á lista og verði hann birtur um
leið og almennur félagsfundur
hefursamþykkt hann. Sigurður
Jónsson hjá B-lista segir
ganga vel að fá fólk á listann.
Framsóknarmenn auglýstu eftir
frambjóðendum og hefur margt
gott fólk gefið sig fram að sögn
Sigurðar. Ekkert verður þó gefið
upp fyrr en eftir að framboðsfrestur
rennur út 20. febrúar. Hann
upplýsti þó að efsti maður yrði
um leið bæjarstjóraefni listans.
J-listinn hefur tilkynnt að
hann bjóði fram til kosninga en
listinn er enn ekki kominn fram.
Svanfriður Jónasdóttir bæjarstjóri
lét því ósvarað við Nsl. hvort hún
skipaði efsta sætið.
A-listinn hefur sem áður segir
ekki enn tilkynnt um framboð.
Að sögn Kristjáns Hjartarsonar,
bæjarfulltrúa listans verður
haldinn fundur í vikunni þar
sem ákvörðun verður tekin um
framboð.
tónlistarmyndbandi sem unnið
er að þessa dagana í tilefni
mottumarsins. Þar syngja þeir
lagið Hraustir menn ásamt fjölda
kynbræðra sinna víðs vegar
um landið. Auk svarfdælsku
gangnamannanna koma þar fram
Jakob Frímann Magnússon,
Mugison, Unnsteinn Manuel,
Högni Egilsson, Jónas Sigurðsson,
Valdimar Guðmundsson, Álfta-
gerðisbræður, Gissur Páll Giss-
urarson, Kaffibarskórinn, Karlakór
Eyjafjarðar, Drengimir.is, Karla-
kórinn Ernir, Fjallabræður, Lög-
reglukórinn og Karlakórinn
Heimir. Nokkrir félagar úr
gangnamannafélaginu stilltu sér í
síðustu viku til upptöku á hlaðinu
á Bakka og skiluðu sínu broti af
laginu með prýði að sögn Jóns
Þórs Þorleifssonar upptökustjóra.
Opnunartiml: Mðn. • fðs. 10-19 Matvöruverslun - rétt hjá þér
laug. 10-18 sun. 13-17 Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202