Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 „Í þessari vél er allt sem þarf til að reka stóran veitingastað. Það er eftirsjá að henni,“ sagði Stefán Elí Stefánsson, yfirmatreiðslumeistari Veitingahússins Perlunnar, sem hætti rekstri á nýársdag. Unnið er að því að tæma húsið. Elda- vélin, sem var sérsmíðuð í Þýskalandi, var fjar- lægð í gær með stórum krana. Ekki hafði verið slökkt á vélinni frá því í júní 1991. Í henni eru tveir soðpottar, gaseldavél og steikarpanna. Níðþung eldavél Veitingahússins Perlunnar var fjarlægð úr Perlunni í gær Morgunblaðið/Golli Slökktu á eldavélinni eftir aldarfjórðung Þorsteinn Friðrik Halldórsson Freyr Bjarnason „Ég var að vonast til að þetta yrði ekki lengra en fram í miðjan janúar en nú eru menn farnir að tala um miðjan febrúar og ég hugsa til þess með hryllingi,“ sagði Arnar G. Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum. Um 250 manns sem vinna við fiskvinnslu í Eyjum eru komnir á atvinnuleysis- bætur og hátt í 10% eiga ekki rétt á bótum, að sögn Arnars. Starfsfólk fékk full laun útborguð um áramótin en næstu mánaðamót munu fyrst bíta í pyngjuna finnist ekki lausn á kjaradeilu sjómanna og útgerðar- manna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, segir að vinna hafi farið fram undanfarna daga með aðildarfélögunum við að finna mögu- legar leiðir til lausnar á sjómanna- deilunni. „Ég hugsa að línur muni að einhverju leyti skýrast á morgun [í dag] og að menn nái saman um ein- hvers konar viðræðuáætlun,“ sagði Heiðrún Lind. Hún sagði að hugsa þyrfti út fyrir boxið þar sem ekki yrði alltaf byggt ofan á eldri samn- ingum. Í dag fundar SFS með sjómanna- forystunni eftir jólafrí en síðasti fundur var haldinn 20. desember sl. Varaformaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, treystir því að aðildarfélög SFS séu öll af vilja gerð til að koma til móts við sjó- menn og kveðst ekki hafa heyrt af frekari verkfallsbrotum en þeim sem greint hefur verið frá á Suðurnesj- um. „Ég held að útgerðin sjái það eins og við að það sé þeirra kostur að gera góðan kjarasamning við sjó- menn til þess að fá góðan mannskap um borð í skipin,“ sagði Konráð. Reynt að finna lausn  Fyrsti samningafundur ársins í sjómannadeilunni í dag  Óttast að verkfall sjómanna dragist fram í febrúar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verkfall Skipaflotinn liggur bund- inn við bryggju víða um land. Anna Lilja Þórisdóttir og Björn Jóhann Björnsson hafa verið ráð- in aðstoðarfréttastjórar á rit- stjórn Morgunblaðsins. Anna Lilja hefur starfað sem blaðamaður og vaktstjóri á Morg- unblaðinu og mbl.is frá árinu 2010, en hún hefur starfað við blaðamennsku og aðra fjölmiðlun frá árinu 2001. Hún er með B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Ís- lands. Björn Jóhann hefur starfað á Morgunblaðinu og mbl.is sem blaðamaður og vaktstjóri frá árinu 2000, þar af fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu á ár- unum 2005-2007. Þar áður var hann blaðamaður og fréttastjóri á Degi og blaðamaður á DV. Hóf hann störf í blaðamennsku árið 1987. Björn Jóhann stundaði nám í íslensku og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Ráðin í störf að- stoðarfréttastjóra Anna Lilja Þórisdóttir Björn Jóhann Björnsson Töluverður vind- ur og rigning er í kortunum næstu daga, að sögn Veðurstofu Ís- lands. Búist er við mikilli rign- ingu sunnan- og vestantil, en úr- komulitlu veðri norðaustantil. Á morgun má ætla að verði norðvestan 15-23 m/s og éljagangur NA-til í fyrstu, en að síðan lægi smám saman og létti til. Annars mun hægari vindur og úr- komulítið. Frost 0 til 10 stig, kald- ast í innsveitum. Vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu vestantil um kvöldið og hlýnar þar. Stormur og élja- gangur í kortunum Í hádeginu í gær hófst jarð- skjálftahrina í Grafningnum, um þrjá kílómetra frá Þingvallavatni. Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir há- degi eða 11:56 og var rúmlega 3,7 að stærð. Hann fannst víða á Suður- landi og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn var siggengisskjálfti, samkvæmt upplýsingum Veður- stofu Íslands. Á þessu svæði eru Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn að færast í sundur og því ekki óal- gengt að jarðskjálftar verði þar. Eftirskjálftar höfðu í gærkvöldi mælst um eitt hundrað talsins. Um 100 eftirskjálft- ar í Grafningnum Fyrirtækin Ith- aca, Kolvetni og Petoro hafa gef- ið eftir sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu. Mátu þau niður- stöður rann- sókna þannig að ekki væri ástæða til að halda rann- sóknunum áfram. Gögnum um rannsóknir fyr- irtækjanna hefur verið skilað til Orkustofnunar og hefur stofnunin fallist á eftirgjöf sérleyfisins. Orkustofnun bendir á að að- stæður séu gjörólíkar jarðfræði á sérleyfissvæðinu sem kínverska ríkisolíufyrirtækið CNOOC og sam- leyfishafar þess, Eykon ehf. og hið norska Petoro rannsaka á Dreka- svæðinu. Í október töldu sérfræð- ingar CNOOC öll rök hníga að því að halda bæri áfram rannsóknum. Gefa eftir sérleyfi sitt á Drekasvæðinu Olía Einn hefur helst úr lestinni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Útsvarstekjur sveitarsjóðs Snæ- fellsbæjar minnka um nærri því helming og mikilvægustu markaðir sjávarútvegsfyrirtækjanna í byggð- arlaginu gætu spillst dragist verk- fall sjómanna á langinn. Því er mik- ilvægt að útgerðin og sjómenn nái kjarasamningum sem fyrst og ef ekki þarf ríkið að koma með útspil sem gæti liðkað fyrir lausn. Þetta segir Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri Snæfellsbæjar, í samtali við Morgunblaðið. Á bilinu 300-400 manns í byggð- inni undir Jökli eru án vinnu þessa dagana. Í þeirri tölu eru á annað hundrað sjómenn og svo mikill fjöldi landverkafólks, sem starfar í fiskvinnslunni þar sem nánast öll vinna hefur legið niðri frá því verkfallið hófst, þann 14. desem- ber. „Við sjáum fyrstu áhrifin af verkfallinu núna um miðjan jan- úar þegar út- svarstekjurnar sem ríkið innheimtir koma inn á reikninginn hjá okkur. Þær verða talsvert minni en venjulega, en á þessum tíma árs eru þetta oft 70 -80 milljónir kr. sem við fáum. Standi verkfallið allan janúar gætu tekj- urnar dottið niður um 30-40 millj- ónir kr. og slíkt væri rosalegt áfall,“ segir Kristinn. Tekjur geta minnk- að um helming  Mikilvægir markaðir geta spillst Kristinn Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.