Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Páskar í Provence sp ör eh f. Vor 3 Páskahátíðin er að ganga í garð, sól fer hækkandi og vor er í lofti. Í þessari glæsilegu ferð höldum við um hið dásamlega Provence hérað í suðurhluta Frakklands og frönsku Alpana. Leið okkar liggur um friðlýsta vatnasvæðið Camargue, til miðaldabæjarins Aigues Mortes,Arles, klettabæjarins Les Baux og að Pont du Gard vatnsleiðslubrúnni frá tímum Rómverja. Undursamleg leið til að fagna vorkomu. 13. - 22. apríl Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 212.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 178 athugasemdir bárust bæjaryfir- völdum á Seltjarnarnesi vegna nýs aðalskipulags bæjarins. Að sögn Ás- gerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra snúa athugasemdirnar aðallega að þéttingu byggðar á þeim reit sem leikskóli bæjarins stendur á, ráð- húsreitnum við hliðina á honum og á svokölluðum Skeljungsreit við Norðurströnd. Hún segir þéttingu byggðar hafa verið setta fram sem möguleika í nýju aðalskipulagi til að koma til móts við umræður í bæj- arfélaginu um að fjölga þurfi íbúð- um fyrir ungt fólk. Bæjarbúar vilja ekki þéttari byggð „Mér sýnist það ekki vera vilji bæjarbúa að þétta frekari byggð á Nesinu og þá mun bæjarstjórn koma til móts við bæjarbúa miðað við þær athugasemdir sem hafa fram komið,“ segir Ásgerður. Næsta skref er að skipulagsnefnd bæjarins mun fara yfir þær athuga- semdir sem bárust bænum og koma með tillögur til bæjarstjórnar um framhaldið. Þær athugasemdir sem bárust snúa aðallega að því að ekki verði byggt fjölbýli á reitum við leikskóla og að á Skeljungslóð við Norður- strönd verði ekki byggð háhýsi. Ás- gerður segir að nú verði bæjaryfir- völd að taka tillit til þessara athuga- semda með hagsmuni bæjarbúa í huga. Skoða athugasemdir íbúa Hún segir aðalskipulagið hafa verið kynnt íbúum bæjarins með löglegum hætti eftir ákvæðum skipulagslaga. „Skipulagið er síðan sett fram eins og okkur ber að gera og þá koma inn athugasemdir og okkur ber að fara í gegnum þær. Það var gerður möguleiki á þéttingu byggðar á þessum tveimur reitum. Með því var kannski verið að svara þeirri umræðu sem hefur verið í bæjarfélaginu um að byggja fjöl- býlishús fyrir ungt fólk en miðað við þessar athugasemdir eru það ekki óskir bæjarbúa og þá verður tekið tillit til þess,“ segir Ásgerður að lokum. kristinedda@mbl.is 178 athugasemdir við nýtt aðalskipulag  Íbúar á Seltjarnarnesi ósáttir við nýtt aðalskipulag Morgunblaðið/Ómar Skipulag Athugasemdir sneru að því að á Skeljungsreit yrðu ekki háhýsi. að það hafi ekki fengið svigrúm til að festa sig nægilega í sessi. Meðal þess sem fólst í verkefninu var að veita börnum geðsjúkra sálfræði- þjónustu og annan stuðning. „En þegar skortur er á mannafla og tak- markað fjármagn eru minni líkur á að svona stuðningur sé veittur. Þjónustan fer að takmarkast við þann sem er veikur og það verður ekki svigrúm til að skoða heildar- myndina, sem er m.a. börn þess sem er veikur,“ segir Eydís. Eydís segir að börn geðsjúkra foreldra séu síður í íþróttum og tómstundum og þau vilji stundum lítið fara út af heimilinu vegna þess að þeim finnist þau bera ábyrgð á því. Þau reyni gjarnan að leyna ástandinu, m.a. með því að reyna að takmarka heimsóknir vina sinna á heimilið. „Það þarf að styðja for- eldrið í að gefa þau skilaboð að veik- indin séu ekki á ábyrgð barnsins og var það meðal þess sem var gert í Fjölskyldubrú. Við erum að tala um forvarnir og stuðning, þetta er lang- tímaverkefni en ekki hetjulækn- ingar, þar sem hægt er að bjarga mannslífi á skömmum tíma.“ Að sögn Braga er geðrænn vandi foreldra ástæða um 20% þeirra til- vika þegar vista þarf barn utan heimilis til lengri eða skemmri tíma. „Íhlutun barnaverndarnefnda varð- andi börn foreldra með geðsjúk- dóma miðar að því að styðja og styrkja. Stundum ganga sjúkdómar yfir og þá fara börnin aftur til for- eldra sinna en dæmi eru um svo al- varleg veikindi að gera þarf aðrar ráðstafanir.“ Fjölskyldurnar berskjaldaðar Um 20 fjölskyldur eru sviptar forræði um 35 barna á hverju ári og segir Bragi að um þriðjungur þess- ara forsjársviptinga sé vegna geð- ræns vanda foreldra. Hann segir að þessar tölur segi þó ekkert til um hversu mörg börn búi við þessar að- stæður. „Ég hef starfað við barna- vernd í áratugi og það er því miður reynsla mín að þessi börn eru í allt of mörgum tilvikum týnd í kerfinu okkar. Þau fanga ekki athygli á sama hátt og mörg önnur börn sem búa við slæmar aðstæður. Þau eiga oft sameiginlegt að bjarga sér sjálf, bera harm sinn í hljóði og ef barna- verndarstarfsmenn eru ekki nægi- lega árvökulir gæti þeim sést yfir þau. Börn sem búa við geðsjúkdóma foreldra eru að sumu leyti í svipaðri stöðu og börn alkóhólista.“ Bragi segir miður ef ekkert verði af uppbyggingu og innleiðingu Fjöl- skyldubrúarinnar. „Þetta er brýnt framtak og mörg hundruð, ef ekki þúsund, börn sem þurfa slíka að- stoð. Þegar svona úrræði detta út eru þessar fjölskyldur berskjald- aðar. En þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem svona þjónusta rynni út í sandinn og það hryggir mig.“ Eydís segist ekki vera úrkula vonar um að verkefnið verði innleitt í heilsugæslunni. „Ég er svo bjart- sýn að ég trúi ekki öðru. Við höfum séð fullorðin börn fólks með geð- sjúkdóma stíga fram og tala um að það hefði skipt sköpum í lífi þeirra að fá stuðning þegar þau voru yngri. Ég held að flestir hafi skiln- ing á því hvað þetta er mikilvægt.“ Börnin sem bera harm sinn í hljóði  Börn geðsjúkra foreldra fá lítinn stuðning  Týnast oft í kerfinu, segir forstjóri Barnaverndar- stofu  Óvíst um innleiðingu stuðnings fyrir börn í þessari stöðu  Forræðissviptingar og vistanir Morgunblaðið/Eggert Börn geðsjúkra foreldra Talsvert skortir á að þau fái stuðning og þjónustu við hæfi að mati Eydísar og Braga. Eydís Sveinbjarnardóttir Bragi Guðbrandsson Árið 2008 voru um 40% þeirra, sem lögðust inn á bráðageðdeild hér á landi, foreldrar eins eða fleiri barna. Eydís segist telja að þetta hlutfall hafi lítið breyst og á bak við þetta hlutfall séu mörg hundruð börn. „Það getur haft margvísleg áhrif á börn að eiga foreldra með geðsjúkdóma. T.d. eru talsverðar líkur á að sjúk- dómurinn flytjist á milli kynslóða. Þá er það þekkt að börn, sem alast upp við þessar aðstæður, taka stundum talsvert meiri ábyrgð en önnur börn. Það á fremur við um stelpur heldur en stráka, þær verða ábyrgar fyrir heimilishaldi og jafnvel barnaupp- eldi og ég hef séð þetta hjá stelpum allt niður í 12 ára. En ég legg áherslu á að enginn ákveður fyrirfram að setja barnið sitt í þetta hlutverk. Það vilja allir for- eldrar vera góðir uppalendur en þessar aðstæður þróast án þess að fólk geri sér grein fyrir því.“ Flyst á milli kynslóða 40% FULLORÐINNA Á BRÁÐAGEÐDEILD EIGA BÖRN SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Börn og ungmenni á Íslandi sem eiga foreldra með geðsjúkdóma fá lítinn sem engan stuðning, þrátt fyrir að kveðið sé á um hann í geð- heilbrigðisstefnu sem var samþykkt fyrir átta mánuðum. Ekki er gert ráð fyrir þessum stuðningi í nýaf- greiddum fjárlögum. Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, segir að börn sem alist upp við þessar aðstæður týnist stundum í kerfinu. Eydís Sveinbjarnardóttir, doktor í geðhjúkrunarfræði og for- seti Heilbrigðisvísindasviðs Háskól- ans á Akureyri, skrifaði pistil fyrir skömmu á vefsíðu Geðvernd- arfélags Íslands þar sem hún gagn- rýnir stöðu þessa málaflokks. Hún segir að rannsóknir sýni að tals- verðar líkur séu á að geðheilsuvandi flytjist á milli kynslóða, fái börn geðsjúkra foreldra ekki viðeigandi aðstoð. Í íslenska heilbrigðiskerfinu sé megináhersla lögð á að ná skjót- um árangri; minni áhersla sé á for- varnir sem kosti minna og skili meiri árangri þegar til langs tíma sé litið. Í geðheilbrigðisstefnunni, sem lögð var fram af Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og samþykkt í apríl síðastliðnum, segir m.a. að verkefnið Tölum um börnin/ Fjölskyldubrúin verði innleitt innan heilsugæslunnar 2016-2018. Meðal markmiða þess er að styðja börn fólks með geðraskanir. Að sögn Ey- dísar er þessi innleiðing ekki hafin og óvíst hvort svo verði í ár. „Þetta verkefni er a.m.k. ekki að finna á fjárlögum fyrir næsta ár,“ segir hún. Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar. Eru síður í tómstundastarfi Verkefnið var hluti af þjónustu geðsviðs Landspítalans árin 2005- 2010 og var Eydís einn forsvars- manna þess. Hún segir að takmark- að fé hafi verið lagt í verkefnið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.