Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 8
Landeyjahöfn Nýr Herjólfur mun nýta höfnina betur en sá gamli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enginn bjóðandi hefur kært ákvörð- un Ríkiskaupa um að velja tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist í smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Má því búast við að fljót- lega verði fyrirtækinu tilkynnt að tilboði þess hafi verið tekið og síðan gengið endanlega frá málum í skrif- legum verksamningi. Lengi hefur verið unnið að undir- búningi að smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Á síðasta ári voru sam- þykkt lög sem heimiluðu útboð en því fylgdu engar fjárheimildir. Enginn hefur kvartað Smíðin var boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu í sumar og barst fjöldi tilboða. Lægstu tilboðin voru frá þremur kínverskum skipasmíða- stöðvum og einni norskri, á bilinu 2,7 til 2,9 milljarðar króna á þágildandi gengi. Unnið hefur verið að skoðun á tilboðunum og samanburði. Fram kom á sínum tíma að Ríkiskaup og Vegagerðin höfðu hug á því að velja norska tilboðið en skipasmíðastöðin dró sig óvænt til baka. Þá var upp- lýst að verið væri að kanna sér- staklega tilboð frá pólsku skipa- smíðastöðinni Crist í Gdansk. Öllum bjóðendum var tilkynnt á Þorláksmessu að tilboð Crist hefði verið valið og þeim gefinn 10 daga frestur til að gera athugasemdir við þá ákvörðun. Engin kæra barst inn- an þess frests, samkvæmt upplýs- ingum Ríkiskaupa, og er því hægt að að tilkynna töku tilboðs og semja við Pólverjana. Bjóðendur geta krafist rökstuðnings fyrir ákvörðun Ríkis- kaupa. Þá er frestur til að kæra út- boðið og niðurstöður þess til kæru- nefndar útboðsmála lengri, nær fram í næstu viku. Tilboð Crist hljóðaði upp á rúm- lega 26,2 milljónir evra sem svarar til 3,1 milljarðs króna á núgildandi gengi. Er það aðeins undir kostn- aðaráætlun en rúmlega 600 millj- ónum kr. yfir lægsta tilboði. Fengu 97,7 stig Í tilkynningu Ríkiskaupa til bjóð- enda kemur fram að tilboð Crist hafi verið metið hagstæðast, það hafi fengið 97,7 stig af 100 mögulegum. Fjárheimildir til smíði ferjunnar eru á fjárlögum þessa árs og einnig er gert ráð fyrir áframhaldandi fjár- veitingum á gildandi fjármálaáætlun ríkisins. Miðað hefur verið við að skipið verði afhent á næsta ári en vegna þess að undirbúningur hefur dregist er ekki víst að það hefji siglingar fyrr en vorið 2019. Ný Eyjaferja smíðuð í Póllandi  Ríkiskaup semja við Crist í Gdansk 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Jón Sigurðsson segir að óviðeig-andi sé að fyrrverandi formenn flokka hafi skoðun á því á hvaða leið þeir séu síðar.    Jón er að talaupphátt við sjálfan sig, eins og margir gera, en fæstir þó í fjöl- miðlum.    Fyrir tveimur ár-um sagði sami Jón um gamla flokkinn sinn, Framsóknarflokk- inn:    Flokkurinn er á villuleið – ekkiaðeins í höfuðstaðnum og ekki aðeins í sveitarstjórnarmálum, seg- ir Jón Sigurðsson fv. ráðherra, seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins sem kveðst ekki hafa getað kosið sinn gamla flokk um skeið.“    Þessi ágæti fyrrverandi formað-ur Framsóknarflokksins hefur ekki kosið flokkinn sinn um langt skeið. Það hljóta að vera mjög þung örlög fyrir fyrrverandi for- mann að treysta sér ekki til að kjósa flokkinn sinn í fjölmörgum kosningum.    Jón hefur vonandi kosið flokkinnþegar hann var sjálfur í fram- boði, en Jón er eini formaður al- vöru stjórnmálaflokks sem náði aldrei inn á þing sem slíkur.    Aðeins er vitað um einn annannúlifandi fyrrverandi formann sem ekki hefur kosið flokkinn sinn upp á síðkastið.    Af hverju lætur Jón fjölmiðlungakomast upp með að kenna hann sífellt við Framsóknarflokk- inn, sem hann er löngu hættur að kjósa? Jón Sigurðsson Muldrar í barminn STAKSTEINAR Byrjendanám- skeiðin hefjast 16. jan 2017 Veður víða um heim 4.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 léttskýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 1 heiðskírt Ósló -5 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -7 snjókoma Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg 1 léttskýjað Brussel 4 skúrir Dublin 5 léttskýjað Glasgow 5 léttskýjað London 5 heiðskírt París 5 súld Amsterdam 5 skúrir Hamborg 2 léttskýjað Berlín 2 rigning Vín 3 léttskýjað Moskva -8 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 14 heiðskírt Róm 2 þoka Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -30 léttskýjað Montreal -3 snjókoma New York 8 alskýjað Chicago -10 heiðskírt Orlando 22 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:14 15:54 ÍSAFJÖRÐUR 11:53 15:24 SIGLUFJÖRÐUR 11:38 15:05 DJÚPIVOGUR 10:52 15:15 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.