Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 8

Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 8
Landeyjahöfn Nýr Herjólfur mun nýta höfnina betur en sá gamli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enginn bjóðandi hefur kært ákvörð- un Ríkiskaupa um að velja tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist í smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Má því búast við að fljót- lega verði fyrirtækinu tilkynnt að tilboði þess hafi verið tekið og síðan gengið endanlega frá málum í skrif- legum verksamningi. Lengi hefur verið unnið að undir- búningi að smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Á síðasta ári voru sam- þykkt lög sem heimiluðu útboð en því fylgdu engar fjárheimildir. Enginn hefur kvartað Smíðin var boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu í sumar og barst fjöldi tilboða. Lægstu tilboðin voru frá þremur kínverskum skipasmíða- stöðvum og einni norskri, á bilinu 2,7 til 2,9 milljarðar króna á þágildandi gengi. Unnið hefur verið að skoðun á tilboðunum og samanburði. Fram kom á sínum tíma að Ríkiskaup og Vegagerðin höfðu hug á því að velja norska tilboðið en skipasmíðastöðin dró sig óvænt til baka. Þá var upp- lýst að verið væri að kanna sér- staklega tilboð frá pólsku skipa- smíðastöðinni Crist í Gdansk. Öllum bjóðendum var tilkynnt á Þorláksmessu að tilboð Crist hefði verið valið og þeim gefinn 10 daga frestur til að gera athugasemdir við þá ákvörðun. Engin kæra barst inn- an þess frests, samkvæmt upplýs- ingum Ríkiskaupa, og er því hægt að að tilkynna töku tilboðs og semja við Pólverjana. Bjóðendur geta krafist rökstuðnings fyrir ákvörðun Ríkis- kaupa. Þá er frestur til að kæra út- boðið og niðurstöður þess til kæru- nefndar útboðsmála lengri, nær fram í næstu viku. Tilboð Crist hljóðaði upp á rúm- lega 26,2 milljónir evra sem svarar til 3,1 milljarðs króna á núgildandi gengi. Er það aðeins undir kostn- aðaráætlun en rúmlega 600 millj- ónum kr. yfir lægsta tilboði. Fengu 97,7 stig Í tilkynningu Ríkiskaupa til bjóð- enda kemur fram að tilboð Crist hafi verið metið hagstæðast, það hafi fengið 97,7 stig af 100 mögulegum. Fjárheimildir til smíði ferjunnar eru á fjárlögum þessa árs og einnig er gert ráð fyrir áframhaldandi fjár- veitingum á gildandi fjármálaáætlun ríkisins. Miðað hefur verið við að skipið verði afhent á næsta ári en vegna þess að undirbúningur hefur dregist er ekki víst að það hefji siglingar fyrr en vorið 2019. Ný Eyjaferja smíðuð í Póllandi  Ríkiskaup semja við Crist í Gdansk 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Jón Sigurðsson segir að óviðeig-andi sé að fyrrverandi formenn flokka hafi skoðun á því á hvaða leið þeir séu síðar.    Jón er að talaupphátt við sjálfan sig, eins og margir gera, en fæstir þó í fjöl- miðlum.    Fyrir tveimur ár-um sagði sami Jón um gamla flokkinn sinn, Framsóknarflokk- inn:    Flokkurinn er á villuleið – ekkiaðeins í höfuðstaðnum og ekki aðeins í sveitarstjórnarmálum, seg- ir Jón Sigurðsson fv. ráðherra, seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins sem kveðst ekki hafa getað kosið sinn gamla flokk um skeið.“    Þessi ágæti fyrrverandi formað-ur Framsóknarflokksins hefur ekki kosið flokkinn sinn um langt skeið. Það hljóta að vera mjög þung örlög fyrir fyrrverandi for- mann að treysta sér ekki til að kjósa flokkinn sinn í fjölmörgum kosningum.    Jón hefur vonandi kosið flokkinnþegar hann var sjálfur í fram- boði, en Jón er eini formaður al- vöru stjórnmálaflokks sem náði aldrei inn á þing sem slíkur.    Aðeins er vitað um einn annannúlifandi fyrrverandi formann sem ekki hefur kosið flokkinn sinn upp á síðkastið.    Af hverju lætur Jón fjölmiðlungakomast upp með að kenna hann sífellt við Framsóknarflokk- inn, sem hann er löngu hættur að kjósa? Jón Sigurðsson Muldrar í barminn STAKSTEINAR Byrjendanám- skeiðin hefjast 16. jan 2017 Veður víða um heim 4.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 4 léttskýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 1 heiðskírt Ósló -5 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -7 snjókoma Helsinki -17 heiðskírt Lúxemborg 1 léttskýjað Brussel 4 skúrir Dublin 5 léttskýjað Glasgow 5 léttskýjað London 5 heiðskírt París 5 súld Amsterdam 5 skúrir Hamborg 2 léttskýjað Berlín 2 rigning Vín 3 léttskýjað Moskva -8 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 14 heiðskírt Róm 2 þoka Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -30 léttskýjað Montreal -3 snjókoma New York 8 alskýjað Chicago -10 heiðskírt Orlando 22 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:14 15:54 ÍSAFJÖRÐUR 11:53 15:24 SIGLUFJÖRÐUR 11:38 15:05 DJÚPIVOGUR 10:52 15:15 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.