Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is „Þá verður að segjast eins og er að okkur svíður að látið sé í það skína að verið sé að loka vegna framtaksleys- is okkar, þegar allir sem koma að málinu koma vita fullvel að það er einfaldlega ekki unnt að reka þessa starfsemi sómasamlega með þeim fjárframlögum sem greidd hafa verið,“ segir í yfirlýsingu frá Guðna Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Kumbaravogs. Umræðan um Kumbaravog hefur staðið yfir í nokkra daga í kjölfar ákvörðunar velferðarráðuneytis um að rekstri hjúkrunarheimilisins skuli hætt að fullu 31. mars þar sem embætti land- læknis telji að rekstur Kumbaravogs uppfylli ekki lágmarkskröfur um mönnun, húsnæði, aðstöðu, tæki og búnað til reksturs heilbrigðisþjón- ustu. „Við á Kumbaravogi ráðum ekki við að halda elstu húsunum við. Það þarf reyndar ekki að leita lengi í ís- lensku heilbrigðiskerfi til að finna viðhaldserfiðleika. Það kemur ekki til vegna viljaleysis rekstraraðila heldur vegna skorts á fjárveitingum. Rétt er að undirstrika að hver einast króna sem ríkið hefur greitt til Kumbaravogs, hefur runnið til rekstrar og viðhalds,“ skrifar Guðni enn fremur. Hann segir fjárveiting- ar ekki hafa haldið í við verðbólgu og þær geri litlum heimilum erfiðara fyrir vegna stærðaróhagkvæmni þar sem greiðslan sé áþekk burtséð frá því hvort um sé að ræða stóra ein- ingu í nýlegu húsnæði eða litla ein- ingu í gömlu húsnæði. Það fé sem greitt sé samkvæmt gjaldskránni dugi einfaldlega ekki til að reka til- tölulega litlar einingar þar sem við- haldsþörf sé töluverð. Reyndu að þrauka Stjórnendur Kumbaravogs ákváðu síðastliðið haust að tilkynna ráðuneytinu að rekstri yrði hætt. Nánast samdægurs var þó ákveðið að hætta við að hætta, þar sem loks átti að staðfesta bætt greiðslukerfi fyrir öll hjúkrunarheimili í landinu – sem nefnt er rammasamningur. Guðni segir að þrátt fyrir að nýja kerfið sé til bóta sé það svo þungt í vöfum að ekki sjáist enn í janúar á þessu ári hvort það breyti rekstrar- grundvelli verulega. „Rekstur hjúkr- unarheimila er dýr, og kröfur hratt vaxandi. Þótt reglurnar um greiðslur séu kallaðar samningur eru greiðslurnar í raun ákveðnar einhliða af ríkinu og hjúkrunar- heimilin hafa aldrei samið um þessi gjöld.“ Kom flatt upp á heimilismenn Guðni harmar hvernig heimilis- mönnum var tilkynnt um stöðu mála. Hann segir að 29. desember hafi lög- fræðingur velferðarráðuneytisins hringt í sig um tíuleytið og tilkynnt að starfseminni yrði lokað. „Sama dag var mættur fulltrúi ráðuneytisins með bréf og afhenti heimilismönnum sem hér búa einum af öðrum, og tilkynnti þessa lokun, og að öllum yrðu boðin önnur vist- unarúrræði. Hvorki starfsfólk né að- standendur heimilismanna voru látnir vita. Það aldraða fólk sem hér býr varð undrandi og ráðvillt og betra hefði verið að undirbúa þetta allt betur.“ Flestir á sama svæði Heimilismenn á Kumbaravogi hafa gert grein fyrir því hvar þeir vilji dvelja eftir að starfsemin hættir. Unnur Þormóðsdóttir, formaður færni- og heilsumatsnefndar heil- brigðisumdæmis Suðurlands, sagði í samtali við Morgunblaðið að 22 af 29 heimilismönnum hefðu valið að vera áfram á sama svæði en ráðuneytið mun sjá um að útvega hinum sjö pláss á öðrum landshlutum. Fjárveitingar dugðu ekki fyr- ir viðhaldsþörf  Heimilisfólki tilkynnt um lokun án samráðs við starfsfólk og aðstandendur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lokun Starfsemin hættir í mars. Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Rýmingin hefur gengið vonum framan. Við erum 2-3 vikum á und- an áætlun [...] og verðum líklegast bara búin að klára allt í lok þess- arar viku,“ segir Sigurður Reyn- aldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Högum. Þegar verslun Debenhams var opnuð fyrir 15 árum var hún „fyrsta erlenda deildaskipta stórverslun á Íslandi,“ að því er fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um áformin. Næstum allt farið Rýmingarútsalan hófst í Deben- hams fyrir nokkrum vikum en ætl- unin var að hún stæði út janúar. „Við vorum búin að plana að leita til samtaka eins og Rauða krossins með restar en mér sýnist það ótrú- lega vera að gerast. Næstum því hver einasta flík virðist ætla að seljast. Það er alveg magnað.“ Auk fatnaðar og annarra smáv- ara selur Debenhams nú notaðar innréttingar og gínur úr versl- uninni. „Okkur er mikið í mun að ná að endurnýta eitthvað af öllum þess- um dýrmætu eignum sem annars myndu enda á haugunum þannig að það er ánægjulegt að sjá hve marg- ir tóku við sér og gerðu góð kaup.“ Að sögn Sigurðar kosta nýjar gínur 50-100 þúsund krónur en hjá Debenhams er hægt að fá þær á 5- 10 þúsund. „Menn eru að borga kannski 10% af raunkostnaði og margir sem eru að breyta búðum og stækka hafa gert reyfarakaup hérna.“ Kaflaskil Sem fyrr segir var Debenhams fyrsta verslun sinnar tegundar á Íslandi og því má segja að ákveðnum kafla í íslenskri versl- unarsögu sé að ljúka. „Við erum með marga öfluga starfsmenn sem hafa verið með okkur alveg frá fyrsta degi og þetta eru erfiðar stundir fyrir marga. Mér finnst magnað að sjá hvað þetta starfsfólk hefur staðið sig vel í að klára verk- efnið með okkur. Maður tekur ofan fyrir fólki, hvað allir hafa sýnt þessu mikinn skilning. Það hefur verið mjög flott að sjá hvað við eig- um margt öflugt og gott fólk,“ seg- ir Sigurður. Morgunblaðið/Golli Gínuher Á 15 árum hafa ýmsar flíkur prýtt þær fjölmörgu gínur sem nú fá samastað í öðrum verslunum. Hér er verið að safna gínunum saman. „Margir hafa gert reyfarakaup hérna“  Debenhams með rýmingarútsölu á gínum og innréttingum  Hægt að fá gínur á 5-10 þúsund krónur Vínartónleikar voru haldnir á Hrafnistu í Reykjavík í gær. Söngvararnir Elmar Gilbertsson tenór og Guðrún Ingimarsdóttir sópran komu í heimsókn ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur undirleikara. Þau höfðu áð- ur haldið tónleika á Hrafnistuheimilunum í Reykja- nesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Morgunblaðið/Eggert Stjörnur vínartónleikanna á Hrafnistu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.