Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Safnarinn Gunnar Þórðarson framreiðslumaður hefur safnað mörgæsum í hálfa öld og á dágott safn.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
M
örgæsir eru búldu-
leitir og ófleygir
fuglar sem minna
um margt á virðu-
lega, vingjarnlega
og svolítið drýldna karla í kjólfötum.
Slíkum klæðnaði skrýddust þjónar á
fínum veitingastöðum úti í heimi í
gamla daga. Og líka á Íslandi, eða að
minnsta kosti á þeim fáu stöðum sem
töldust í fínni kantinum. „Mörgæs
var því ekki að ósekju merki Félags
framreiðslumanna á Íslandi þegar
það var stofnað árið 1927,“ segir
Gunnar Þórðarson, sem hálfri öld
síðar útskrifaðist sem framreiðslu-
maður frá Hótel- og veitingaskóla Ís-
lands. Þá voru þjónar yfirleitt komn-
ir í einkennisbúning þess veitinga-
staðar sem þeir unnu hjá og heyrði
til undantekninga að þeir klæddust
kjólfötum.
„Mörgæsin blakti þó keik á fána
félagsins allar götur þar til það var
aflagt og sameinað Matís ásamt fleiri
stéttarfélögum í matar- og þjónustu-
geiranum,“ upplýsir Gunnar, sem ár-
ið 1977 fékk sína fyrstu mörgæs í út-
skriftargjöf frá meistara sínum.
Nánar tiltekið keisaramörgæs úr
postulíni sem kveikti hjá honum
söfnunaráráttu og lagði grunn að
safni sem nú samanstendur af hátt í
fimm hundruð mörgæsum af öllum
stærðum og gerðum.
„Vinir og kunningjar hafa verið
að gauka að mér mörgæsum í ár-
anna rás og svo hef ég keypt
margar sjálfur hér heima og á
ferðalögum mínum í útlöndum.
Fyrst stillti ég þeim upp á
hillur, en þegar þeim fjölg-
aði vorum við hjónin að
verða vitlaus á að vera
sífellt að þurrka af svo
við setum þær í lokaða
skápa í herbergi sem
ég kalla herbergið
mitt þar sem ég hef
tölvuna mína og
fleira dót.“
„Það er komin
mörgæs í búðina!“
Þótt eiginkonan,
Rannveig Rúna Viggós-
dóttir, sé ekki alveg eins
áhugasöm um mörgæsir
segir Gunnar að hún hafi gaman af
þeim og bæti gjarnan í safnið ef vel
liggi á henni. „Henni var svolítið
skemmt fyrir nokkrum árum þegar
vinkona mín, sem vann í Kosta Boda
í Kringlunni, sá hana álengdar, stökk
út úr búðinni og kallaði: „Það er
komin mörgæs í búðina hjá mér,
komdu og sjáðu.“ Þar sem konan
mín varð svolítið hvumsa bætti vin-
kona mín við svolítið hikandi: „Fyr-
irgefðu, en ert þú ekki annars gift
mörgæsamanninum?“ Konan mín
stóðst vitaskuld ekki mátið og kom
færandi hendi heim með þessa fínu
kristal mörgæs prýdda glitrandi
steinum.“
Keisaramörgæsin er aðal-
stjarnan í safni Gunnars, en hann
segir að til séu um sautján tegundir
mörgæsa. „Annars er ég ekki sér-
fróður um mörgæsir. Veit þó að keis-
aramörgæsin er þeirra stærst og
nokkuð frábrugðin öðrum. Hún er
með stuttar, gular og rauðar fjaðrir
og afar falleg. Sumar tegundirnar
eru litlar, rétt á stærð við endur, en
keisaramörgæsin er aðeins lágvaxn-
ari en meðalmaður, á að giska eins
og 12 ára barn.“
Spurður um uppáhaldsmörgæs-
ina í safninu sínu kveðst Gunnar eiga
svolítið erfitt með að gera upp á milli
þeirra, en nefnir sparibauk úr postu-
líni í líki mörgæsar sem Den Danske
Bank gaf út 1929 og vinur hans gaf
honum fyrir mörgum
árum. „Hún er sú elsta
í safninu og sú fyrsta
sem bankinn gaf út,
en síðan hafa komið
nýjar útgáfur á nokk-
urra ára fresti. Sum-
ar hafa ratað í skáp-
inn hjá mér,“ segir
Gunnar.
Kristall og
eðalmálmar
Innan um og sam-
an við glæsilegar mör-
gæsir úr slípuðu gleri,
postulíni, kristal og ým-
iss konar eðalmálmum fá nokkr-
ar úr öllu hversdagslegri efnivið að
deila með þeim skápaplássi. Til
dæmis Georg, sparibaukur Íslands-
banka. Gunnar viðurkennir að fólk sé
svolítið undrandi á þessari söfnunar-
áráttu sinni og sjálfur kunni hann
ekki aðra skýringu en þá að honum
finnist mörgæsir einfaldlega fegurst-
ar fugla og gríðarlega merkilegar
fyrir margra hluta sakir. „Þetta vatt
bara smám saman upp á sig, ég fór
að kaupa mér eina og eina og svo
fannst fólkinu mínu tilvalið að gefa
mér mörgæsir í tækifærisgjafir.“
En það eru ekki bara styttur af
mörgæsum sem Gunnar hefur fengið
að gjöf heldur leggst honum ýmis-
legt annað til þar sem mörgæsir
koma við sögu. Nunnurnar í Karmel-
klaustrinu í Hafnarfirði, vinkonur
hans, vissu hvar landið lá þegar þær í
haust færðu honum í afmælisgjöf
kerti með mynd af mörgæs sem hélt
á bakka með vínglösum. „Þær sögðu
í gríni að mörgæsin minnti svolítið á
þær sjálfar í sínum svörtu kuflum
með hvítu framan á,“ segir Gunnar.
Spurður hvort hann sé kaþólskur
svarar hann neitandi, þau hjónin hafi
kynnst systrunum gegnum dóttur
þeirra sem er kaþólsk. „Við förum
stundum í messu í klaustrinu og
systurnar virðast hafa haft spurnir
af þessu áhugamáli mínu,“ bætir
hann við.
Fór með mörgæs
í Austurlandahraðlestina
Þótt Gunnar viti til að vinir hans
og kunningjar safni hinu og þessu
þekkir hann enga sem safnar mör-
gæsum. Til skamms tíma skiptust
hann og vinkona hans, eldri kona og
mikill ferðalangur, á að bæta í safn
hvors annars; hann keypti spil handa
henni, hún mörgæsir handa honum.
„Einu sinni var hún næstum búin að
missa af Austurlandahraðlestinni frá
Moskvu til Istanbul vegna þess að
hún var að kaupa mörgæs af blaða-
sala sem seldi alls konar varning og
minjagripi á brautarstöðinni. Henni
sagðist svo frá að þegar lestin flaut-
aði til brottfarar hefði hann gert sér
far um að vera lengi að telja skipti-
myndina og greinilega ætlað að hafa
hana af henni. Á endanum þreif hún
klinkið sem hann hafði tínt til og
rauk upp í lestina með mörgæsina,“
segir Gunnar.
Þessa dagana eru þau Rannveig
Rúna á ferðalagi um Spán, en Gunn-
ar lét fyrir skemmstu af störfum í
Landsbanka Íslands þar sem hann
hafði í meira en aldarfjórðung séð
um veitingar fyrir veislur, fundi og
móttökur. Hann segist að vanda ætla
að hafa augun hjá sér og kíkja eftir
mörgæsum í verslunum. Kannski
líka í dýragarð og sjá alvöru mör-
gæsir. Og ekki í fyrsta skipti.
Fékk fyrstu
mörgæsina í
útskriftargjöf
Hvaðanæva úr heiminum F.v. mósaíkmörgæsir frá Mallorca og Hondúras, mörgæsapör frá Spáni og Istanbúl, gullslegin mörgæs með unga frá Ekvador og tvær mörgæsir frá Feneyjum.
Gamlar og nýjar Lengst t.v. er postulínsmörgæs Den Danske Bank
frá 1929, í miðjunni er gjöf meistarans frá 1977, þá stóru lengst til
hægri keypti Gunnar af því hún er svo glaðleg á svipinn.
„Fyrirgefðu, en ert þú ekki annars gift mörgæsa-
manninum?, spurði verslunarkona ein eiginkonu
Gunnars Þórðarsonar í Kringlunni á dögunum. Og
benti henni vinsamlega á að splunkuný mörgæs í búð-
inni myndi ábyggilega sóma sér vel í safninu hans.
Gylltar og
steinum prýddar
Skrautlegar mör-
gæsir frá Texas
og Florida.