Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 30-70% afsláttur Útsalan er hafin Verið velkomin Peysur, bolir, buxur, kjólar, slæður og treflar SVIÐSLJÓS Þorsteinn Ásgrímsson Melén thorsteinn@mbl.is Stefnt er að því að á þessu ári hefj- ist framkvæmdir við nýtt fjögurra stjörnu 300 herbergja hótel á horni Suðurlandsbrautar og Grensás- vegar, en það yrði næst stærsta hótel landsins í herbergjum talið og örlítið stærra í fermetrum talið en Fosshótelið á Höfðatorgi, sem í dag er stærsta hótel landsins. Unnið er að samningum við er- lenda hótelkeðju um rekstur hót- elsins, en keðjan rekur ekki önnur hótel hér á landi. Heildarfjárfest- ing vegna verk- efnisins er um 10 milljarðar króna og áætlað er að opna það fyrir sumarið 2019. Það er Fasteignafélagið G1 ehf. sem er eigandi fasteigna og lóða á Grensásvegi 1, þar sem nýja hót- elið mun rísa. Eigendur þess eru félögin Miðjan og Þríhamrar. Guð- mundur Ásgeirsson er fram- kvæmdastjóri félagsins, en Jón Þór Hjaltason er stjórnarformaður. Jón Þór er jafnframt eigandi Miðj- unnar ásamt eiginkonu sinni. Skeifan að breytast Jón Þór segir í samtali við mbl.is að þetta sé væntanlega fyrsta skrefið í átt að breytingum í Skeif- unni, en undanfarin ár hefur tals- vert verið rætt um að breyta svæð- inu eftir brunann hjá Fönn og eftir að fram komu hugmyndir um heildarendurskipulagningu á Skeifu-reitnum. „Skeifan er að breytast, en það mun taka tíma,“ segir Jón Þór. Sem fyrr segir verða 300 her- bergi á hótelinu og þá verða þar veitingastaður og tveir barir, þar af einn á efstu hæð, svokallaður „skybar“. Samtals er um að ræða 16.283 fermetra ofanjarðar auk þess sem um 1.550 fermetrar í kjallara verða undir starfs- mannaaðstöðu, sundlaug og heilsu- laug. Þá verður um 3.200 fermetra bílakjallari. Samtals er rými utan bílastæða því um 17.830 fermetrar sem er það rýmsta hér á landi. 10 milljarða verkefni Á reitnum er í dag húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands auk rann- sóknarhúsnæðis sem Mannvit not- aði og dælustöðvar Veitna. Stóra húsið sem hýsir skólann verður rif- ið, en hin tvö húsin látin standa. Þá er bílakjallari sem Mannvit lét gera undir hluta hússins og verður notast við hann að hluta við hótelið að sögn Jóns Þórs. Fasteignafélagið G1 mun byggja og eiga nýja húsið. „Við erum ekki að fara að reka hótel sjálfir,“ segir Jón Þór kíminn. Viðræður hafa staðið yfir við alþjóðlega hót- elkeðju í nokkurn tíma og hafa bæði viljayfirlýsing og ramma- samningur verið undirrituð varð- andi reksturinn. Gert er ráð fyrir að lokasamningur verði frágenginn á næstu vikum. Að sögn Jóns Þórs er horft til 20-25 ára leigusamn- ings, en nýtt rekstrarfélag mun sjá um reksturinn og leigja eignina af G1. „Þetta verður rúmlega 10 millj- arða verkefni,“ segir Jón Þór, spurður um heildarkostnað vegna framkvæmdanna. Þetta verður því meðal stærstu einkaframkvæmda hér á landi undanfarin ár. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur frá 2013 er horft til þess að þróun- ar- og samgönguás borgarinnar verði frá miðbænum, upp Borg- artúnið og Suðurlandsbraut og gegnum Höfðana. Jón Þór bendir á að Skeifan og hótelreiturinn séu þar alveg í miðjunni. „Hótelkvótinn í 101 er búinn, þar er ekki hægt að fá meira pláss,“ segir hann og bæt- ir við að miðborgin sé þenjast út og undanfarið hafi Suðurlandsbrautin farið í gegnum endunýjun lífdaga sinna og framundan séu breytingar í Skeifunni. Staðsetning hótelsins sé því mjög góð hvað varði að vera miðsvæðis, tengingu við framtíðar almenningssamgöngur og svo ná- lægð við Laugadalinn. Stærsta svítan 115 fermetrar Unnið verður að áframhaldandi fjármögnun verkefnisins næstu vikur, en Jón Þór segist vonast til þess að arkitektavinna geti hafist í næsta mánuði. Við taki svo 2-3 mánaða verkfræðivinna, en von- andi verði hafist handa við að rífa núverandi hús í sumar. Miðað við áætlanir sé svo gert ráð fyrir því að hótelið verði tilbúið í apríl eða maí árið 2019, eða að framkvæmdir sjálfar muni ekki taka meira en um 24 mánuði. Á bak við verkefnið standa auk Fasteignafélagsins G1, Batteríið Arkitektar, verk- fræðistofan Mannvit og ráðgjafa- fyrirtækin Covenant Capital og Front ráðgjöf. Hótelið verður rúmlega fjögurra stjörnu, að sögn Jóns Þórs, en stærð á minnstu herbergjum verð- ur 26 fermetrar og almenn her- bergi frá 26 upp í 46 fermetra. Þá verður stærsta svítan heilir 115 fermetrar . Spurður um það að fara í fram- kvæmdir sem þessar nú þegar gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð undanfarið og í ljósi áhyggna manna af áhrifum af slíkri styrkingu á ferðaþjónustuna segir Jón Þór að rekstrargrundvöllurinn ætti eftir sem áður að vera traust- ur. Bendir hann á að mikil um- frameftirspurn hafi verið eftir hót- elherbergjum undanfarin ár og að hótel ættu að standa traust jafnvel þótt ferðamönnum myndi fækka eitthvað, sem hann telur þó ekki líklegt. Segir hann þessa miklu umfram- eftirspurn hafa verið brúaða með leigu íbúða undanfarið. „Þetta hef- ur reddast með Airbnb, en þar verður væntanlega skellur núna eftir áramótin,“ segir Jón Þór og vísar þar til breytinga á reglugerð- um um útleigu íbúðahúsnæðis sem tók gildi núna eftir áramót. Nýtt 300 herbergja hótel rís  Áforma nýtt hótel á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar  10 milljarða króna fjárfesting  Núverandi húsnæði rifið  Hótelið 17.830 fermetrar að flatarmáli  Rís fyrir sumarið 2019 Teikning/Batteríið Arkitektar Hótel Svona gæti hún litið út, hótelbyggingin sem mun rísa á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar, gegnt Glæsibæ. Grunnkort: Borgarvefsjá Nýtt hótel Laugardalur Ork uhú sið Gr en sá sv eg ur Skeifan Árm úli Suðurlandsbraut Glæsibær ÁT VR Jón Þór Hjaltason Hitaveita Reykjavíkur byggði upphaflega dæluhús á lóðinni að Grens- ásvegi 1 árið 1965. Er það samtals 710 fermetrar að stærð. Árið 1976 reisti fyrirtækið svo höfuðstöðvar sínar á lóðinni í 1.663 fermetra bygg- ingu. Var öðru samliggjandi húsi bætt við árið 1983, en það er 1.745 fer- metrar. Við bættist svo rannsóknarstofa árið 1986 upp á 347 fermetra. Samtals var því stærð húsnæðis á reitnum orðin 4.465 fermetrar í rekstri Hitaveitunnar. Síðar sameinaðist Hitaveitan Orkuveitu Reykjavíkur, en rekstur hita- veituhlutans var áfram í húsinu. Árið 2001 keypti verkfræðistofan Hönn- un svo húsnæðið af Orkuveitunni en flutti þó ekki inn í það fyrr en árið 2003 þegar Hitaveitan hafði komið sér fyrir í nýju húsnæði Orkuveit- unnar á Bæjarhálsi. Á árunum 2007 til 2008 sameinuðust svo verkfræðistofurnar VGK, Hönnun og Rafhönnun undir merkjum Mannvits og varð húsnæðið að höf- uðstöðvum sameinaðs fyrirtækis. Um mitt ár 2014 flutti Mannvit svo höf- uðstöðvar sínar í Urðarhvarf 6, en það húsnæði hafði Faghús, dótturfélag Miðjunnar, áður reist. Á móti var Grensásvegur 1 keyptur af Mannviti og komst í hendur G1 og Miðjunnar. Í kjölfarið tók Kvikmyndaskóli Íslands húsið á leigu, en leigusamningur skólans rennur út í júní á þessu ári. Hiti, Mannvit og kvikmyndir HÓTELIÐ RÍS Á HITAVEITUREITNUM VIÐ GRENSÁSVEG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.