Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Skemmdarverk, sem unnin voru á fjórum guðshúsum á Akureyri aðfar- arnótt miðvikudags, eru til rann- sóknar hjá lögreglu. Hún verst frétta af gangi rannsóknarinnar en enginn er sagður liggja undir grun ennþá.    Mörgum Akureyringum brá mjög í brún þegar í ljós kom í gær- morgun hvers kyns var; ókvæð- isorðum hafði verið úðað úr brúsa á Akureyrarkirkju, Glerárkirkju, kirkju Hvítasunnusafnaðarins og Péturskirkju, kirkju kaþólska safn- aðarins í bænum.    Skilaboðin, sem úðað var á hús- in á enskri tungu, lýstu andúð á trúarbrögðum, auk þess sem þar var að finna heimspekitexta og tákn. Á neðri hæð Glerárkirkju er rekinn leikskóli og á vegg á skólaleiðinni var teiknuð manneskja, orkustöðv- arnar sjö merktar, og við hliðina skrifað orðið torture – pynding. Sumum var mjög brugðið vegna þessa.    Málari, sem blaðamaður ræddi við í gær, þar sem hann gerði tilraun til að ná litnum af vegg Akureyr- arkirkju, sagði að auðvelt yrði að afmá ósómann af hinum húsunum þremur, þau væri hægt að mála með einföldum hætti, en stórmál yrði að hreinsa Akureyrarkirkju. Þess má geta að kaþólski presturinn náði krotinu fljótlega af kirkju safnaðar- ins. Keypti sellulósa þynni „og var fljótur að ná þessu af. Þetta er timb- urkirkja og hún er máluð þannig að það er tiltölulega auðvelt að þrífa hana,“ segir Hjalti Þorkelsson sókn- arprestur í Péturskirkju við mbl.is í gær.    Akureyrarkirkja leit langverst út enda mest krotað þar, bæði á framhlið, hurð og veggi, og suð- urhliðina sem veit út að Pollinum. Nokkuð ljóst er að verknaðurinn var vel undirbúinn og sá sami hefur mundað brúsann í öll skiptin. Letrið var í það minnsta mjög líkt alls stað- ar og áróðurinn á sömu nótum.    „Því miður er þetta ekki fyrsta skipti, en skemmdirnar hafa kannski ekki verið svona víðtækar áður,“ sagði séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, í gær. „Síðast var þó hreinlega reynt að kveikja í kirkjunni og þá þurfti að skipta um hurð því að hún var ónýt.“ Aldrei komst upp hverjir voru þar á ferð.    „Maður veit ekki hvað er þarna á ferðinni, en það hefur verið því sem næst árviss viðburður á und- anförnum árum að það hafa verið unnin skemmdarverk á kirkjunni,“ sagði Svavar.    Útför var frá Akureyrarkirkju eftir hádegi í gær. Fjölskylda hins látna ákvað að halda sínu striki og láta skemmdarverkin ekki slá sig út af laginu.    Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, kom því á fram- færi að ytra borð Akureyrarkirkju er friðlýst. Skemmdarverkin eru því brot á lögum um menningarminjar.    Engar eftirlitsmyndavélar eru við Akureyrarkirkju eða næsta ná- grenni. Rætt hefur verið um að setja upp slíkar myndavélar.    Bæjarbúum og mörgum öðrum þykir afar vænt um húsin og mörg- um sárnaði sérstaklega meðferðin á Akureyrarkirkju. Hún er þekktasta kennileiti bæjarins.    Ýmsir tjáðu sig á samskipta- miðlum í gær um skemmdarverkin á kirkjunum fjórum, og í samtölum við blaðamann. Sumir sögðu að viðkom- andi ætti að hýða opinberlega!    Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, hitti naglann býsna vel á höfuðið þegar hún skrif- aði á Facebook síðu sína: „Tjáning- arfrelsi eru ætíð þau takmörk sett að valda ekki öðrum tjóni, hugdjarfara hefði verið af gerendum að spreyja skilaboðin utan á eigið heimili.“    Árleg þrettándagleði íþrótta- félagsins Þórs verður haldin á bíla- planinu við félagsheimilið Hamar annað kvöld, á þrettándanum, og hefst kl. 18. Álfakóngur og drottning mæta á svæði, álfar, tröll, púkar og jólasveinar. Eins og undanfarin ár er bæjarbúum boðið frítt á viðburð- inn í samstarfi við Akureyrarstofu. Skemmdarverk unnin á fjórum kirkjum Morgunblaðið/Skapti Akureyrarkirkja Hluti framhliðar Akureyrarkirkju. Óhróður var krotaður á fimm stöðum þar og fjögur krot voru á langhliðinni sem snýr að Pollinum. Morgunblaðið/Skapti Kaþólska kirkjan Úðað var á dyr kaþólsku kirkjunnar við Eyrarlandsveg í fyrrinótt, sem og á langhlið hússins, sem einnig veit út að götunni. Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ellingsen Bónus Ársæll Höfnin Gra nda garð ur Vald ís Við erum hér Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar á Grandagarði 13. Louis Marcel umgjörð kr. 16.900,- Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Jensen sólgleraugu kr. 12.900,- Jensen umgjörð kr.16.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.