Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 25
Morgunblaðið/Ómar
Jólaball Flest jólatré enda í Sorpu.
Þrettándinn er á morgun og vænt-
anlega margir farnir að huga að því
að taka niður skraut, seríur og
jólatré. Íbúar Reykjavíkurborgar og
Hafnarfjarðar eru þeir einu á höfuð-
borgarsvæðinu sem þurfa sjálfir að
koma jólatrjám sínum til eyðingar;
annars staðar á höfuðborgarsvæðinu
eru trén fjarlægð á vegum sveitar-
félaganna.
Þetta fyrirkomulag hefur verið við
lýði í Reykjavík undanfarin ár en
nokkuð hefur verið um það að
íþróttafélög hafi boðið upp á að fjar-
lægja jólatré gegn gjaldi í fjáröfl-
unarskyni. Þá er hægt að losa sig við
jólatré á endurvinnslustöðvum
Sorpu án þess að greiða fyrir það.
Byrjaðir í Kópavogi
Þetta er í fyrsta skiptið sem íbúar
Hafnarfjarðar þurfa sjálfir að koma
jólatrjám sínum í endurvinnslu og að
sögn Ásdísar Ármannsdóttur, upp-
lýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar,
var þetta fyrirkomulag ákveðið af
umhverfis- og framkvæmdaráði
bæjarins í október og snýst fyrst og
fremst um forgangsröðun verkefna.
Byrjað var að fjarlægja jólatré
íbúa Kópavogs í gær, þeim að kostn-
aðarlausu, og verður það gert til 10.
janúar. Þeir sem vilja nýta sér þessa
þjónustu þar í bæ þurfa að setja trén
út fyrir lóðamörk og ganga þannig
frá þeim að þau geti ekki fokið. Í
Garðabæ sér Hjálparsveit skáta um
að hirða trén í öllum hverfum bæjar-
ins og verður það gert á sunnudag-
inn, 8. janúar.
Í Seltjarnarnesbæ og Mosfellsbæ
munu starfsmenn fara um dagana
eftir þrettándann og hirða þau tré
sem komið hefur verið fyrir fyrir
utan lóðamörk. annalilja@mbl.is
Sumir sækja
jólatrén,
aðrir ekki
Mismunandi á
höfuðborgarsvæðinu
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Grundvöllur er að myndast fyrir
frekari lækkanir á gjaldskrám
Orkuveitunnar, segir Kjartan
Magnússon borgarfulltrúi, sem sit-
ur í stjórn fyrirtækisins. „Það er
ekkert því til fyrirstöðu, það þarf
bara að samþykkja lækkun ef það
skapast skilyrði til þess. Þegar
skuldir fyrirtækisins hafa lækkað
niður í ákveðið hlutfall þá finnst
mér sjálfsagt að
lækka gjöldin og
skila til baka því
sem var velt yfir
á notendur,“
sagði Kjartan í
samtali við Morg-
unblaðið. Hann
sagði að hug-
myndin hefði ver-
ið rædd á
stjórnarfundum
en það sé spurn-
ing um réttan tíma og sennilega
yrði það ekki á þessu ári.
Í Morgunblaðinu í gær var greint
frá því að gjaldskrárhækkanir
Orkuveitunnar hefðu aukið tekjur
fyrirtækisins um rúma tíu milljarða
króna. Tekjuaukinn var hluti af að-
gerðaáætlun í fjármálum Orkuveit-
unnar, sem hefur skilað um 58,3
milljörðum, rúmum átta milljörðum
umfram markmiðið. Um áramótin
lækkuðu því gjöld fyrir raforku-
dreifingu og kalt vatn hjá Veitum,
dótturfyrirtæki Orkuveitunnar,
þar sem veituþjónustan lýtur lög-
um um hámarksarðsemi. „Við er-
um að nýta uppsafnaðan skattaaf-
slátt vegna tapára til fulls og
skuldirnar lækka jafnt og þétt. Nú
þegar planinu lýkur þá skapast að
mínu mati skilyrði til að lækka
gjöldin,“ sagði Kjartan.
Heita vatnið hækkar
Sparnaður í rekstrinum gerði
fyrirtækinu kleift að lækka gjald-
skrá rafmagnsdreifingar um 5,8
prósent en rafveita Veitna þjónar
Reykjavík, Akranesi, Mosfellsbæ,
Kópavogi og meirihluta Garða-
bæjar. Gjaldskrá vatnsveitnanna
lækkar um allt að 11,2 prósent en
miklar fjárfestingar í fráveitum og
hitaveitum leyfa ekki lækkun á
þeim gjaldskrám, að því er kemur
fram í tilkynningu frá Orkuveit-
unni. Heita vatnið hækkaði um
0,48 prósent í takt við vísitölu
neysluverðs.
Betri fjárhagsstaða OR gefur góðar vonir
Lækkun skulda skapar skilyrði fyrir frekari lækkanir á gjaldskrá Tekjuauki umfram væntingar
Kjartan
Magnússon
6 vikna námskeið
fyrir konur og karla
Hefst 9. janúar
EPOC (eftirbruni)
EPOC stendur fyrir eftirbruna (Excess
Post-Exercise Oxygen Consumption).
HIIT (High Intensity Interval Training) er
afar áhrifarík leið til að koma í veg fyrir
stöðnun. Hjól, stöðvaþjálfun, lyftingar
o.m.fl., ávallt með áherslu á snöggálag, þ.e.
stuttar álagslotur með hléum.
Engir tveir tímar eins. Alhliða formbætandi
æfingar með tilheyrandi átökum og svita.
EPOC er fyrir konur og karla sem vilja
fjölbreytt og kröftugt æfingakerfi þar sem
tekið er hraustlega á í stuttum lotum.
Nánari upplýsingar og skráning á hreyfing.is
Álfheimar 74 - Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is
Matvælastofnun hefur fengið upp-
lýsingar frá Innnesi ehf. um inn-
köllun. Um er að ræða eina lotu af
sveppum sem er innkölluð vegna
gruns um listeríu.
Neytendum sem keypt hafa vör-
una er bent á að neyta hennar ekki
og skila vörunni til fyrirtækisins
eða í viðkomandi verslun. Varan
ber vöruheitið Enoki mushroom en
um er að ræða hvíta granna enoki-
sveppi. Strikanúmer vörunnar er
8713021310103.
Listeria í Enoki-
sveppum frá Innnesi