Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Ferskt ítalskt pasta VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mér líst bara vel á myndina, ég kveið fyrir því að sjá mig í mynd en mér fannst þetta alveg vera ég,“ segir Halldóra Jónsdóttir, 43 ára sjókona á Höfn í Hornafirði, en hún er viðfangs- efni nýrrar heimildarmyndar, Dóra - Ein af strákunum, sem frumsýnd var samtímis á Höfn og Sauðárkróki á gamlársdag. Leikstjóri myndarinnar er Árni Gunnarsson, kvikmynda- gerðarmaður hjá Skottu Film á Sauð- árkróki. Framleiðandi er Laufey Kristín Skúladóttir. Myndin segir sem sagt frá Dóru, þriggja barna móður sem réði sig sem kokk á grænlenskum verk- smiðjutogara til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar. Þetta var haustið 2013, en fjölskyldan var þá búsett í Reykjavík. Eiginmaður Dóru er Sig- urður Páll Árnason, tónlistarmaður og tónmenntakennari. Saman eiga þau 11 ára dóttur en áður átti Dóra tvær dætur sem orðnar eru 19 og 21 árs og komnar í skóla í Reykjavík. Rak nuddstofu í 14 ár Dóra er nýflutt aftur í heimahag- ana á Höfn en þar ólst hún upp, var til sjós frá 15 ára aldri og fram yfir tví- tugt ásamt vinkonum sínum og fé- lögum, m.a. á litlum frystitogara frá Höfn. Þá fór hún í land og tók til við að læra nudd. Rak hún eigin nudd- stofu í meira og minna 14 ár. Dóra ákvað síðan að fara í fjarnám í ís- lensku við Háskóla Íslands. Með náminu kenndi hún við fjölbrauta- skólann á Höfn, eða Framhaldsskól- ann í A-Skaftafellssýslu. Ætlaði hún sér einnig að stunda nuddið með náminu en þrálát sinaskeiðabólga kom í veg fyrir það. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, Dóra vann um tíma sem matráður í leikskóla og nokkra mánuði í fiskvinnslu sem verkstjóri. Síðan missti hún þá vinnu og hafði verið atvinnulaus í nokkra mánuði þegar hún fékk örlagaríkt símtal í september 2013, þá stödd í grillveislu hjá tengdaforeldrum sín- um í Reykjavík. Á línunni var útgerð- armaður sem bauð Dóru starf kokks á grænlenskum frystitogara, Timmi- armiut, sem lá þá við bryggju í Hafn- arfjarðarhöfn. Hélt fyrst að þetta væri grín „Mér var sagt að togarinn væri að leggja af stað eftir klukkutíma og ég fékk bara 10 mínútur til að hugsa málið og hringja til baka. Fyrst hélt ég að það væri verið að gera grín að mér, þetta var svo fjarstæðukennt,“ segir Dóra, en kokkurinn á umræddu skipi hafði slasast skömmu fyrir brottför og útgerðin varð því að redda öðrum í staðinn og það snar- lega. Seinna rifjaðist upp að Dóra hafði tveimur árum áður sent inn um- sókn hjá útgerðinni um starf sem vinnslustjóri um borð í rækjuskipi frá Kanada. „Ég ræddi þetta við fjölskylduna en ég var þá búin að vera tekjulaus í nokkra mánuði. Það var ákveðið að slá til, ég lagði frá mér rauðvínsglasið sem ég var ekki byrjuð á þegar sím- inn hringdi, hentist heim og safnaði saman einhverjum fötum í tösku og stökk af stað. Síðar kom í ljós að það voru ekkert nema hlýrabolir og ein- hver sumarföt því ég var búin að henda öllum fiskvinnslufötunum, ætl- aði aldrei aftur að vinna í fiski,“ segir Dóra og hlær. Fannst allur matur hennar vondur í fyrstu Skipið lagði úr höfn í skítaveðri en þessi túr var aðeins rúmar tvær vikur. Hún ákvað að skella sér í næsta túr og svo áfram í rúm tvö ár, þar sem hún var kokkur á á bæði Timmiarmiut og Tasermiut, sem eru í eigu sömu útgerðar. Dóra segir að sér hafi líkað sjó- mannslífið um borð ágætlega, enda hafi hún áður verið til sjós. Hún hafi hins vegar aldrei reiknað með að verða kokkur. „Í fyrstu var ég oft sjó- veik og þegar ég tók næturvaktir í eldhúsinu var maður oft með gubb- una upp í háls. En þetta hafðist ein- hvern veginn. Oftast var þetta skemmtilegt, en stundum ömurlegt, satt að segja.“ Um borð í grænlensku togurunum voru einnig Íslendingar og Fær- eyingar en þá sem yfirmenn. Dóra var lengst af eina konan, en í fyrsta túrnum var einnig grænlensk messa- pía, eins og það er orðað. Spurð hvort henni hafi verið tekið sem jafningja af skipsfélögunum segir Dóra það ekki alltaf hafa verið. „Grænlendingarnir voru í fyrstu ekki ánægðir með mig því ég tók við af grænlenskum kokki. Það gekk mikið á í fyrstu en ég tók mig til og lærði dálítið í grænlensku. Með því tókst mér að brjóta ísinn, þeir tóku mér betur og ég tók þeim sem jafningjum. Í fyrstu neituðu þeir að borða því þeim fannst allur matur hjá mér vondur,“ segir Dóra, en hún varð að læra á mismunandi matar- hefðir skipsfélaganna. Þannig ætlaði hún eitt sinn að vera með ofnsteikt grísarif í grillsósu en grænlensku há- setarnir tóku það ekki í mál, vildu rif- in soðin og súpu með. Á endanum voru þeir einnig farnir að borða rifin að íslenskum sið! Skipin voru á makrílveiðum á Grænlandsmiðum og einnig rækju- veiðum við Grænland og uppi við Svalbarða. Lengsti túrinn var 66 dag- ar, farið út 17. desember, komið í land á Svalbarða seint í febrúar og flogið þaðan heim til Íslands. „Ég var 69 daga að heiman, 66 daga á sjó, og fór þá heim í sex vikna frí. Fór aftur á sjó Dóra varð ein af strákunum  Heimildarmynd frumsýnd um Halldóru Jónsdóttur frá Höfn í Hornafirði  Réði sig sem kokk á grænlenskum frystitogara  Var stödd í grillveislu þegar hringt var og skipið fór eftir klukkutíma Morgunblaðið/Golli Á bryggjunni Halldóra Jónsdóttir á bryggjunni í Hafnarfjarðarhöfn, þaðan sem grænlensku togararnir hafa sótt sjóinn. Hún útilokar ekki að fara á sjóinn aftur en þá ekki í langa túra, en lengst var hún 66 daga á sjó. Á sjó Dóra í flotbúningi á gúmbáti á Grænlandsmiðum og togarinn í bak- grunni. Farnar voru nokkrar svona ferðir frá skipinu þegar veður leyfði. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinu vinsæla veitingahúsi Café París við Austurvöll hefur verið lokað tímabundið vegna endurbóta. Stefnt er að því að opna staðinn aftur í byrj- un mars og verður hann þá glæsi- legri en nokkru sinni, að sögn Jakobs Einars Jakobssonar veitingamanns. „Við ætlum að færa matseldina á hærri stall. Staðurinn er á flottasta horni Reykjavíkur, hann heitir Café París og verður franskt bistro,“ segir Jakob Einar. „Þetta er götuhorn sem þarf ekki að auglýsa mikið, þú bara tekur úr lás og viðskiptavinirnir koma.“ Hann segir að Café París hafi upphaflega verið í frönskum stíl og því megi segja að verið sé að færa veitingahúsið til upprunans. Sama eignarhaldsfélag rekur veit- ingastaðina Café París, Snaps og Jómfrúna. Jakob Einar segir að eig- endur Café París hafi verið ákveðnir í að ráðast í endurbætur á staðnum. „Í veitingarekstri er álag á öllum hlutum og það var margt orðið mjög slitið innanhúss og kallaði á endur- bætur,“ segir Jakob Einar. Eitt af því sem gert verður er að færa eldunarlínuna úr kjallara veit- ingahússins upp í veitingahúsið sjálft. Í því markmiði hefur verið keypt fullkomið eldhús frá Frakk- landi með öllu innbyggðu. Undir- Café París fær franskt yfir- bragð að nýju  Lokað vegna endurbóta fram í mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.