Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 27
í níu vikur og þá ákvað ég að hætta, fannst þetta orðið ágætt,“ segir Dóra. Hún var þó ekki alveg hætt á þessum togurum því hún tók tvo afleysinga- túra síðasta sumar og þá skaust Árni Gunnarsson með í för til að filma um borð. „Okkur var vel tekið og ég fann að áhöfnin hafði saknað mín úr eld- húsinu, sem var ánægjulegt að finna eftir brösuga byrjun þarna í fyrstu.“ Fjölskylda hennar er sem fyrr seg- ir aftur flutt á Höfn, búin að kaupa sér þar hús en er þó með annan fótinn í Reykjavík þar sem tvær elstu dæt- urnar stunda nám. Líður vel á sjónum Dóra útilokar það ekkert að fara aftur á sjóinn, þó að það sé ekki beint á stefnuskránni. Frekar stefnir hún að því að klára íslenskunámið við Há- skólann og „finna sér einhverja full- orðinsvinnu“ eins og ein vinkona hennar orðaði það, sem fannst sjó- mannsbrölt Dóru orðið ágætt. „Kennsla kæmi alveg til greina eða einhver þægileg innivinna. Það er heldur ekkert hlaupið að því lengur að fá pláss á fiskiskipum, margir um hituna ef eitthvað losnar. Það er mikil breyting frá því sem var hér áður fyrr. Annars líður mér vel á sjó og ég gæti alveg hugsað mér það áfram, þó ekki í löngum túrum. Maður verður dálítið skrítinn á því,“ segir Dóra að endingu og hlær. FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 „Konur eru að verða æ sjaldséðari í áhöfnum skipa almennt og rann- sóknir sýna að um og yfir 90% sjó- manna eru karlkyns. Við fylgdum Dóru eftir hér heima og á Græn- landsmiðum og reynum að gefa ein- læga og sannfærandi innsýn í líf hennar og starf sem sjókonu. Ég er mjög þakklátur fyrir samvinnuna við hana, fjölskyldu hennar og áhöfnina sem reri með henni. Við erum sátt við útkomuna og vonandi hafa áhorfendur gagn og gaman af því að skyggnast inn í þennan sjald- séða heim.“ Þetta segir Árni Gunnarsson hjá Skottu Film, sem er leikstjóri heim- ildarmyndarinnar um Dóru og ann- ar handritshöfunda ásamt Steffí Thors, klippara myndarinnar. Mögulega sýnd á RÚV Árni segir myndina hafa verið í vinnslu í tæp tvö ár en aðdragand- inn sé að vísu nokkuð lengri. Myndin er 52 mínútur að lengd og ráðgjafi við gerð hennar var Martin Schlüter. Spurður hvort myndin verði mögulega sýnd á RÚV segir Árni skriflegt vilyrði liggja fyrir um kaup, „með hefð- bundnum fyrirvara um að þeim lít- ist á hana og efni hennar“. Árni sá um kvikmyndatöku ásamt Árna Rúnari Hrólfssyni. Um tónlistina sáu Helgi Svavar Helgason og Þor- steinn Einarsson, báðir úr hljóm- sveitinni Hjálmum. Friðjón Jónsson sá um hljóðvinnsluna. Árni og Skotta Film hafa áður unnið nokkrar heimildarmyndir, m.a. Kraftur - Síðasti spretturinn, sem tilnefnd var til Edduverðlauna, Búðin – Þar sem tíminn stendur í stað, Í Austurdal og Laufskálarétt. Um borð Árni Gunnarsson kvik- myndagerðarmaður að störfum. Þakklátur fyrir samvinnuna við Dóru  Árni Gunnarsson er leikstjóri og annar handritshöfunda Heimildarmyndin Dóra - Ein af strákunum var „heims- frumsýnd“ samtímis á Höfn í Hornafirði og Sauðárkróki á gamlársdag. Stefnt er að því að sýna myndina á kvikmynda- hátíðum hér á landi og erlendis. Myndin var styrkt af Kvik- myndamiðstöð Íslands, iðn- aðarráðuneytinu, sjávarútvegs- ráðuneytinu og Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Sýnd heima og erlendis DÓRA - EIN AF STRÁKUNUM Ljósmynd/Kontor Reykjavík búningseldhús verður áfram í kjall- aranum. Öll efri hæðin verður endurnýjuð, gólf og loft og ný húsgögn verða keypt. Settur verður upp langur bar sem er bæði eldhús og drykkjarbar. Arkitektarnir Ingibjörg Jóns- dóttir og Davíð Pitt hanna staðinn en þau teiknuðu einnig endurbætur á Jómfrúnni, sem voru framkvæmdar í fyrra. Á sólardögum á sumrin er vinsælt að sitja framan við Café París. Þar verða húsgögn endurnýjuð með marmaraborðum og frönskum stólum. „Þetta verður eins og að sitja á kaffihúsi í París,“ segir Jakob Einar. Morgunblaðið/Eggert Café París Veitingahúsið fær and- litslyftingu, bæði innanhúss og utan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.