Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þrettándinn er á morgun, 6. jan-
úar. Lengi vel var hann mikill
hátíðisdagur þegar jólin voru
kvödd með viðhöfn. Eitthvað hefur
dregið úr tilstandinu við að kveðja
jólin en enn eru þó haldnar álfa-
brennur á þessum degi, farið í
blysgöngur, flugeldum skotið upp
og eitthvað er um þrettándaveislur
og gleðskap þó mikið hafi dregið úr
því miðað við það sem áður var, að
sögn Jóns Jónssonar, þjóðfræðings
og verkefnastjóra Rannsóknaset-
urs Háskóla Íslands á Ströndum –
Þjóðfræðistofu.
„Það er helst í kringum flugeld-
ana sem haldið er upp á þrett-
ándann nú, menn skjóta aðeins upp
og kveðja jólin þannig. Þrett-
ándabrennum er mikið að fækka
og heyra víða sögunni til nema það
takist ekki að brenna á gamlárs-
kvöld. Það er líka enn til siðs að
taka jólaskreytingar niður á þrett-
ándanum en það er samt að aukast
að fólk taki þær niður strax eftir
áramót. Þá er nokkuð um það á
þrettándanum að menn komi sam-
an og spili en það er enn mjög mik-
ið spilað á heimilum yfir jólin,“ seg-
ir Jón.
Jólin voru spiluð út
Í Sögu daganna eftir Árna
Björnsson kemur fram að á þrett-
ándanum, síðasta degi jóla, hafi
oftast verið nokkuð um dýrðir og
það borið fram sem eftir var af
jólamat og drykk. Þá segir að þetta
hafi líka verið síðasta mikla spila-
kvöldið yfir jólahátíðina og var á
öllu landinu talað um að spila jólin
út. Haldnar hafi verið brennur og
menn hafi kveikt á þeim kerta-
stubbum sem eftir voru og hét
hvorttveggja að brenna jólin út.
„Eitt sinn voru heilmikil hátíðar-
höld á þrettándanum og sérstök
þjóðtrú sem hvíldi á þessum degi,“
segir Jón. „Öll landamæri á milli
tímabila, eins og nýársnótt, þrett-
ándanótt og jónsmessan, voru
stórhátíðir í þjóðtrúnni, þá áttu að
gerast allskonar undur; huldufólk
var á ferli og kýrnar fengu manna-
mál.
Jólin eru flutningstími vættanna,
þeir færa sig um set og tröll koma
til byggða til að fá sér mannkjöt til
hátíðabrigða. Það var hægt að
lenda í hverju sem er á þessum
jóladögum ef maður var á ferli.
Síðasti jólasveinninn fer heim á
þrettándanum og þá er búið þetta
tímabil sem er varasamt og hættu-
legt að vera á ferli í svartasta
skammdeginu. Þá eru allir vættir
búnir að finna sér ný heimkynni og
komið á ró og næði. Það gat enginn
átt von á að rekast á jólasvein eftir
þrettándann, en fyrr á öldum voru
þeir stórhættuleg kvikindi og fóru
ekki að mýkjast fyrr en þeir urðu
frá áhrifum af þeim ameríska,“
segir Jón.
Hann spáir því að þrettándinn
muni halda sér áfram að einhverju
leyti sem síðasti dagur jóla en sið-
venjur og aðrar hefðir í kringum
daginn líklega hverfa alveg í fyll-
ingu tímans.
Samkvæmt spám mun viðra
ágætlega til hátíðarhalda annað
kvöld, en spáð er hlýnandi veðri og
vaxandi sunnanátt með slyddu eða
rigningu vestantil.
Þrettándahátíðarhöld hverfandi
Helst haldið upp á þrettándann nú með flugeldum Var áður nokkuð um dýrðir og mikið um þjóðtrú
Þótti varasamt að vera á ferli yfir jólahátíðina Komið á ró og næði í heimi vætta eftir þrettándann
Morgunblaðið/Golli
Jólin búin Álfadrottningar á þrettándabrennu Hauka á Ásvöllum fyrir nokkrum árum. Haukar halda þrett-
ándagleði á Ásvöllum annað kvöld, þangað mæta meðal annars álfar, púkar, tröll og jólasveinar.
Þrettándabrennur í Reykjavík
verða þrjár. Í Vesturbænum hefst
blysganga við Melaskóla kl. 18 og að
brennu við Ægisíðu sem hefst kl.
18.30. Í Grafarvogi verður þrettánda-
gleði við Gufunesbæ, farin verður
blysför frá Hlöðunni kl. 17.55 og
hefst brenna kl. 18. Í Grafarholti
verður gengið frá Guðríðarkirkju um
kl. 19 inn í Leirdal þar sem kveikt
verður í brennu.
Á Selfossi fer blysför frá Tryggva-
skála kl. 20 að brennustæði við Gest-
hús.
Á Akranesi hefst blysför við Þorp-
ið að Þjóðbraut kl. 18. Álfar, tröll og
jólasveinar munu leiða gönguna að
brennunni.
Í Borgarnesi verður þrettándagleði
í Englendingavík og hefst hún kl. 20.
Á Ásvöllum í Hafnarfirði hefst
þrettándagleði kl. 18 og lýkur með
flugeldasýningu kl. 19. Á svæðið
mæta álfar, púkar og tröll og jóla-
sveinar.
Í Reykjanesbæ hefst ganga kl. 18
frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði
við Hafnargötu 8.
Á Akureyri verður þrettándagleði
Þórs haldin á bílaplaninu við Hamar
kl. 18.
Þrettándagleði
í þéttbýli
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
GLERAUGNAÞJÓNUSTA Á
LEIÐ ÞINNI TIL ÚTLANDA
SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG
Smáralind • 528 8500 – Hafnargötu, Keflavík • 421 3811
Verslaðu á hagstæðara verði
í gleraugnaverslun okkar
á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð
SJÓNGLER FRÁ
HOYA Í HÆSTA
GÆÐAFLOKKI
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ • 425 0500