Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 31

Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Til Færeyja & Danmerkur 2017 Bókaðu núna og tryggður þér pláss Færeyjar Tveir fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . . . . . . . .kr. 34.500 Danmörk Tveir fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . . . . . . .kr. 74.500 Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík · Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 · info@smyril-line.is · www.smyrilline.is Viljum við benda þeim sem hyggja á ferð með okkur að bóka sem fyrst meðan ennþá er hægt að finna pláss. Bæklingurinn okkar fyrir 2017 er komin út og í honum finnur þú frábær tilboð og verð. Bæklinginn má nálgast á www smyrilline.is Enn er unnið að því að afla fjár til smíði göngubrúar yfir Markarfljót til móts við Húsadal í Þórsmörk. Hönnun brúarinnar er lokið og er hún byggð á verðlaunatillögu Eflu verkfræðistofu og Studio Granda frá árinu 2014. Ekki er minnst á fram- kvæmdina í fjárlögum ársins 2017, að því er fram kemur í frétt á heima- síðu Skógræktarinnar. Fram hefur komið í fréttum að búið sé að tryggja alls 84 milljónir króna til verksins. Hins vegar er heildarkostnaður við undirbúning og byggingu brúarinnar áætlaður um 220 milljónir kr. og er þá ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna vegabóta inn að brúarstæðinu. Margvísleg þörf er fyrir göngubrú á þessum stað af ýmsum ástæðum. Krossá er mikill farartálmi á leiðinni í Húsadal en með göngubrú yfir Markarfljót yrði auðvelt að ganga eða hjóla yfir í Þórsmörkina og fólk yrði ekki háð öflugum fjallabílum til ferðalagsins, segir í frétt Skógræktarinnar. Brúin verður 158 metra löng hengibrú og brúargólfið sverir stál- kaplar klæddir með timbri, sem meiningin er að verði íslenskt sitka- greni. Hegðun brúarinnar í vindi hefur verið rannsökuð í vindgöngum hjá fyrirtækinu Force Technology í Kaupmannahöfn með líkani í stærðarhlutföllunum 1 á móti 12. Halli brúargólfsins verður mestur 8%, sem er innan þeirra marka sem sett eru um viðunandi aðgengi fyrir hjólastóla. Að brúargerðinni standa Vinir Þórsmerkur í samvinnu við Vegagerðina. sisi@mbl.is Hönnun brúarinnar lokið  Reynt að afla fjár til smíði göngubrúar yfir Markarfljót Tölvuteikning/Vegagerðin Göngubrúin Hún er hönnuð þannig að hún taki sem minnstan vind á sig. Tryggingafélög geta ekki leitað sameiginlegan í gagnagrunn líkt og tryggingafélög á Norðurlöndunum og víðar geta gert þegar kemur að því að tengja saman einstaklinga sem stunda tryggingasvik. Sveinn Fjalar Ágústsson, deildarstjóri ábyrgðar- og slysatjóna hjá VÍS, telur þó að vátryggingasvik séu tiltölulega sjaldgæf á Ís- landi, en umfang þeirra hefur ekki verið rannsakað í langan tíma. „Auð- vitað er eitthvað hulið sem fer framhjá okkur en tilfinning okkar er sú að þetta sé ekki hátt hlutfall af kúnnahópi okkar,“ segir Sveinn. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að tveir menn voru dæmdir fyrir vá- tryggingasvik í Héraðsdómi Reykja- víkur. Í dómnum segir að mennirnir hafi sviðsett árekstur og skilað inn tjónaskýrslu í því skyni að fá tjónið bætt. Ekki vitað um umfangið hér Samkvæmt breskri rannsókn frá árinu 2010 er hlutfall vátrygg- ingasvika þar í landi 10-15%. Ekki hefur verið framkvæmd sambærileg rannsókn á Íslandi frá árinu 2003 þegar niðurstaða samnorrænnar rannsóknar var sú að svikin væru á bilinu 5-10% en áætlað var þá að tal- an væri enn lægri á Íslandi. „Við vitum ekki um umfangið en erum vakandi fyrir því þegar tjón er tilkynnt að atvikum sé lýst á réttan hátt. Tryggingasvik geta líka verið falskar upplýsingar þegar verið er að kaupa tryggingu og fleira,“ segir Sveinn Fjalar. Hann segir að ekki sé horft til einnar tegundar tjóna umfram önn- ur þegar kemur að trygginga- svikum. „Við skoðum reglulega mál en alla jafna eru skýringar á þeim. Þetta getur þó verið allt frá því að hafna greiðslu vegna tjóns yfir í það að hafna tjóni og kæra til lögreglu,“ segir hann. vidar@mbl.is Engin gögn um svikara Sveinn Fjalar Ágústsson  Telur trygginga- svik sjaldgæf Arnarlax áformar að hefja laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á næsta ári. Í þeim tilgangi hefur fyrirtækið lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum stöðvarinnar sem framleiða mun 10 þúsund tonn á ári, með aðstöðu í Bolungarvík. Þar verður laxinum slátrað og pakkað til flutnings á markað erlendis. Allir geta gert at- hugasemdir en þeim ber að skila til Skipulagsstofnunar fyrir 20. jan. Áforma stórfellt lax- eldi í Ísafjarðardjúpi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.