Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að farsælum viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er ekkert venjulegur haus. Það er ekki bara að hann sé þrjú- hundraðasti kindarhausinn sem ég hef stoppað upp heldur er hann líka af heimsfrægum hrúti! Þetta er grái hrúturinn sem fékk verðlaunin í kvikmyndinni Hrútar,“ sagði Krist- ján Stefánsson, uppstoppari og tón- listarmaður frá Gilhaga í Skagafirði, um nýjasta uppstoppunarverkefni sitt. Hann býr á Akureyri og fæst við uppstoppun auk þess að leika tónlist, yrkja og semja lög og texta. Fær mikið af kindahausum Kristján fór að stunda upp- stoppun af alvöru upp úr 1990. „Einhvern veginn hefur þetta æxl- ast þannig og líklega eru fáir upp- stopparar að stoppa upp kinda- hausa. Þetta berst allavega gríðarmikið til mín,“ sagði Kristján. Hann byrjar á að taka gifsmót af snoppunni á hverjum haus því eng- ar tvær snoppur eru eins. Hrúts- hausarnir eru vinsælir, ekki síst hausar af fallega hyrndum hrútum. Hausarnir koma hvaðanæva af landinu til uppstoppunar. Kristján sagði mikilvægt að hausinn væri ekki farinn að skemmast þegar hann bærist. Gæran af hálsinum þarf að fylgja með. „Það má alveg taka hausinn af á venjulegan máta en skera framan af gærunni á eftir og senda með hausnum,“ sagði Kristján. Hann sútar skinnin sjálfur. En hvað með ferhyrnt fé? ,,Já, það er mikið um það að hausar af ferhyrndu komi til mín, og er þá oft mjög afbrigðilegt hornalag þar að sjá,“ sagði Kristján. Einnig hefur hann fengið marga hausa af forystufé. Hann sagðist einnig stoppa upp fugla, tófur og minka, að ekki sé minnst á kýr- og nautshausa. Töluvert vinsælt er að láta stoppa upp hausa af hyrndum nautgripum. Fólk kemur líka með gæludýr. „Fólk kemur bæði með hunda og ketti en ég er eiginlega hættur að taka ketti. Það er tóm vitleysa. Þetta eru yfirleitt ævagamlir ræflar og orðnir afmyndaðir, bæði kvið- miklir og ljótir, svo það er engin glóra í því að stoppa þetta upp. Hundarnir eru oft fallegir, sér- staklega íslenskir hundar með hringað skott og uppreist eyru,“ sagði Kristján. Hann sagði að sér þætti einna skemmtilegast að stoppa upp full- orðna hrúta og sauði. Einn hrútur- inn fór til Vesturheims og var til umfjöllunar hér í Morgunblaðinu á sínum tíma ásamt myndum. Full- orðinn sauður og fjallmyndarlegur, sem Kristján stoppaði upp, fór á forystufjársetrið á Svalbarði í Þistil- firði. Hornin á hrútunum og ánum geta verið mjög fjölbreytt að gerð. Glæsilegustu hrútshornin eru margsnúin og sver uppi við rótina. Stundum er sagað innan af horn- unum til að þau snerti ekki kinnar skepnunnar. „Ferhyrnda féð er að finna alls staðar á landinu, og eins eru enn til geitur víða um land. Til mín berast töluvert oft geitahausar, einkum af fullorðnum höfrum sem eru með gríðarlega löng horn. Hornin á huðnum eru hins vegar mjög fínleg og frekar lítil.“ Semur tónlist, stökur og sögur Auk uppstoppunarinnar er Krist- ján þekktur fyrir tónlistarflutning. Hann hefur gefið út tvo geisladiska með eigin lögum og textum. „Ég er aðallega að spila í afmæl- um og smásamkvæmum. Eins fer ég mikið á elliheimilin og sjúkra- húsin og spila fyrir fólkið. En ég er eiginlega alveg hættur að spila á böllum en spila stundum á ættar- mótum á sumrin,“ sagði Kristján. Hann hefur líka fengist við kveð- skap og hefur gefið út tvær bækur með eigin vísum, ljóðum og sögum. Heimasíða Kristjáns er hreidrid.is. Frægur hrútshaus settur upp  Kristján Stefánsson frá Gilhaga hefur stoppað upp 300 hausa af sauðfé  Hausinn af hrútnum Gráma sem var í kvikmyndinni Hrútum var númer 300  Vinsælt að láta stoppa upp hrútshausa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hausinn af Gráma Vinsælt er að láta stoppa upp hausa af fagurhyrndum hrútum og eins af ferhyrndu fé, forystufé og hyrndum nautgripum. Þá lætur fólk stoppa upp tófur, minka og ýmsa fugla. Sumir vilja láta stoppa upp gæludýr. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Uppstoppari Kristján Stefánsson frá Gilhaga með hrossagauk sem hann stoppaði upp. Kristján hefur fengist við uppstoppun í rúman aldarfjórðung. „Hann var ekki óskaplega merkilegur þegar hann var sett- ur á. Var þrílembingur og minnstur, hitt voru gimbrar. Hann var aldrei mjög stór en var að gefa ágætt,“ sagði Sigurður Pálsson, bóndi á Lækjavöllum, eigandi kvikmyndahrútsins Gráma úr Hrútum sem var felld- ur í haust, fimm vetra gamall. „Grámi var mjög gæfur og þægilegur í umgengni. Skrokk- urinn var ekki stór en hausinn mjög fallegur og hornin ein- staklega mikil, einir 60 sentí- metrar út yfir endana. Svo spillti ekki fyrir að hann var bú- inn að sjást víða um heim. Manni þótti vænt um hann – þetta var svo mikill félagi.“ Grámi lék í Hrútum GÆFUR OG GÓÐUR FÉLAGI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á vinnustofunni Refur sem Kristján hefur nýlokið við að stoppa upp. Samgöngustofa hefur gert Ice- landair að greiða tveimur farþeg- um 600 evrur í skaðabætur vegna seinkunar sem varð á flugi þeirra frá Wash- ington til Frank- furt, með millilendingu í Keflavík, í júní sl. Seinkun á brottför frá Wash- ington varð til þess að farþegarnir misstu af tengiflugi sínu í Keflavík. Þeir flugu áfram með vél Lufthansa sjö stundum síðar. Icelandair bar við að seinkanirnar hefðu orðið vegna verkfallsaðgerða flugumferðarstjóra og hefðu því verið óviðráðanlegar. Samgöngu- stofa taldi að óháð því hvort verk- fallsaðgerðirnar hefðu haft áhrif á fyrsta flugið, þá gæti víxlverkun ekki talist til óviðráðanlegra að- stæðna í skilningi loftferðalaga. Víxlverkun í flugi ekki óviðráðanleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.