Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
VIÐTAL
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Ég er fædd á Kaðalstöðum í Hval-
vatnsfirði og var sjötta barn foreldra
minna, Jóhannesar Kristinssonar og
Sigurbjargar Guðlaugsdóttur, en alls
urðum við tólf systkinin. Foreldrar
mínir voru með kindur og kýr og voru
allar afurðir af þeim unnar heima. Ég
var ekki gömul þegar ég fór að vinna
mjólkina með mömmu. Við strokk-
uðum og gerðum smjör, gerðum skyr
og flest það sem gert var úr mjólk í þá
daga. Þetta lærði ég allt og hafði
mjög gaman af því.“ Þetta segir Stef-
anía Jóhannesdóttir sem býr á
Hvammi, dvalarheimili aldraðra á
Húsavík. Stefanía varð níræð sl.
haust, en því fólki fer mjög fækkandi
sem fæddist og ólst upp í Fjörðum, en
síðustu bæirnir þar fóru í eyði fyrir
rúmlega 70 árum.
Tók snemma þátt í verkunum
„Það var auðvitað mikil vinna á
Kaðalstöðum á veturna á þessum ár-
um því kindurnar voru alltaf settar út
til þess að beita sér í fjörunni í þang-
inu og sóttum við þær alltaf út á Háls
eða út á Bakka á hverjum degi, en
þær voru reknar úteftir á morgnana.
Ég var oft með pabba að sækja þær
og hafði mjög gaman af að fylgja hon-
um. Þetta voru 80-90 ær og á sumrin
var næg beit fyrir þær því Hvalvatns-
fjörður er mjög grösugur og ærnar
urðu vænar á flæðiengjunum þar sem
þær voru mjög duglegar að bíta,“
segir Stefanía sem segist eiga mjög
margar góðar minningar frá fjár-
rekstrum á þessum tíma. Hún segir
einnig að það hafi ekki allt verið vinna
þó systkinin hafi snemma tekið þátt í
verkunum og þau hafi líka haft tæki-
færi til þess að leika sér. Það var mik-
ið pláss til leikja og Jóhannes faðir
hennar útvegaði bolta handa
systkinahópnum í verslun á Akureyri
og var boltinn mikið notaður til þess
að fara í yfir og fleiri leiki. Oft fóru
þau til afa síns og ömmu á Tindriða-
stöðum en sá bær er hinum megin í
dalnum vestan við ána og var Stef-
anía ekki gömul þegar hún hjálpaði
ömmu sinni, Hólmfríðí Tómasdóttur,
í slátrum. Guðlaugur Jónsson, afi
Stefaníu, sem þar bjó var mikill dugn-
aðar- og eljumaður og bjó hann sam-
fleytt í 40 ár á Tindriðastöðum. Hann
lést 1944 og flýtti fráfall hans fyrir því
að þeir þrír bæir sem þá voru í byggð
í Fjörðum fóru í eyði.
Lærði að slá með orfi
„Það var gaman hvað fólkið var
hjálplegt og oft var farið milli bæja til
þess að aðstoða og hjálpa til,“ segir
Stefanía, en fjölskyldan flutti í
Þönglabakka þegar hún var sjö ára
og þá var stutt að fara að Botni en
þar bjó þá Þórhallur Geirfinnsson og
hans fólk. Hann var giftur Guðrúnu
Jóhannesdóttur, móðursystur Stef-
aníu, þannig að tengslin voru mikil.
„Við heyjuðum á Hóli sem þá var
orðinn eyðijörð í Þorgeirsfirði, en
þangað var um klukkustundar gang-
ur. Við þurrkuðum heyið þar og
fluttum það svo allt á hestum heim í
Þönglabakka. Þetta var mikið verk
og ég hjálpaði pabba mikið við að
binda á hestana. Hann sló með orf-
inu, en við systurnar vorum með
hrífurnar, en hins vegar lærði ég að
slá þó svo að ég gerði ekki mikið af
því.“
Síprjónandi frá unga aldri
„Ég lærði mjög snemma að
prjóna,“ segir Stefanía. „Líklega var
ég 10 ára þegar ég fór að prjóna til
gagns og kenndi mamma mér að
prjóna bæði leista og vettlinga. María
systir mín var líka mjög dugleg að
prjóna, en það var einungis prjónað á
börnin á heimilinu enda var mikil þörf
á prjónaflíkum þar sem börnin voru
tólf talsins.“ Stefanía segist ekki
muna eftir því að prjónaflíkur hafi
verið seldar, en mest hafi verið prjón-
að í skammdeginu og allt á heima-
börnin. Þá var líka saumað á sauma-
vél sem var handknúin og voru t.d.
saumaðar buxur á allan barnahópinn.
Í stofunni á Kaðalstöðum var einn
olíulampi og sátu allir í hring undir
lampanum við vinnu sína. Það var
góður ofn í stofunni, sem var kyntur
með rekaviði úr fjörunni, en seinna
komu svo kol til þess að kynda með.
Auk rekaviðarins var notaður svörður
og var það mikil vinna að taka svörð
sem var klofinn og þurrkaður. Hann
var settur í hrauka og geymdur vel til
vetrarins. Hún segist muna eftir mikl-
um mógröfum frá sínum uppvexti.
Kýrnar drógu björg í bú
Hún segir að um margt hafi verið
betra að búa á Þönglabakka heldur
en á Kaðalstöðum. Það var betra að
róa á Þorgeirsfjörðinn heldur en
Hvalvatnsfjörðinn og faðir hennar
veiddi mikinn þorsk fyrir heimilið á
sumrin. Elsti bróðirinn, Jóhannes
Guðni, var snemma til sjós með föð-
urnum, en hún segist einungis hafa
farið nokkrar ferðir með þeim, en
ekki veitt mikið sjálf. Þorskurinn var
ekki seldur því það var marga munna
að metta. Hann var hengdur upp og
látinn signa og stærstu þorskarnir
voru saltaðir.
Hún segist ekki muna eftir því að
barnahópurinn hafi búið við sult því
alltaf hafi verið til eitthvað til þess að
borða. Kýrnar drógu mikla björg í bú
og alltaf var til mjólk. Um tíma voru
foreldrar hennar með þrjár kýr sem
hétu Rauðka, Skrauta og Stjarna, en
oft voru kýrnar einungis tvær. Allt
var heimafengið en Stefanía segir að
pabbi sinn hafi farið stundum til Ak-
ureyrar til þess að fá hveiti sem hann
keypti í sekkjum fyrir heimilið. Það
var mikið bakað og tólf börn þurftu
að fá brauð. Móðir hennar lagði mikið
upp úr því að baka og þær systurnar
voru ekki háar í loftinu þegar þær
voru búnar að læra mikið í bakstri.
Helst var það hversdagsbrauð, en
það var gott að eiga mikið brauðmeti
því stundum var gestkvæmt og þá
sérstaklega á haustin þegar gangna-
menn komu og þáðu veitingar. Þá var
stundum farið í berjamó í Flateyjar-
dal og var mikið af berjum sett á
krukkur. Öll ber voru tínd og þóttu
þau mikið búsílag.
Fann ekki fyrir vinnuþrælkun
„Foreldrar okkar kenndu okkur
mjög mikið og þau létu okkur lesa á
hverjum degi, því skólaganga var af
skornum skammti. Við höfðum að-
gang að bókum í kirkjunni á Þöngla-
bakka, en þar var svolítið bókasafn.
Það komu kennarar til þess að láta
okkur lesa, en seinna þegar ég var á
fimmtánda árinu dvaldi ég einn vetur
á Grenivík við nám og það var mjög
góður vetur,“ segir Stefanía. „Ég
hefði viljað vera lengur í Fjörðum en
það fór ekki þannig. Bræður mínir
fóru snemma að vinna til sjós og
lands og systur mínar einnig. Ég
fann samt ekki fyrir vinnuþrælkun,
en foreldrar okkar héldu okkur að
verki og bæði voru þau mjög dugleg.“
Enginn sími og samgönguleysi
Samgöngur í Fjörðum á þessum
tíma voru á hestum milli bæja og á
bátum ef fara þurfti sjóleiðina. Sam-
gönguleysið var talið ein höfuð-
ástæðan fyrir eyðingu byggðarinnar.
Um tíma kom landpóstur öðru hverju
út í Fjörður, en er prestlaust varð
þar lögðust þær ferðir niður. Flóa-
bátur kom stöku sinnum en fylgdi
engri áætlun. Ekkert símasamband
var og mikil einangrun yfir veturinn
því oft var snjóþungt. Stefanía segist
alla tíð hafa unað vel í Fjörðum.
Seinna bjó hún lengi í Flatey og þar
stendur hús fjölskyldunnar enn í dag
og fólkið hennar hefur sýnt húsinu
mikla tryggð. Hún segist ekki hafa
trú á því að Þönglabakki og aðrar
jarðir í Fjörðum fari aftur í byggð, en
til þess þarf margt að breytast. Hún
unir glöð við sitt og oft ylja henni
góðar minningar frá liðnum árum úr
umhverfi sem hún unni svo mjög.
Gaman að alast upp í Fjörðum
Stefanía Jóhannesdóttir ólst upp í Hvalvatnsfirði en síðustu bæirnir þar fóru í eyði fyrir rúmlega
70 árum Samgönguleysi talið ein höfuðástæðan fyrir eyðingu byggðarinnar Gekk ung til verka
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Níræð Stefanía Jóhannesdóttir á margar góðar minningar úr Fjörðum.
Hvalvatnsfjörður
Flatey
FLATEYJARSUND
HVALVATNS-
FJÖRÐURÞORGEIRS-
FJÖRÐUR
BJARNARFJALL
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Kaðalstaðir eru austan ár í Hvalvatnsfirði og er bæjarstæðið hið fríðasta.
Þar sést vítt yfir grænar engjar og lynghlíðar. Þar er gott landrými og sil-
ungsveiði í Fjarðará og Hvalvatni. Fjörubeit ágæt og mikill trjáreki. Undir
hömrum Bjarnarfjalls eru götur út að sjó og var það talin stundarfjórð-
ungs ganga. Niður við sjóinn vestan undir Bjarnarfjalli voru beitarhús frá
Kaðalstöðum og þótti gott að eiga þar sauði. Björn Líndal lögfræðingur
byggði þarna seinustu beitarhúsin 1909 en þau tók af í miklu snjóflóði
12. apríl 1919. Kaðalstaðir fóru í eyði 1933 þegar foreldrar Stefaníu, þau
Jóhannes Kristinsson og Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, fluttu með barnahóp
sinn og búslóð að Þönglabakka og bjuggu þar í 11 ár.
Bæjarstæðið hið fríðasta
KAÐALSTAÐIR
Þönglabakki var fornt höfuðból og þar stóð kirkja Fjörðunga. Síðasta
embættisverk í Þönglabakkakirkju var greftrun Guðlaugs bónda Jóns-
sonar á Tindriðastöðum, afa Stefaníu. Hann dó í lok desember 1943 og
var jarðsettur í byrjun janúar 1944. Í kirkjunni var ískalt og hélt hún þá
hvorki vatni né vindum. Svo kalt var að menn treystu sér ekki til að taka
niður lambhúshettur og ullarvettlinga meðan á athöfninni stóð. Vitað er
um 26 presta sem þjónuðu Þönglabakka frá 1460-1907.
Fornt höfuðból og kirkjustaður
ÞÖNGLABAKKI