Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 35

Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tæplega fertugan karl- mann í 4 mánaða fangelsi fyrir að aka lyftara um götur Hafnar í Hornafirði, sem ætlaðar eru al- mennri umferð. Maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt og hlotið fangelsisdóma fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júlí sl. sumar ek- ið lyftaranum frá mjölbræðslu Skinneyjar-Þinganess að sorplos- unarstöð við Sæbraut og aftur til baka. Lögreglan stöðvaði öku- ferðina á Ófeigstanga. Maðurinn hefur sjö sinnum áð- ur hlotið dóma og fimm sinnum gengist undir sátt hjá lögreglu- stjóra fyrir brot á umferðar- lögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann var m.a. dæmdur í hálfs árs fangelsi árið 2015 fyr- ir ítrekuð brot. Maðurinn mætti ekki fyrir dóminn við þingfest- ingu málsins og var því litið svo á að hann hefði viðurkennt brot sitt. Ók lyftara á umferðar- götum  Oft dæmdur fyrir umferðarlagabrot Morgunblaðið/Ómar Höfn Maðurinn, sem var ökurétt- indalaus, ók lyftara um götur. Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtugan hollenskan karl- mann, Yunes Biranvand, í 18 mán- aða fangelsi og til að greiða allan sakarkostnað, tæplega 1,5 milljónir króna, fyrir að flytja 987 grömm af kókaíni til landsins nú í haust. Maðurinn var stöðvaður á Kefla- víkurflugvelli í október á síðasta ári þegar hann kom hingað með flugvél frá Kaupmannahöfn. Fram kemur í dómi héraðsdóms að mað- urinn hafi falið tæpt kíló af kókaíni í 101 pakkningu í líkama sínum. Hafði kókaínið að meðaltali 71% styrkleika að því er kemur fram í dómi héraðsdóms. Var burðardýr Maðurinn játaði sök. Dómurinn féllst á þá staðhæfingu mannsins að hann hefði ekki verið eigandi fíkniefnanna heldur tekið að sér að flytja þau hingað til lands gegn þóknun. Síðasta verðkönnun sem SÁÁ gerði um verð á fíkniefnum var birt í september árið 2015, en þá var verð á grammi af kókaíni áætl- að um 16 þúsund krónur. Sam- kvæmt því hefði verið hægt að selja fíkniefnið sem Hollendingurinn flutti hingað til lands fyrir að minnsta kosti 16 milljónir króna óþynnt. Hollendingurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi hér á landi frá því hann var handtekinn í október. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Hollendingurinn var árið 2006 dæmdur í fimm ára fangelsi í Sví- þjóð fyrir að flytja kókaín þangað. Reyndi að smygla kókaíni Morgunblaðið/Ómar Leifsstöð Hollendingurinn var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Faldi 101 pakkningu með fíkniefnum í líkama sínum Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta kynferðislega misnotkun á hrossum í hest- húsi í Garðabæ. Eigendur hrossanna til- kynntu málið til Matvælastofnunar. Þeir fundu sleipi- efni, olíur og plasthanska í hesthús- inu. Engir áverkar fundust á hross- unum en ummerki um kynferðislega misnotkun fundust á að minnsta tveimur hryssum, að sögn Silju Unn- arsdóttur dýralæknis sem er einnig einn af eigendunum. Enginn liggur undir grun að svo stöddu. Í lögum um velferð dýra, sem tóku gildi 1. janúar 2014, var í fyrsta sinn bundið í lög bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum. Meint mis- notkun á hest- um kærð FJALLAGRÖSUMMEÐ Íslensk náttúra.Blikandi dögg og útsýn til allra átta.Þúveður yfir tifandi ána,áleiðis að settumarki.Framundan rís Herðubreið; drottningin sjálf,stolt í hásæti sínu. Við höfumnýtt okkur íslensk fjallagrös frá upphafi byggðar.Heilnæm og frískandi hafa þau haft áhrif til góðs á líkama og sál,handtínd í íslenskri náttúru.Tópas hefur sömuleiðis fylgt okkur gegnum tíðina.Samanmunu þau gera það áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.