Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 36

Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mogginn og blaðburðurinn hafa í um það bil tuttugu ár ár verið sam- eiginlegt verkefni fjölskyldunnar. Við hjónin sinnum þessu með krökk- unum okkar sem eru alls átta. Í þessu starfi hafa þau lært að vinna og fengið vasapening,“ segir Heiðar Bergur Jónsson í Hafnarfirði. Alls eru um 20 ár síðan þau Heiðar og Þorbjörg Sandra Sveinsdóttir kona hans tóku að sér blaðburð í Kinna- hverfinu í Firðinum og nokkrum göt- um þar nærliggjandi. Á aldreifing- ardögum þarf að setja blaðið í nærri 500 lúgur en nokkru færri þegar að- eins áskrifendur fá blaðið. Klukkan fimm á morgnana Elstur átta barna Heiðars og Þor- bjargar Söndru er Hjalti Snær sem er fæddur árið 1981. Hann greip í út- burðinn á fyrstu Morgunblaðsárum fjölskyldunnar og það hafa systkini hans gert, hvert á eftir öðru. „Sunna Lind er skráð fyrir hverfi núna en yngstur er Jón Víðir sem er tólf ára. Hann tekur sjálfsagt við á næstu misserum,“ segir Heiðar. Það er um klukkan fimm á morgn- ana sem fjölskyldan í Fögrukinn fer úr húsi. „Við hjónin förum oftast saman, skiptum hverfinu á milli okk- ar og þetta sport tekur yfirleitt um klukkustund. Já, það er notalegt og hressandi að taka þennan göngutúr snemma dags. Koma frískur heim um klukkan sex og hálftíma seinna þarf ég að vera mættur í vinnu. Þetta hefur gengið vel í vetur, veður verið milt og hlýtt og hálkudagar með mannbroddum eru aðeins tveir,“ seg- ir Heiðar sem er bílstjóri hjá Slátur- félagi Suðurlands. Sér meðal annars um að keyra í verslanir og vagna pylsurnar góðu sem oft eru sagðar þjóðarréttur Íslendinga, rétt eins og Mogginn er blað allra landsmanna. Helstu fréttir dagsins „Morgunblaðið er alltaf með helstu fréttir dagsins. Ég byrja lesturinn yfirleitt á íþróttunum og renni síðan yfir helstu fréttasíðurnar. Í vinnunni getur maður því oft bryddað upp á umræðum og haft þann formála að þetta hafi staðið í Mogganum. Svo er ég kominn á þann aldur að þurfa nauðsynlega að fylgjast með dánar- fréttum og minningargreinum. Raunar er æði margt í blaðinu sem þú verður að vita og mátt ekki missa af,“ segir Heiðar í Hafnarfirði að síð- ustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Moggamaðurinn Heiðar Bergur flettir blaði dagsins. Árin í útburðinum eru orðin um tuttugu og bréfalúgurnar í Kinnahverfinu eru alls um 500. Blaðberinn frískur eftir göngutúrinn Nýliðið ár var eitt það hlýjasta síðan mælingar hófust árið 1845, eins og fram hefur komið í fréttum. Nýliðinn desember lagði sitt af mörkum til þess, eins og fram kemur í yfirliti yfir mánuðinn sem Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur birt á vef Veðurstofunnar. Tíð var lengst af hagstæð og sam- göngur greiðar nema fáeina daga undir lok mánaðar, segir Trausti. Óvenjuhlýtt var í veðri og um austanvert landið var mánuðurinn sums staðar sá hlýjasti frá upphafi mælinga og í hópi þeirra hlýjustu um land allt. Úrkomusamt var og dimmt. Ekki var mikið um illviðri að undanskildum fáeinum hvössum dögum undir lok mánaðarins og urðu þá nokkrar samgöngutruflanir. Þá kólnaði nokkuð og var snjór á jörðu um allt land að kalla yfir jólahátíð- ina. Þann snjó tók þó fljótt upp aftur. Að tiltölu var hlýjast norðaustan- lands, 4,5 stigum ofan meðallags síð- ustu tíu ára í Möðrudal. Kaldast að tiltölu var undir Eyjafjöllum, þar sem hiti var innan við tveimur stig- um ofan meðallags sömu ára. Það telst til tíðinda að á Teigarhorni í Berufirði var desember sá hlýjasti í þau 144 ár sem mælt hefur verið. Sömu sögu er að segja af Dalatanga, en þar hefur verið mælt í 78 ár, og á Egilsstöðum, þar sem hitinn hefur verið mældur í 62 ár. Úrkoma var víðast hvar meiri en í meðallagi. Úrkoman í Reykjavík mældist 146,7 millimetrar, tæpum 90% umfram meðallag og sú mesta í desember síðan 2007. Sólskins- stundir í Reykjavík mældust aðeins 3,2 – níu færri en í meðaldesember og hafa ekki mælst svo fáar í desem- ber síðan 2004. sisi@mbl.is Hitamet féllu víða á Austurlandi  Úrkoma í Reykja- vík 90% yfir meðal- lagi í desember Morgunblaðið/Eggert Höfuðborgin Vegfarendur þurftu oft að bregða regnhlífum á loft. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Þetta er draumadagbókin fyrir upp- teknar húsmæður,“ segir María Katrín Ármann, fjögurra barna móð- ir og hárgreiðslunemi í Neskaupstað. Hún og Brynja Gunnarsdóttir, vin- kona hennar og nágranni, sem er þriggja barna móðir, hönnuðu Lífs- stílsdagbókina 2017 sem kom nýver- ið út og ætti að henta þeim vel sem ætla að huga að heilsunni á nýju ári. María Katrín og Brynja voru í námi í margmiðlunarhönnun við Borgarholtsskóla í fyrra og var loka- verkefnið á vorönninni að fá hug- mynd að bók, vinna hana og gera klára fyrir prentun. Þær fengu hug- mynd að lífsstílsdagbók og komu henni á koppinn. Vildu hafa allt á einum stað „Við vorum báðar í lífsstílsáskor- uninni Sterkar stelpur og stundum mikla hreyfingu. Í ræktinni eru fljót- andi A4-blöð úti um allt með æfinga- prógrömmum. Í áskoruninni áttu all- ir líka að vera með stílabók til að skrifa niður prógrammið sitt og hug- myndin að dagbókinni kviknaði út frá því; að vera með allt á einum stað frekar en á mörgum blöðum,“ segir María Katrín. „Dagbókin er uppsett þannig að hver mánuður byrjar á klassísku mánaðarplani, það er hægt að setja niður markmið fyrir mánuðinn og skrá niður mælingar á líkamanum og þyngd. Í byrjun hverrar viku er hægt að skrifa niður matseðil fyrir vikuna, markmið og svo er smá dálk- ur þar sem hægt er að skrá niður andlega heilsu. Við töluðum við hjúkrunarfræðing og létum nokkrar stelpur prófa dagbókina og meðal annars fengum við ábendingu frá einni sem keppir í fitness um þennan dálk, en það er oft erfitt andlega. Hver dagur er svo þannig að það er hægt að setja inn æfingarplanið og matseðil dagsins, allar máltíðir og skráðar kaloríur, þá er tímatafla til að punkta niður fundi og viðburði yfir daginn.“ Hugmyndin með Lífsstílsdagbók- inni er aðhald og yfirsýn, að sögn Maríu Katrínar, að geta skráð allt niður sem viðkemur hreyfingu, mataræði, heilsu og daglegu lífi á einum stað. Vissulega sé hægt að vera með forrit í símanum sem gegni svipuðu hlutverki en með bókinni sé hægt að halda þessu saman á einfald- ari hátt auk þess sem flestir noti sím- ana sína til að hlusta á tónlist í rækt- inni. „Mér sýnist á öllu að fólk haldi enn dagbækur. Það eru mjög margar gerðir af dagbókum í boði núna, sér- staklega eru vinsælar sérhæfðar dagbækur sem nýtast fyrir eitthvað ákveðið,“ segir María Katrín. María Katrín og Brynja létu fyrst prenta 200 eintök af bókinni í lok október og seldust þau strax upp. Fleiri eintök komu rétt fyrir jól og eru til í takmörkuðu upplagi hjá Fit- ness Sport. Eins og staðan er núna lítur allt út fyrir að dagbókin muni að fara í framleiðslu um hver áramót eftirleiðis. Skelltu sér í skóla Eins og áður segir er María Katrín starfandi hárgreiðslunemi og lýkur hún náminu í vor en Brynja er sjúkraliði. Þær ákváðu að skella sér í margmiðlunarhönnun í Borgar- holtsskóla í fyrra þegar tímamót voru í lífi þeirra beggja. „Það frestaðist hjá mér að klára hárgreiðsluna og Brynja datt á leið- inni í ræktina og fékk brjósklos og gat ekki stundað vinnuna sína, þann- ig að við vorum báðar á stað þar sem við vissum ekki alveg hvað við áttum að fara að gera og fórum því í þetta nám. Við erum báðar mjög virkar í ræktinni og það er mikil heilsuefling hér í Neskaupstað svo að Lífsstíls- dagbókin var kannski eðlileg afurð úr því námi,“ segir María Katrín. Stóðu á tímamótum Lífsstílsdagbók Brynja Gunnarsdóttir og María Katrín Ármann.  Fóru í nám og hönnuðu lífsstílsdagbók sem hentar upp- teknum húsmæðrum  Með allt á einum stað í ræktinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.