Morgunblaðið - 05.01.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 05.01.2017, Síða 40
40 FRÉTTIRTækni | Vísindi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Nýtt evrópskt gervihnattaleið- sögukerfi, Galileo, GNSS, vaknaði til lífsins um miðjan síðasta mán- uð, mörgum árum á eftir áætlun. Staðhæft er að það sé skilvirkara og mun nákvæmara en bandarískir og rússneskir keppinautar þess – og muni hafa mjög örvandi áhrif á evrópska tækniþekkingu og ný- væðingu. Er Galileo svar Evrópu við GPS-kerfinu bandaríska og GLONASS-kerfi Rússa. Segir varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, Maros Sefcovic, að mæl- inganákvæmni evrópska kerfisins verði „tífalt“ betri. „Galileo er nákvæmasta gervi- hnattaleiðsögukerfi heims og er orðið að veruleika,“ tilkynnti Elz- bieta Bienkowska, sem fer með iðnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), þegar kerfið (GNSS – sem stendur fyrir Global Satellite Navigation Sys- tem) var tekið í notkun 15. desem- ber sl. Galileo kemur til skjalanna á sama tíma og fólk í ört vaxandi mæli brúkar staðsetningarbúnað ýmiss konar til að finna til dæmis næsta apótek, stystu leiðina milli staða, bíl sinn á bílastæði eða týnda Alzheimers-sjúklinga. Í Galileo-kerfinu eru nú 18 gervihnettir og starfar það ekki með fullum afköstum ennþá, þrátt fyrir að njóta stuðnings gervi- tungla GPS-kerfisins bandaríska. Með fjölgun hnattanna verður evr- ópska kerfið hins vegar öflugra og óháðara öðrum, en gervihnettir þess eru á braut í 23.222 kílómetra hæð yfir jörðu. Miklar tafir og taumlaus kostnaður Að Galileo standa ESB og Geim- ferðastofnun Evrópu (ESA) og segja þau kerfið verða fullskapað árið 2020. Muni það þá bjóða upp á tíma- og staðsetningargögn af áður óþekktri nákvæmni. Kerfið er nefnt eftir ítalska eðlis- og stjörnufræðingnum sem fyrstur manna smíðaði stjörnusjónauka, en hann var uppi á árunum 1564 til 1642. Hann studdi sólkerfis- kenningu Kóperníkusar og var fyrir það dæmdur villutrúarmaður af rannsóknarréttinum. Þegar ákveðið var árið 1999 að ráðast í að koma Galileo-kerfinu upp var kostnaður við það áætl- aður 2,2 til 2,9 milljarðar evra. Gefin voru fyrirheit um að það yrði orðið starfhæft að fullu árið 2008. Margskonar seinkanir hafa hins vegar orðið á því, bæði fjár- hagslegar og tæknilegar. Til að mynda tvö misheppnuð geimskot sem kostuðu verkefnið tvö gervi- tungl árið 2014. Og 17 ár í stað 9 tók að gera það starfhæft. Nú er áætlað að kostnaðurinn við kerfið verði meira en þrefalt það sem upphaflega var talið, eða um 10 milljarðar evra þegar það verður fullskapað árið 2020. Galileo er undir borgaralegri stjórn en rússneska kerfið, GLO- NASS, og hið bandaríska, GPS, lúta stjórn herafla risaveldanna tveggja. Á ólgu- og stríðstímum gæti það leitt til skertrar þjónustu tveggja síðarnefndu kerfanna af hernaðarlegum ástæðum. Geta herstjórnirnar slökkt á þeim eða takmarkað starfsemina, en boðað hefur verið að því verði hætt. Virkar bara í snjallsímum Sem stendur virkar Galileo ein- ungis í snjallsímum og leið- sögutækjum sem búin eru sér- legum örflögum til að taka við merkjum evrópska kerfisins. Það mun standa öllum opið, yfirvöld- um, fyrirtækjum og einstaklingum. Er það fyllilega samvirkt GPS- kerfinu bandaríska en býður upp á nákvæmari og áreiðanlegri stað- setningar, tímamælingar og leið- sögu fyrir notandann. Í samspili við GPS býður evrópska kerfið upp á eftirfarandi ókeypis þjón- ustu: Stuðningur við leit og björgun: Í dag getur tekið margar klukku- stundir að finna týndan mann á sjó eða fjöllum. Aðila sem sendir neyðarkall úr geisla frá Galileo- kerfinu verður hægt að finna fljót- ar þar sem aðeins mun taka um 10 mínútur að staðsetja nákvæmlega hvaðan kallið kemur í stað þriggja stunda áður. Hægt verður að ná merkjum frá stöðum þar sem það hefur ekki verið hægt hingað til, svo sem úr jarðgöngum og hlé- megin við háhýsi, að sögn frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 24. Síðar verður hægt að bæta þjón- ustuna á þann veg að hægt verður að láta hinn týnda vita að hann Galileo vaknar til lífsins  Nokkrum árum á eftir áætlun kviknaði á evrópska gervihnattaleiðsögukerfinu Galileo  Þegar það verður full- skapað árið 2020 mun það bjóða upp á áður óþekkta nákvæmni í staðsetningum, leiðsögu og landmælingum Ljósmynd/ESA Gervihnettir á loft Geimferjunni Ariane 5 með fjóra gervihnetti Galileo-kerfisins innanborðs skotið á loft í geimferðamiðstöð Evrópsku geimferðastofnunarinnar í Frönsku Guiana í fyrra. Ljósmynd/ESA Leiðarvísir Snjallsímar taka við merkjum leiðsögukerfa á borð við Galileo, veita hvers kyns þjónustu og gegna vaxandi hlutverki í daglegu lífi fólks. Sjálfvirkni Galileo býður upp á aukna sjálfvirkni í flutningum á sjó og landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.