Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Við erum þess fullviss að Jeff Sess-
ions muni ekki framfylgja landslög-
um af sanngirni og ýta undir réttlæti
og jafnrétti í Bandaríkjunum,“ segir í
bréfi 1.100 lagaprófessora um gervöll
Bandaríkin, en þeir sendu bréf til
bandaríska þingsins á þriðjudag þar
sem þeir hvöttu til þess að tilnefningu
öldungadeildarþingmannsins Jeff
Sessions í embætti dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna yrði hafnað.
Þetta kemur fram í frétt Washington
Post.
Donald Trump, verðandi forseti
Bandaríkjanna, bað Sessions að taka
við embættinu um miðjan nóvember,
en hann starfaði sem saksóknari áður
en hann tók sæti í öldungadeildinni.
Hann var einn helsti bandamaður
Trumps í kosningabaráttunni.
Ekki eru þó allir á eitt sáttir með
tilnefninguna, en lagaprófessorarnir
1.100 starfa í 170 lagadeildum á há-
skólastigi úr 48 ríkjum, til dæmis
Harvard og Stanford. „Það er aug-
ljóslega fjöldinn allur af lagaprófess-
orum sem líst ekki á blikuna, að Ses-
sions verði dómsmálaráðherra, og
þeir eru tilbúnir að taka opinbera af-
stöðu gegn tilnefningu hans,“ sagði
Robin Walker Sterling, prófessor frá
Háskólanum í Denver, en það tók að-
eins 72 klukkustundir að safna öllum
undirskriftunum.
Í bréfinu eru tiltekin nokkur dæmi
sem rökstyðja eiga afstöðu prófessor-
anna. Sagt er að Sessions hafi áður
sótt þrjá baráttumenn fyrir borgara-
réttindum til saka fyrir kosninga-
svindl árið 1985 ásamt því að styðja
byggingu múrs á landamærum
Bandaríkjanna og leggjast gegn
lagasetningu sem tryggja á réttindi
kvenna og hinsegin fólks.
Sýndi vanþóknun í verki
Bandarísk samtök þeirra sem berj-
ast fyrir jafnrétti svartra hafa einnig
tekið harða afstöðu gegn tilnefningu
Sessions. Samtökin komu einnig í veg
fyrir að hann yrði skipaður alríkis-
dómari árið 1986, en þá var hann tal-
inn of hallur undir kynþáttafordóma.
Samtökin sýndu vanþóknun sína í
verki í þetta sinn og mótmæltu á
skrifstofu Sessions í Texas í gær.
„Samviskan leyfir okkur ekki að
þegja um þetta mikilvæga mál,“ sagði
formaður samtakanna.
Trump studdi Assange
Andstaðan við tilnefninguna stöðv-
aði Trump þó ekki í að taka til við að
tísta í gærdag þegar hann greindi frá
því á samfélagsmiðlinum Twitter að
leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði
frestað fundi þar sem upplýsa átti um
aðkomu Rússa að tölvupóstleka
Demókrataflokksins í forsetakosn-
ingunum. „Kannski þurftu þeir meiri
tíma til að sanna mál sitt. Mjög skrýt-
ið!“ sagði hann á Twitter og ákvað því
næst að taka undir með Julian Ass-
ange, stofnanda Wikileaks, sem einn-
ig hefur dregið hlutverk Rússa í lek-
anum í efa. „Assange... sagði Rússana
ekki hafa veitt honum upplýsingar.“
FBI og CIA hafa þó haldið því
fram að upplýsingunum sem birtar
voru á vefsíðu Wikileaks hafi verið
ætlað að hjálpa Trump að vinna kosn-
ingarnar. Leyniþjónustan brást við
ásökun Trumps og sagði enga töf
hafa orðið á fundinum.
Vilja vernda innflytjendur
Þá hafa yfirvöld í Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum lýst því yfir að þau
muni berjast gegn aðgerðum Trump
hvað varðar brottflutning ólöglegra
innflytjenda. „Við höfum öll heyrt
móðganirnar. Við höfum öll heyrt
lygarnar og við höfum öll heyrt
hótanirnar,“ sagði Anthony Rendon,
forseti ríkisþings Kaliforníu, en hann
er demókrati af mexíkóskum upp-
runa. „Ef þú vilt ná þeim þarftu að
gera það með hjálp okkar,“ voru
skilaboð hans til Trumps.
Trump hefur áður hótað að stöðva
fjárframlög til svokallaðra griða-
borga sem skjóta skjólshúsi yfir ólög-
lega innflytjendur. Finna má hátt í
300 griðaborgir í Bandaríkjunum
sem velja að sækja ólöglega innflytj-
endur ekki til saka fyrir brot á inn-
flytjendalöggjöfinni, en í Kaliforníu
búa um 2,8 milljónir ólöglegra inn-
flytjenda.
Yfir 1.000 prófessorar mótmæla
Tilnefning Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna veldur mikilli ólgu
Donald Trump segir leyniþjónustuna búa til ásakanir á hendur Rússum
AFP
Ólga Sessions var einn helsti bandamaður Trumps í kosningabaráttunni en
mikil andstaða er við tilnefningu hans í embætti dómsmálaráðherra.
Tyrkir sögðu í
gær næstu um-
ferð friðar-
viðræðna vegna
ástandsins í Sýr-
landi vera í
hættu og sökuðu
forseta Sýrlands,
Bashar al-Assad,
um að hafa brot-
ið samkomulag
um vopnahlé sem náðist fyrir milli-
göngu Rússa og Tyrkja í síðustu
viku.
„Ef við hættum ekki þessum stöð-
ugu brotum mistakast friðarumleit-
anirnar,“ sagði Mevlut Cavusoglu,
utanríkisráðherra Tyrkja, en átök
hafa haldið áfram á Wadi Barada,
svæði nálægt höfuðborginni Dam-
askus. Stjórnarherinn hefur gert
árásir á svæðinu til að ná því á sitt
vald því að þar eru helstu vatnsból
borgarinnar. Liðsmenn Hizbollah,
samtaka sjíamúslíma í Líbanon,
taka þátt í árásum hersins.
Utanríkisráðherrann hvatti jafn-
framt Rússa og Írana, sem styðja
Assad, til að knýja sýrlensku stjórn-
ina og Hizbollah til að stöðva árás-
irnar.
SÝRLAND
Tyrkir segja friðar-
viðræður í hættu
Bashar al-Assad
Söngkonan Ja-
net Jackson
eignaðist sitt
fyrsta barn á
þriðjudag en hún
er fimmtug.
Fæðingin gekk
vel að sögn eig-
inmanns hennar,
Wissam Al Mana,
en nýfæddur
sonur þeirra hefur fengið nafnið
Eissa.
Janet Jackson, sem er yngri
systir poppgoðsins Michael Jack-
son, kom mörgum aðdáendum að
óvörum í apríl þegar hún aflýsti
tónleikaferð sinni á þeirri forsendu
að hún og eiginmaðurinn ætluðu
að einbeita sér að fjölskyldunni.
Þunganir af náttúrulegum or-
sökum eru afar óvenjulegar þegar
konur eru komnar yfir miðjan ald-
ur en þær eru þó ekki ómögulegar,
að sögn fréttastofu AFP.
Söngkonan varð vinsæl víða um
heim í kringum árið 1980 þegar
hún gaf út plötur þar sem hún
fléttaði saman popp- og fönk-
tónlist ásamt hip hop-tónlistinni
sem þá var að ná fótfestu.
BANDARÍKIN
Janet Jackson eign-
aðist drenginn Eissa
Janet Jackson
Fleiri en hund-
rað særðust þeg-
ar farþegalest
fór út af sporinu
í Brooklyn í
New York-borg í
gær. Slysið átti
sér stað við Atl-
antic-lestarstöð-
ina í hjarta
hverfisins, að-
eins tæpum fjór-
um mánuðum eftir banvænt lest-
arslys í nágrannaríkinu New
Jersey.
Slysið varð kl. 8.30 að stað-
artíma. Farþegar flykktust út úr
lestinni á meðan reykur fyllti
göngin þar sem hún var.
„Við vorum heppin, þetta hefði
getað verið miklu verra,“ hefur
fréttastofa AFP eftir embættis-
manni á staðnum. Ellefu voru
fluttir á sjúkrahús því þeir áttu
erfitt með gang.
Enginn er í lífshættu eftir slysið
en í lestinni voru um 500 til 600
manns og eru tveir fremstu vagn-
arnir stórskemmdir, að sögn
bandarískra fjölmiðla.
BANDARÍKIN
Hundrað særðir eft-
ir lestarslys í NYC
Slys Enginn far-
þegi er í lífshættu.
Jean-Claude Juncker, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, beitti valdi sínu sem forsætis-
ráðherra Lúxemborgar til þess að
koma í veg fyrir að löggjöf, sem átti
að koma í veg fyrir undanskot fyrir-
tækja frá skatti, liti dagsins ljós.
Þetta kemur fram í gögnum sem
breska blaðið Guardian hefur undir
höndum og greindi frá í vikunni.
Gögnin eru frá Þýskalandi og
fjalla um störf sérstakrar nefndar
Evrópusambandsins, sem ætlað var
að fjalla um skattlagningu á fyrir-
tæki sem störfuðu í mörgum ríkjum
og samræma til þess að koma í veg
fyrir „skaðlega samkeppni“ ríkja
innan sambandsins.
Í skjölunum kemur fram að meiri-
hluti hafi verið innan sambandsins
fyrir hertari löggjöf til þess að koma
í veg fyrir að fyrirtæki flyttu starf-
semi sína á milli ríkja. Lúxemborg
hafi hins vegar verið í fararbroddi
þeirra sem komu í veg fyrir að sam-
staða næðist um það. Þá hefði Lúx-
emborg staðið í vegi fyrir að afstaða
aðildarríkjanna yrði gerð opinber. Á
þeim tíma sem gögnin ná til var
Juncker forsætisráðherra Lúxem-
borgar, auk þess sem hann var fjár-
málaráðherra. Á 18 ára valdatíð
hans breyttist Lúxemborg úr stál-
iðnaðarríki í alþjóðlega fjármála-
miðstöð og er ríkið nú eitt hið auð-
ugasta í heimi.
Juncker hefur áður þurft að svara
fyrir skattastefnu stjórnvalda í Lúx-
emborg meðan hann var þar við
völd, en árið 2014 kom í ljós að land-
ið hafði gengið hart fram við að
bjóða erlendum fyrirtækjum skatta-
ívilnanir.
Í núverandi stöðu sinni í fram-
kvæmdastjórninni hefur Juncker
talað fyrir umbótum á skattalöggjöf
Evrópusambandsins og heitið því að
taka á skattaundanskotum stórfyrir-
tækja á milli ríkja sambandsins.
Segir í frétt Guardian að spurningar
vakni hvort hann sé réttur maður til
þess, í ljósi þess stóra hlutverks sem
hann gegndi áður í Lúxemborg.
sgs@mbl.is
AFP
Ný gögn Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Stóð í vegi fyrir
skattaumbótum
Juncker beitti sér gegn löggjöf ESB
Leitar þú að traustu
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Lífslíkur bílsins margfaldast
ef hugað er reglulega
að smurningu.ENGAR
tímapantanir
MÓTORSTILLING
fylgir fyrirmælum
bílaframleiðanda um
skipti á olíum og síum.
HEFUR OPNAÐ STOFU Í
KLÍNÍKINNI ÁRMÚLA 9
Sérgrein: Bæklunarlækningar
Greining, meðferð, aðgerðir og eftirlit vegna
stoðkerfissjúkdóma og/eða eftirstöðva slysa.
Sérhæfing innan liðskiptaaðgerða.
Tímapantanir í síma: 519 7000
Hjálmar Þorsteinsson,
Sérfræðingur í bæklunarlækningum
Klíníkin Ármúla · Ármúla 9 · 108 Reykjavík · Ísland · www.klinikin.is