Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
...Margur er knár
þótt hann sé smár
Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn
gerir allt það sama og
stærri gerðirnar.
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
Í jólamánuðinum
var áhugaverð um-
fjöllun í þættinum
Sprengisandi á Bylgj-
unni um umhverf-
ismál. Brynhildur
Davíðsdóttir, prófess-
or við Háskóla Ís-
lands, var gestur
þáttarins og ræddi
um umhverfismál og
mikilvægi þess að all-
ir tækju þátt í að huga að því að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda í umhverfinu. Brynhildur lýsti
því á mjög áhugaverðan hátt hvern-
ig ferli í mismunandi starfgreinum
hefðu verið greind með það að
markmiði að draga úr losun óæski-
legra efna í umhverfið, sem er jú
sameiginlegt markmið allra sem
skrifuðu undir Parísarsáttmálann
fyrir nokkrum misserum.
Brynhildur beindi sérstaklega at-
hyglinni að þeirri mengun sem
fylgir því að flytja út ferskan fisk
með flugi. Nefndi hún að 20 sinnum
meiri mengun hlytist af því að
flytja vörur í flugi frá landinu en
með skipum. Taldi Brynhildur að
okkur bæri skylda að velja sjóleið-
ina í fiskútflutningi þegar þess væri
kostur.
Undirritaður, sem gegnir stöðu
framkvæmdastjóra Icelandair
Cargo, sem flytur stærstan hluta
þess fisks sem fer í flugi til og frá
landinu, var nokkuð brugðið við
þessa fullyrðingu. Að mínu mati
gætir nokkurs misskilnings um það
hvernig að þessum flutningum er
staðið.
Frá Keflavíkurflugvelli fara rúm-
lega 30.000 tonn af ferskum fiski á
erlenda markaði á þessu ári og hef-
ur orðið töluverð aukning þar á
undanfarið. Langstærstur hluti
þessa fisks fer á markað með far-
þegaflugvélum sem fljúga til og frá
landinu óháð því hvort fiskur er um
borð eða ekki. Með öðrum orðum,
staðreyndin er að megnið af þeim
ferska fiski sem fer frá Keflavík-
urflugvelli í flugi skilur eftir sig af-
ar litla viðbótar kolefnismengun,
því útblástur flugvélarinnar breyt-
ist lítið, sama hvort fiskurinn fer
með eða ekki.
Við sem stöndum í
þessum flutningum
gerum okkur full-
komlega grein fyrir
mikilvægi þess að
vörur frá Íslandi beri
sem minnst kolefn-
isspor. Ferskur ís-
lenskur fiskur hefur
sterka ímynd sem lýt-
ur að gæðum, fersk-
leika og hreinu um-
hverfi vörunnar. Það
er því mjög mikilvægt
að flutningskeðjan
styðji og styrki þá ímynd og að
sneitt sé hjá óþarfa meng-
unarvöldum, umhverfisins vegna.
Icelandair Cargo hefur þess vegna
nýtt sér stöðugan vöxt á farþega-
kerfi Icelandair til þess að sækja
lengra inn á markaði með vöruna,
til þess að stytta ferðatíma fisksins.
Það skilar sér í ferskari vöru og
ekki síst í litlu kolefnisspori vegna
nýtingar á plássi í flugvélum sem
fara hvort sem er. Svo má ekki
gleyma að með því að fljúga vör-
unni beint á þann markað sem hún
er seld á styttast landflutningar
verulega sem enn dregur úr kolefn-
isspori vörunnar.
Allir eru sammála um að milli-
landaflug er nauðsynlegur hluti af
daglegu lífi fólks sem býr á eyju á
miðju Atlantshafi. Ísland er ekki
byggilegt án blómlegra millilanda-
viðskipta og framboð á farþegaflugi
til og frá Íslandi mun vonandi
aukast áfram, enda er það ein af
forsendum hagvaxtar, aukinna við-
skipta og menningarlegra tengsla
Íslands við umheiminn. Það er á
ábyrgð okkar sem fljúgum til og
frá landinu að halda mengun í lág-
marki. Icelandair Group hefur
mjög skýra stefnu í þessum málum.
Markvisst hefur verið unnið í því
að draga úr eldsneytisnotkun flug-
vélanna með ýmsum aðgerðum sem
of langt mál væri að fara í gegnum
hér. Nýlega fékk félagið ISO14001
vottun, þar sem erlendur vottunar-
aðili taldi félaginu til hróss hversu
mikið hefði áunnist í að minnka kol-
efnisspor í flutningi á ferskum fiski!
Þegar horft er til losunar gróð-
urhúsalofttegunda í matvælafram-
leiðslu get ég fullyrt að fiskur
veiddur á Íslandsmiðum og er flutt-
ur á markaði í Evrópu og til N-
Ameríku er vara með lítið kolefn-
isspor. Það gildir þegar miðað er
við fisk frá samkeppnislöndum, svo
ekki sé talað um aðra prótíngjafa
eins og t.d. nauta- og svínakjöt.
Starfsmenn Sjávarklasans unnu ný-
verið skýrslu um kolefnisspor sem
fylgir fiski sem veiddur er við Ís-
landsstrendur og fluttur í flugi á
erlenda markaði. Þar kom í ljós að
fiskurinn frá Íslandi skildi eftir sig
minna kolefnisspor en fiskur keyrð-
ur í flutningabílum frá Noregi á
markað í Evrópu. Kolefnisspor
þessa fisks er minna þegar hann
var fluttur í fraktvélum frá Íslandi
og miklu minna þegar hann var
fluttur í farþegavélum. Varan var
líka borin saman við aðra matvöru
og var hún í hópi þeirra 10% vara
sem skildu eftir sig minnst kolefn-
isspor.
Það má því fullyrða að íslenskur
fiskur sem fluttur er á markað í
flugi frá Íslandi skilur eftir sig lítið
kolefnisspor í öllum sanngjörnum
samanburði. Lítið kolefnisspor og
sú staðreynd að við fljúgum vör-
unni inn á markað á skemmri tíma
en allir aðrir geta gert, gerir ís-
lensku vöruna einstaka. Við nýtum
okkur leiðarkerfi Icelandair til að
hámarka gæði vörunnar sem jafn-
framt eykur verðmæti hennar.
Þetta eigum við að tala um á já-
kvæðan og uppbyggilegan hátt en
ekki mála þetta ferli dökkum litum
sem það á ekki skilið. Við hjá Ice-
landair Cargo erum boðin og búin
til að upplýsa alla sem vilja um
þetta einstaka tækifæri sem hefur
skapast í flutningakeðju á íslensk-
um ferskum fiski á markaði erlend-
is. Verðmætaaukning í ferskum
fiski fluttum flugleiðis frá landinu
er alltaf að aukast og skiptir miklu
máli fyrir íslenskt þjóðarbú.
Ferskur fiskur í flugi
Eftir Gunnar Má
Sigurfinnsson » Fiskur veiddur á Ís-
landsmiðum og flutt-
ur á markaði í Evrópu
og til N-Ameríku er
vara með lítið kolefn-
isspor.
Gunnar Már
Sigurfinnsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Icelandair Cargo.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Nýlegur dómur
Hæstaréttar vegna
samkeppnislagabrota
starfsmanna Húsa-
smiðjunnar og Byko
er sögulegur, því þetta
var í fyrsta sinn sem
einstaklingar hér á
landi eru látnir bera
ábyrgð á samkeppnis-
lagabrotum sínum.
Hingað til hafa fjöl-
mörg fyrirtæki fengið
sektir hjá Samkeppniseftirlitinu,
margar hverjar himinháar, en fólk-
ið á bak við brotin alltaf sloppið.
Ég hef lengi talað fyrir því að
öflugasta verkfærið sem við gætum
beitt til að koma í veg fyrir sam-
keppnislagabrot sé einmitt þetta –
að gera einstaklinga ábyrga fyrir
gjörðum sínum. Því miður hefur
verið alvarlegur misbrestur á því
hingað til.
Ökumaðurinn ábyrgur,
ekki bíllinn
Hvers vegna skiptir þetta máli?
Það er einfaldast að nota samlík-
inguna við bíl sem ekið er yfir á
rauðu. Það er að sjálfsögðu öku-
maðurinn sem ræður því en ekki
bíllinn og það er því eðlilega öku-
maðurinn sem ber ábyrgð á akstr-
inum. Að sama skapi eru það ekki
sjálf fyrirtækin sem stunda athæfi
sem stangast á við
samkeppnislög heldur
stjórnendur og starfs-
fólk þeirra og þeir
ættu því að bera
ábyrgð á gjörðum sín-
um rétt eins og bíl-
stjórinn.
Raunin hefur hins
vegar ekki verið sú. Í
flestum málum þar
sem Samkeppniseft-
irlitið hefur sektað
fyrirtæki fyrir sam-
keppnislagabrot hafa
stjórnendur þeirra
getað samið um afslátt af sektum
gegn því að gangast við hluta brot-
anna. Um leið hefur Samkeppn-
iseftirlitið fallið frá því að vísa mál-
unum til ákæruvaldsins og þannig
eru starfsmenn sem bera ábyrgð –
oftast stjórnendur – lausir allra
mála.
Er það eðlileg málsmeðferð?
Hvaða umboð hefur Samkeppn-
iseftirlitið til að leyfa hinum brot-
legu að sleppa svona auðveldlega?
Það má alveg færa rök fyrir því að
Samkeppniseftirlitið eigi að geta
samið um sektir gegn viðurkenn-
ingu brota til að auðvelda því að
loka málum, en sömu rök gilda ekki
fyrir því að sleppa einstaklingum
undan ábyrgð á lögbrotum. Svo
notuð sé samlíkingin við umferð-
arlagabrotið, þá er þetta sambæri-
legt við að ef bílstjóri játar að bíll-
inn hans hafi farið yfir á rauðu, þá
verði sekt bílsins lækkuð í kjölfarið
og bílstjórinn leystur undan allri
ábyrgð. Þetta hljómar fáránlega,
en svona hefur verið farið með
samkeppnislagabrot fram að þessu.
Það er ekki að undra að slík brot
hafi verið landlægt vandamál síð-
ustu áratugi.
FME hunsar hæfisreglur
Þetta skiptir sérstaklega máli í
fjármálageiranum, þar sem sam-
keppnislagabrot hafa verið hvað al-
gengust síðustu árin og gríðarháar
sektir verið lagðar á helstu fjár-
mála- og kortafyrirtæki. Sam-
kvæmt lögum um fjármálafyrirtæki
mega stjórnendur þeirra ekki hafa
orðið brotlegir við lög, m.a. sam-
keppnislög, til að vera hæfir til að
sinna störfum sínum. Því leita þeir
allra leiða til að semja við Sam-
keppniseftirlitið um að senda ekki
mál sem tengjast brotum þeirra til
ákæruvaldsins – því ef þeir yrðu
dæmdir sekir gætu þeir ekki starf-
að áfram. Þannig hafa þeir samið
reglulega um sektir til handa fyr-
irtækjum sínum, en geta sjálfir
haldið áfram að leita nýrra leiða til
að brjóta samkeppnislög.
Það sem kemur kannski mest á
óvart er linkind Fjármálaeftirlits-
ins í þessum málum. Fyrir rúmu
ári sendi ég erindi til FME þar sem
ég fór fram á að hæfi stjórnenda
fjármálafyrirtækja yrði tekið til at-
hugunar vegna samkeppn-
islagabrota. Fjármálaeftirlitið hef-
ur enn sem komið er ekkert
aðhafst. Svo virðist sem forsvars-
mönnum FME þyki ekkert at-
hugavert við það að Samkeppn-
iseftirlitið komi ítrekað í veg fyrir
framgang réttvísinnar og bjargi
brotamönnum frá því að verða sótt-
ir til saka. Þar innandyra þekkir
starfsfólk ósköp vel tilgang og inn-
tak laganna um hæfi stjórnenda
fjármálafyrirtækja en stendur
verklaust hjá þegar farið er með
þessum hætti á svig við lögin með
mjög einbeittum og augljósum
hætti. Hver er ástæðan? Finnst
þeim þetta bara allt í lagi? Eða þor-
ir FME ekki að setja sig upp á móti
fjármálafyrirtækjunum?
Ef hvorki Samkeppniseftirlitið
né Fjármálaeftirlitið taka á þessum
málum, er þá ekki kominn tími til
að löggjafinn grípi inn í? Varla fer
það vel í alþingismenn að svo aug-
ljóslega sé farið á svig við lög um
fjármálafyrirtæki? Það ætti að vera
forgangsmál nýkjörins Alþingis að
stoppa upp í þau göt samkeppn-
islaganna og laga um fjármálafyr-
irtæki sem tryggja síbrotamönnum
samkeppnislaganna áframhaldandi
stjórnunarstöður hjá stærstu fjár-
málafyrirtækjum landsins.
Gilda önnur lög um stjórn-
endur fjármálafyrirtækja?
Málið er einfalt: Það á að taka
með sama hætti á stjórnendum
fjármálafyrirtækja og tekið var á
starfsmönnum Byko og Húsasmiðj-
unnar. Þeir eiga ekki að geta við-
urkennt lögbrot, sumir jafnvel oft,
og þar með sloppið við dóma. Það
er ekki eðlilegt að í trássi við lög
um fjármálafyrirtæki starfi for-
stjórar margra fjármálafyrirtækja
ennþá þrátt fyrir að hafa staðið að
samkeppnislagabrotum og við-
urkennt það.
Yfirvöld þurfa að taka sig saman
í andlitinu og laga þetta furðulega
ástand sem hefur ríkt alltof lengi.
Eiga stjórnendur fjármálafyrir-
tækja að geta samið sig frá refs-
ingu fyrir lögbrot? Viljum við hafa
síbrotamenn við stjórnvölinn hjá
stærstu fjármálafyrirtækjum
landsins?
Dæmum líka forstjóra fjármálafyrirtækjanna
Eftir Jóhannes Inga
Kolbeinsson » Í flestum málum þar
sem Samkeppniseft-
irlitið hefur sektað fyr-
irtæki fyrir samkeppn-
islagabrot hafa
stjórnendur þeirra get-
að samið um afslátt af
sektum gegn því að
gangast við hluta brot-
anna. Jóhannes Ingi Kolbeinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
KORTA.