Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 54
Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra. Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir uppþvottavél. Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin tækifærisgjöf eða í matarboðið. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun HUGSAÐUM heilsuna Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S ú tíð virðist liðin að kraðak myndist á líkamsrækt- arstöðvunum í janúar. Þröstur Jón Sigurðsson segir að aðsóknin dreifist núna mun jafnar yfir árið og er reglu- leg hreyfing orðin hluti af daglegu lífi stórs hóps fólks frekar en að tak- markast við stutt átakstímabil. Þröstur er eigandi Sporthússins í Kópavogi og Reykjanesbæ og rekur að auki Bootcamp- og Crossfit-- stöðvar. Hann segir að vissulega sjá- ist fleiri ný andlit í æfingatímum og í tækjasölunum á ákveðnum tímum árs og fækki lítillega yfir hásumarið og prófatörn skólanna. „En í stað þess að gefast upp á átakinu eftir nokkrar vikur eða mánuði tekst fólki að halda þessari lífsstílsbreytingu gangandi.“ Gott að æfa með öðrum Spurður hvaða breytingar megi greina í líkamsræktaráherslum Ís- lendinga segir Þröstur að meiri ásókn sé í skipulagða hópatíma, hvort sem um sé að ræða Bootcamp og Crossfit eða æfinga- og íþróttatíma hjá Sport- húsinu. „Fólk vill greinilega þjálfun í góðum félagsskap þar sem hver og einn getur sett sér skýr og skilgreind markmið. Að vera hluti af hópi skapar líka ákveðið aðhald og minnkar lík- urnar á að fólk freistist til að skrópa,“ segir Þröstur og notar tækifærið til að leiðrétta útbreiddan misskilning um að æfingakerfi Crossfit og Boot- camp séu ekki nema fyrir allra hraustasta fólk. „Sumir halda að þeir geti ekki byrjað á þannig nám- skeiðum án þess að vera í góðu formi fyrir, en það er kolrangt. Þaulvanir þjálfararnir taka vel á móti fólki og hjálpa hverjum og einum að haga æf- ingunum í samræmi við getu.“ Breytingar virðast líka vera að eiga sér stað í tækjasalnum. Segir Þröstur að fræðin bendi núna til þess að bestu þjálfunina sé að fá með því að lyfta lóðum og ketilbjöllum frekar en að nota æfingatæki sem halda lík- amanum í föstum hreyfiferlum. „Ólympískar lyftingar og þess háttar æfingar þýða að verið er að reyna á fleiri vöðva líkamans og með hreyf- ingu sem er náttúrulegri.“ Raunhæf markmið Marga dreymir um að koma lík- amanum í betra form, stæla vöðvana, minnka mittismálið og styrkja hjarta og lungu um leið. En það getur verið auðvelt að gefast upp, sérstaklega á fyrstu metrunum. „Fyrstu fjórar til átta vikurnar eru yfirleitt erfiðastar en þegar búið er að komast yfir þann þröskuld fara æfingarnar að verða léttari,“ segir Þröstur, en hann lumar á nokkrum góðum ráðum sem ættu að gagnast þeim sem vilja komast á hreyfingu eftir langt rólegheita- tímabil: „Gott er að byrja ekki af of miklu kappi, heldur fara af stað á þeim hraða sem líkaminn ræður raunveru- lega við. Er lítið á því að græða að gefa sig allan í krefjandi æfingar í eina viku ef útkoman er að vera hér um bil rúmfastur af verkjum og þreytu næstu vikuna á eftir. Óraun- hæf markmið eru ein öruggasta leiðin til að gefast upp og hætta.“ Einnig er mikilvægt, að sögn Þrastar, að hafa gaman af hreyfing- unni. Fólk eigi að leita að líkamsrækt sem því þykir skemmtileg og t.d. vera ófeimið við líflega hópatíma líkams- ræktarstöðvanna. „Vönduð leiðsögn þjálfara getur líka hjálpað þegar ver- ið er að byrja og þá er ýmist hægt að kaupa þjónustu einkaþjálfara eða velja líkamsræktarstöð með hærra þjónustustig, eins og Sporthúsið Gull þar sem þjálfarar eru alltaf til taks fyrir viðskiptavini. Einkaþjálfararnir geta m.a. aðstoðað við að skipuleggja æfingakerfi og kennt fólki að fram- kvæma æfingarnar rétt.“ Umfram allt segir Þröstur að mæla eigi árangurinn af hreyfingunni út frá líðan líkama og sálar, frekar en hvaða tölur birtast á baðherbergisvoginni eða hvort buxurnar virðast víðari um mittið. „Regluleg hreyfing snýst fyrst og fremst um vellíðan og heilbrigði.“ Ekki fara of hratt af stað  Ef stefnan er sett á líkamsræktina á nýju ári þarf að passa að hreyfingin sé viðráðanleg og skemmtileg  Fyrstu fjórar til átta vikurnar eru erfiðastar en svo venst líkaminn hreyfingunni Morgunblaðið/Eggert Grunnur Vönduð leiðsögn getur komið fólki á rétta sporið í heilsuátaki.Breyting Þröstur segir best að mæla áhrif hreyfingar í aukinni vellíðan frekar en í kílóum og sentimetrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.