Morgunblaðið - 05.01.2017, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
60PLÚS
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090.
Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson
Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing
6viknanámskeið fyrir 60 ára ogeldri hefstmánudaginn 9. janúar.
Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð,
styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.
Verð: 26.900 kr.
Innifalið:Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.
Tímar kl. 13.00 alla dagana
Mánudaga,miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógrammhjá þjálfara í sal - frjálsmæting
Mánudaginn 16. janúar verður fyrirlestur umnæringu fyrir fólk 60 ára og eldri.
HUGSAÐUMHEILSUNA
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
O
ft vill það fylgja upphafi
nýs árs að ráðast í
naflaskoðun og leggja á
það mat hvaða ósiði
væri gott að losna við til
að leggja grunn að betra lífi. Oft
hafa áramótaheitin eitthvað að
gera með mataræðið, og margir
strengja þess heit að t.d. drekka
minna gos,
fækka ferðunum
í ísbúðina eða
jafnvel gera
metnaðarfullt
átak þar sem á
að láta aukakíló-
in hverfa áður en
bíkíní-mán-
uðirnir ganga í
garð.
En að breyta
mataræðinu er
hægara sagt en gert og margir
reka sig á að allar þær ráðlegg-
ingar um mat og næringu sem
finna má í dagblöðum, tímaritum
og á vefsíðum geta stangast á, og
passa ekki alltaf við það sem okkur
var kennt í skóla. Er erfitt að vita
hverju á að trúa.
Hversu litlu þarf að breyta?
Ingibjörg Gunnarsdóttir er pró-
fessor í næringarfræði við Háskóla
Íslands og segir hún að yfirleitt sé
ekki auðvelt að breyta mataræðinu,
og því erfiðara sem breytingarnar
eru meiri. „Frekar en að eltast við
strangan kúr sem kallar á veru-
legar breytingar á mataræði gæti
því reynst betur að skoða hvernig
matur er nú þegar á borðum, hvað
megi helst betur fara og gera litlar
en góðar breytingar sem líklegt er
að muni endast,“ segir Ingibjörg og
bætir við að það geti breytt miklu
að taka einfaldlega frá meiri tíma
fyrir matarinnkaup og matargerð.
„Að forgangsraða tímanum þannig
að sinna megi innkaupunum og
eldamennskunni betur er kannski
sniðugsta áramóta heitið sem fólk
getur valið, enda tímaskorturinn
ein af ástæðum þess að við leitum í
óhollari matvæli.“
Heilt á litið virðist mataræði Ís-
lendinga hafa batnað jafnt og þétt.
Kannanir sýna að hinn dæmigerði
Íslendingur borðar mun hollari mat
í dag en hann gerði fyrir tuttugu
eða þrjátíu árum. „Mikil vitund-
arvakning hefur átt sér stað bara á
síðustu árum og vaxandi hópur
fólks leggur á það áherslu að borða
mikið af náttúrulegum og lítið unn-
um mat. Íslendingar eru nokkuð
duglegir að neyta ávaxta en mættu
borða töluvert meira af grænmeti
og t.d. bæta baunaréttum inn í mat-
aræðið, en baunir eru góðir pró-
teingjafar. Þrátt fyrir framfarirnar
fáum við svo enn allt of mikið af
heildarorkunni úr ruslfæði, s.s.
gosdrykkjum, sælgæti, kökum og
kexi.“
Finnum áhrifin á
okkur sjálfum
Aðspurð hvað sé brýnast að laga
í mataræðinu, eða hvernig best sé
að temja sér hollari matarvenjur,
segir Ingibjörg að vandasamt sé að
gefa almenn ráð enda þarfir, venjur
og markmið fólks mjög mismun-
andi. Það geti t.d. hentað sumum
betur að borða sætindi og skyndi-
bita í hóflegu magni, frekar en að
reyna að sleppa þess háttar mat al-
farið. Sömuleiðis er mjög persónu-
bundið hvernig ólíkar matarteg-
undir hafa áhrif á fólk: „Við finnum
það best á okkur sjálfum hvaða
matur það er sem lætur okkur líða
vel og gefur okkur þá orku sem við
þurfum fyrir leik og störf. Kannski
eru bestu ráðin sem gefa má fólki
um mataræði, að fylgja tilmælum
brasilískra manneldisviðmiða sem
mæla með því að njóta matar í góð-
um félagsskap og borða þann mat
sem okkur líður vel af.“
Þessu tengt segir Ingibjörg t.d.
allan gang á því hvenær fólki þyki
best að matast klukkutímana fyrir
og eftir heilsurækt. Hún kannast
við alls kyns þumalputtareglur í
Miklar breytingar á mataræði eru erfiðar
Íslendingar mættu flestir borða meira af grænmeti en landsmenn eru duglegir að borða ávextina sína
Fyrst ætti að reyna að borða náttúrulegan og lítið unninn mat frekar en að fara beint í fæðubótarefnin
Morgunblaðið/Ásdís
Forgangsröðun Ingibjörg mælir með að fólk reyni að gefa sér meiri tíma í innkaupin og eldamennskuna. Oft er það
út af tímaskorti að okkur hættir til að leita í óhollari mat sem getur verði fljótlegt að kaupa og elda.
Ingibjörg
Gunnarsdóttir