Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 65
ótaldar allar upphituðu nátt-
úrulaugarnar landið um kring, sem
eru ófáar. Ég nefni sem dæmi
gömlu náttúrulaugina á Flúðum, en
það er geggjað að fljóta þar.“
En þá vaknar spurningin – hver
er munurinn á því að fljóta og ein-
faldlega að liggja á bakinu?
Gyða Dís er fljót til svars.
„Þegar líkaminn flýtur fær
hryggsúlan algera hvíld. Það er
ekkert álag á hana. Þegar við liggj-
um, í rúmi eða á gólfi eða hvar sem
er, er alltaf eitthvað álag á hrygg-
súluna. Þegar líkaminn er umluk-
inn vatni er álagið ekkert. Það er
einfaldlega mjög mikilvæg hvíld.“
bætir Gyða við. „Hitt er annað mál
að sumir ná ekki að einbeita sér og
slaka á í flotinu. Þeir hafa kannski
einfaldlega ekki eirð í sér til að
fljóta hreyfingarlausir. Eða þá að
þeir afbera ekki möguleikann á að
rekast í annað fólk í samflotinu,
jafnvel þótt það sé laust og enginn
kippi sér upp við slíkt. En sumir
hafa þetta ekki í sér, frekar en í
jóga svo dæmi sé tekið, og gefast
bara upp. Sem er synd því þetta er
alla jafna fólkið sem helst þyrfti á
floti og slökun að halda. Flestir
tengja hins vegar við þetta fljótt og
vel, enda er það svo að um leið og
þú leggst í vatnið hægir á huganum
og þú ferð að anda; þá kemur slök-
unin eiginlega sjálfkrafa.
Fjölþætt jákvæð áhrif
Að sögn Gyðu Dísar liggja rann-
sóknir fyrir um jákvæð áhrif flots.
Fyrir liggur meðal annars að
vöðvaspenna minnkar, blóðþrýst-
ingur lækkar og hjartsláttur hægist
þegar líkaminn nær hægt og rólega
djúpri slökun í flotinu. Slökun í floti
hvílir líkamann og endurnærir þar
af leiðandi margfalt á við hefðbund-
inn svefn. „Þegar ég er með sam-
flotið er það klukkan sjö á morgn-
ana. Við byrjum því daginn á því að
fljóta og fyrir bragðið verður dag-
urinn undraverður. Þú ferð einfald-
lega slakur og endurnærður inn í
daginn. Flotið gefur orku sem dug-
ar fram eftir deginum og áhrifin
eru í einu orði sagt undraverð.“
Af öðrum áhrifum nefnir Gyða að
svefninn verður betri, ekki síst ef
farið er í flot að kvöldi. Flotið eyk-
ur líka bæði sköpunarkraft sem og
einbeitinguna, getur dregið úr sí-
þreytu og kemur jafnvægi á efna-
skipti líkamans.
„Við þurfum svo mikið á því að
halda að draga okkur niður því við
eru flest svolítið hátt uppi dags
daglega,“ útskýrir Gyða. „Það þarf
að toga fólk niður. Svo er flotið ein-
faldlega verkjastillandi. Ég er með
einn sem er bakveikur og getur þar
af leiðandi aldrei sofið heila nótt
því hann getur einfaldlega ekki leg-
ið svo lengi kyrr í rúminu. En í
flotinu fær hann hvíld út í alla liði
því hryggjarsúlan fær svo góða og
algera hvíld. Flotið gerir gigt-
arsjúklingum líka gott og í raun öll-
um þeim sem þjást af verkjum.“
Þeim sem vilja kynna sér sam-
flotið með Gyðu Dís nánar skal
bent á heimasíðu hennar,
shreeyoga.is.
Endurnærð Gyða Dís á floti í gömlu náttúrulauginni á Flúðum. Einstök
stund og endurnærandi, að hennar sögn.
Slökun Gyða Dís bendir á að kjörið sé að bregða sér á flot í einni af hinum
fjölmörgu upphituðu sveitalaugum landið um kring.
Morgunblaðið/Golli
Gæðastund á floti „Við byrjum því daginn á
því að fljóta og fyrir bragðið verður dag-
urinn undraverður. Þú ferð einfaldlega slak-
ur og endurnærður inn í daginn. Flotið gefur
orku sem dugar fram eftir deginum og áhrif-
in eru í einu orði sagt undraverð.“
65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
súrdeigsbrauðin okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Vorönn 2017
• TUNGUMÁL
• ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
Islandzki dla audzoziemców
Icelandic as a second language
• TÓNLIST
• FJARNÁM VIÐ HÁSKÓLANN
Á AKUREYRI
• DAGFORELDRANÁMSKEIÐ
– Réttindanámskeið
og símenntun
Nánari upplýsingar í síma
585-5860 og á www.nhms.is