Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 65
ótaldar allar upphituðu nátt- úrulaugarnar landið um kring, sem eru ófáar. Ég nefni sem dæmi gömlu náttúrulaugina á Flúðum, en það er geggjað að fljóta þar.“ En þá vaknar spurningin – hver er munurinn á því að fljóta og ein- faldlega að liggja á bakinu? Gyða Dís er fljót til svars. „Þegar líkaminn flýtur fær hryggsúlan algera hvíld. Það er ekkert álag á hana. Þegar við liggj- um, í rúmi eða á gólfi eða hvar sem er, er alltaf eitthvað álag á hrygg- súluna. Þegar líkaminn er umluk- inn vatni er álagið ekkert. Það er einfaldlega mjög mikilvæg hvíld.“ bætir Gyða við. „Hitt er annað mál að sumir ná ekki að einbeita sér og slaka á í flotinu. Þeir hafa kannski einfaldlega ekki eirð í sér til að fljóta hreyfingarlausir. Eða þá að þeir afbera ekki möguleikann á að rekast í annað fólk í samflotinu, jafnvel þótt það sé laust og enginn kippi sér upp við slíkt. En sumir hafa þetta ekki í sér, frekar en í jóga svo dæmi sé tekið, og gefast bara upp. Sem er synd því þetta er alla jafna fólkið sem helst þyrfti á floti og slökun að halda. Flestir tengja hins vegar við þetta fljótt og vel, enda er það svo að um leið og þú leggst í vatnið hægir á huganum og þú ferð að anda; þá kemur slök- unin eiginlega sjálfkrafa. Fjölþætt jákvæð áhrif Að sögn Gyðu Dísar liggja rann- sóknir fyrir um jákvæð áhrif flots. Fyrir liggur meðal annars að vöðvaspenna minnkar, blóðþrýst- ingur lækkar og hjartsláttur hægist þegar líkaminn nær hægt og rólega djúpri slökun í flotinu. Slökun í floti hvílir líkamann og endurnærir þar af leiðandi margfalt á við hefðbund- inn svefn. „Þegar ég er með sam- flotið er það klukkan sjö á morgn- ana. Við byrjum því daginn á því að fljóta og fyrir bragðið verður dag- urinn undraverður. Þú ferð einfald- lega slakur og endurnærður inn í daginn. Flotið gefur orku sem dug- ar fram eftir deginum og áhrifin eru í einu orði sagt undraverð.“ Af öðrum áhrifum nefnir Gyða að svefninn verður betri, ekki síst ef farið er í flot að kvöldi. Flotið eyk- ur líka bæði sköpunarkraft sem og einbeitinguna, getur dregið úr sí- þreytu og kemur jafnvægi á efna- skipti líkamans. „Við þurfum svo mikið á því að halda að draga okkur niður því við eru flest svolítið hátt uppi dags daglega,“ útskýrir Gyða. „Það þarf að toga fólk niður. Svo er flotið ein- faldlega verkjastillandi. Ég er með einn sem er bakveikur og getur þar af leiðandi aldrei sofið heila nótt því hann getur einfaldlega ekki leg- ið svo lengi kyrr í rúminu. En í flotinu fær hann hvíld út í alla liði því hryggjarsúlan fær svo góða og algera hvíld. Flotið gerir gigt- arsjúklingum líka gott og í raun öll- um þeim sem þjást af verkjum.“ Þeim sem vilja kynna sér sam- flotið með Gyðu Dís nánar skal bent á heimasíðu hennar, shreeyoga.is. Endurnærð Gyða Dís á floti í gömlu náttúrulauginni á Flúðum. Einstök stund og endurnærandi, að hennar sögn. Slökun Gyða Dís bendir á að kjörið sé að bregða sér á flot í einni af hinum fjölmörgu upphituðu sveitalaugum landið um kring. Morgunblaðið/Golli Gæðastund á floti „Við byrjum því daginn á því að fljóta og fyrir bragðið verður dag- urinn undraverður. Þú ferð einfaldlega slak- ur og endurnærður inn í daginn. Flotið gefur orku sem dugar fram eftir deginum og áhrif- in eru í einu orði sagt undraverð.“ 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Vorönn 2017 • TUNGUMÁL • ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA Islandzki dla audzoziemców Icelandic as a second language • TÓNLIST • FJARNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI • DAGFORELDRANÁMSKEIÐ – Réttindanámskeið og símenntun Nánari upplýsingar í síma 585-5860 og á www.nhms.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.