Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
✝ BjarniKristjánsson
fæddist í Neðri-
Hjarðardal í Dýra-
firði 19. nóvember
1934. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eyri á Ísafirði
20. desember 2016.
Foreldrar hans
voru Kristján Þ.
Davíðsson, f. 9.
apríl 1889, d. 21.
október 1970, og Magðalena
Össurardóttir, f. 14. desember
1893, d. 27. maí 1988. Systkini:
Davíð Halldór, f. 20. mars 1930,
d. 12. júlí 2014, tvíburi Davíðs
dó óskírður, Valgerður, f. 19.
júní 1931, Kristín, f. 4. desem-
ber 1932.
Bjarni kvæntist 2. apríl 1956,
Marý Karlsdóttur, f. 20. október
1935, d. 31. mars 2012.
Börn: 1) Elín Guðný, f. 3. jan-
úar 1956, maki Jón Baldursson,
f. 23. desember 1954. Börn: a)
Ragnheiður Ragnarsdóttir, f.
13. ágúst 1974, sambýlismaður
Guðmundur Þ. Gunnarsson, f.
15. janúar 1976, dætur: Elín-
borg, f. 30. janúar 2003, Kristín,
f. 27. júní 2006. b) Jón Bjarni, f.
8. ágúst 1985. c) Magni Rafn, f.
1. maí 1987, maki Hugrún Ösp
Ingibjartsdóttir, f. 28. júní 1989,
börn: Klara Dís, f. 25. júlí 2011,
Bjarmi Rafn, f. 5. febrúar 2013.
2) Guðrún Sigríður, f. 10. októ-
ber 1957, maki Halldór J. Eg-
maki Sigurður Freyr Krist-
insson, f. 29. nóvember 1987.
Börn: Rósbjörg Edda Rúnars-
dóttir, f. 17. júní 2003, Þórir
Karl, f. 29. ágúst 2009, Þórður
Atli, f. 13. janúar 2014, Kristinn
Ísak, f. 27. maí 2015. b) Blómey
Ósk Karlsdóttir, f. 1. október
1994, sambýlismaður Ásgeir H.
Þrastarson, f. 8. nóvember
1988. 5) Jóhannes Oddur, f. 30.
ágúst 1962, maki Eva Rós Vil-
hjálmsdóttir, f. 24. október
1971. Börn: a) Aníta, f. 17. nóv-
ember 1995, sambýlismaður
Halldór Kári Sigurðarson, f. 9.
febrúar 1995. b)Birgitta Karen,
f. 8. maí 2000. c) Kári, f. 4. októ-
ber 2001. 6) Anna Katrín, f. 16.
desember 1971, maki Jónas Þór
Birgisson, f. 24. mars 1972.
Börn: a) Þórólfur Marel, f. 1.
desember 1995. b) Magðalena, f.
4. janúar 1998. c) Bjarni Pétur
Marel, f. 26. mars 2000. d) Anna
Marý, f. 24. janúar 2005.
Bjarni ólst upp í Neðri-Hjarð-
ardal, fór í Héraðsskólann að
Núpi og svo í Búnaðarskólann á
Hvanneyri þar sem hann kynnt-
ist konu sinni Marý, þau hófu
1956 félagsbúskap að Neðri-
Hjarðardal með foreldrum
Bjarna og föðurbróður Jóhann-
esi Davíðssyni. Bjarni og Marý
bjuggu í Neðri-Hjarðardal til
ársins 1982. Þá fluttu þau til
Þingeyrar og vann Bjarni þar
við ýmis verkamannastörf. Þau
fluttu á Hlíf 1 á Ísafirði 2007.
Síðustu tvö árin dvaldi Bjarni á
öldrunardeild sjúkrahússins á
Ísafirði og síðan hjúkrunar-
heimilinu Eyri.
Útförin fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju í dag, 5. janúar 2017,
klukkan 13.
ilsson, f. 15. mars
1953. Börn: a) S.
Eirný Sveinsdóttir,
f. 18. apríl 1979,
sambýlismaður
Hallgrímur M. Þor-
leifsson, f. 23. des-
ember 1973, hans
börn: Sunneva, f. 7.
maí 2005, og Sölvi,
f. 19. nóvember
2008. b) Egill Hall-
dórsson, f. 7. ágúst
1982, sambýliskona Hjördís Ósk
Harðardóttir, f. 30. ágúst 1982,
dóttir: Aðalheiður Daðey, f. 17.
janúar 2008. c) Bjarney, f. 29.
apríl 1985. d)Vigdís Pála, f. 7.
febrúar 1995, sambýlismaður
Óli B. Vilhjálmsson, f. 5. febr-
úar 1991. 3) Kristján, f. 22.
mars 1959, maki Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 13. júní 1953.
Börn: a) Kolbrún Kristínar-
dóttir, f. 24. apríl 1979, maki
Sveinn B. Þórarinsson, f. 30.
mars 1979, börn: Kristín Sif, f.
20. janúar 2004, Þórarinn
Bjarki, f. 21. janúar 2009. b)
Tómas Kristjánsson, f. 9. júlí
1984, unnusta Kristjana Krist-
insdóttir, f. 20. nóvember 1987.
c) Sólveig Margrét, f. 7. maí
1989, maki Jónatan A. Sveins-
son, f. 2. júní 1987, dóttir:
Embla Katrín, f. 24. janúar
2014. 4) Karl Andrés, f. 30.
ágúst 1962, maki Erla Björg
Ástvaldsdóttir, f. 28. apríl 1964.
Börn: a)Marý, f. 15. maí 1982,
Þann 20. desember kvaddi
elsku pabbi minn og fór upp til
mömmu. Það er búið að vera
mjög erfitt að sætta sig við þetta,
en svo hugsar maður, þetta var
besta jólagjöf sem þú gast feng-
ið. Nú ertu kominn til mömmu
sem þú ert búinn að bíða eftir
lengi. Við höfum nú gert margt í
gegnum tíðina og þú kennt mér
margt. Þær minningar munu lifa,
alltaf. Ykkar er sárt saknað.
Rakasátan þín,
Anna Katrín Bjarnadóttir.
Elsku besti afi fékk hvíldina.
Í sorginni hugsa ég að hann er
kominn á betri stað, hann er
kominn til ömmu og finn huggun
í því.
Ég á ótal minningar um afa
þar sem hann var aldrei spar á
tíma sinn þegar kom að barna-
börnunum. Ein fyrsta minningin
mín um afa er þegar hann var
með hestana í húsi rétt hjá Dýr-
hóli og oftar en ekki fékk ég að
fara með í hesthúsið og fara svo á
bak þegar hann reyndi þá milli
túna á beit. Þegar ég var ung-
lingur var ég að vinna í frystihús-
inu á Þingeyri með afa og ömmu,
eitt sumarið var mikil vinna og
oft byrjað að vinna klukkan 6 á
morgnana, sem er ekki góður
tími fyrir svefnsjúkan ungling,
en amma þurfti alltaf að byrja
hálftíma á undan öðrum og þann
tíma notaði afi til að keyra inn
eftir á Dýrhól, kasta steinum í
gluggann á efri hæðinni svo ég
mundi mæta á réttum tíma í
vinnu. Besti afi í heimi.
Það var alltaf gaman að spila
við afa og minningar um spila-
mennsku með afa og ömmu fylla
mínar bernskuminningar.
Ég á svo eftir að sakna þín,
elsku afi, og ástarkveðjur til
ömmu.
Til þín ég hugsa
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
Eirný Sveinsdóttir.
Elsku besti afi minn kvaddi
okkur aðfaranótt 20. desember.
Þetta var versta jólagjöf sem ég
hef fengið en besta jólagjöf hans.
Þetta var uppáhaldsafi minn og
nú er hann kominn til uppáhalds-
ömmu minnar. Þín verður sárt
saknað, elsku afi minn. Við eig-
um svo margar minningar sam-
an, t.d. þegar þið amma bjugguð
á Hlíf þá lásum við oft saman og
borðuðum popp og líka þegar þú
varst að flytja á Eyri þá varstu
svo glaður. Vonandi tók amma
vel á móti þér og vonandi hafið
þið það gott þarna uppi hjá Guði.
Ég hugsa um ykkur ömmu á
hverjum einasta degi.
Þín afastelpa,
Anna Marý Jónasdóttir.
Mig langar að skrifa örfá
kveðjuorð um hann afa minn. Ég
hef kannski ekki frá miklu að
segja, en mig langar samt að
nýta þetta síðasta tækifæri til að
þakka fyrir mig.
Afi Bjarni var einstaklega
góður maður. Þegar ég hitti hann
í fyrsta skipti, um það bil níu ára
gömul, vissi ég strax að þennan
mann yrði einfalt að kalla afa.
Það stafaði af honum mikil hlýja
og eitthvað í fasi hans róaði mig.
Bjarni tók mér líka strax eins og
ég væri ein af „hans“, og fyrir
það er ég þakklát.
Elsku afi Bjarni. Mikið er ég
þakklát fyrir að við náðum að
heimsækja þig í haust. Ég
kvaddi þig þá og kveð þig aftur í
dag. Takk fyrir alla hlýjuna og
gæskuna. Takk fyrir að vera afi
minn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kolbrún Kristínardóttir
(Kolla).
Elskulegi afi minn var miklu
meira en bara afi, hann var fyr-
irmynd mín og hetjan mín. Eitt
af því ófáa sem afi kenndi mér
var að ef þú vilt eitthvað verður
þú að sækjast eftir því og leggja
þig allan fram, sama hversu erf-
itt það er, því á endanum er
markmiðinu náð og ný taka við,
því lífið er endalaus rússíbani.
Öllum minningunum sem við eig-
um saman mun ég aldrei gleyma,
heldur mun ég varðveita þær og
vonandi fæ ég að njóta þeirra
með barnabörnunum mínum
einn daginn. Uppáhaldsminning
mín hefur alltaf verið úr sum-
arbústaðnum í Flókalundi þegar
þú vaktir mig alltaf með því að
lyfta upp kojunni minni með fót-
unum þínum sama hversu erfitt
það var fyrir þig, en samt tókst
þér alltaf að gera það því þér
fannst svo gaman að stríða mér
og svo lágum við þarna í hláturs-
krampa. Hláturinn þinn fékk mig
alltaf til að hlæja með þér og oft
þegar mér líður illa hugsa ég um
hann bara til að láta mér líða vel,
því þú og amma pössuðuð alltaf
upp á að mér liði vel og færðuð
þið mér endalausa hamingju og
gleði.
Ég á rosalega erfitt með að
sætta mig við að þú sért farinn
frá okkur en á sama tíma er ég
svo ánægð fyrir þína hönd því þú
ert kominn til ömmu og er ég
fullviss um að hún tók vel á móti
þér. Orð fá því ekki lýst hversu
mikið mér þykir vænt um þig og
þín verður svo innilega sárt
saknað, elsku afi minn. Það mun
aldrei neitt fylla upp í þetta brot í
hjarta mínu sem nú vantar, en
minningu þína mun ég ávallt
varðveita og mun vera ævinlega
þakklát að hafa kynnst þér og
kallað þig afa. Eitt langar mig að
biðja þig um að lokum og það er
að þú og amma bíðið eftir mér
uppi á himnum og takið á móti
mér með opinn faðm þegar minn
tími kemur, því við vitum öll að
hann mun koma á endanum en
enginn veit hvenær. Elsku afi,
takk fyrir allt sem við höfum
gengið í gegnum saman og upp-
lifað saman. Ég veit þú munt
ávallt yfir mér vaka eins og
amma hefur gert síðastliðin ár.
Þín afastelpa,
Magðalena Jónasdóttir.
Elsku afi minn, nú veit ég að
þér líður vel, kominn til hennar
ömmu. Mikið hef ég yljað mér
við gamlar minningar síðustu
daga og þakklæti er mér efst í
huga. Ég er þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Allar bílferðirnar út í sveit, öll
þau skipti sem við slógum garð-
inn og ég fékk að raka grasið og
ekki má gleyma kartöflugarðin-
um, það voru ófáar stundir sem
við eyddum saman þar.
Ég gat alltaf komið til ykkar
ömmu á Vallargötuna, þar var ég
alltaf velkomin, hvort sem ég
þurfti að flýja sjálfa mig eða aðra
þá leið mér alltaf best hjá ykkur.
Þú varst alltaf tilbúinn að spila
við mig, ólsen-ólsen, rommý og
rússa.
Þú leyfðir mér líka að hjálpa
þér að leggja kapal, þeir gengu
óvenju oft upp hjá þér, en þá
glottir þú út í annað því líklegast
varstu nú búinn að hagræða eitt-
hvað spilunum.
Að sitja við hlið þér í stofunni
og hlusta á sinfóníur á Rás 1,
þær stundir þykir mér allra
vænst um. Afi, þú varst minn
allra besti vinur. Montnust var
ég þegar þú kallaðir mig nöfnu
þína, mér fannst ég vera svo
heppin að heita eins og afi minn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Ég finn nærværu þína, ást og
frið í hjartanu, ég elska þig
ávallt.
Þín nafna,
Bjarney.
Bjarni
Kristjánsson
Í dag er til moldar
borin mín góða
frænka, Sigrún Páls-
dóttir. Hugurinn
leitar til fyrstu kynna okkar þegar
ég var innan við fermingu. Þá kom
þessi fallega og káta stúlka frá
Húsavík til að vinna hjá Útgerðar-
félagi Brynjólfs Jóhannessonar
sem síðar varð tengdafaðir hennar.
Ég gleymi aldrei heimsóknum
hennar til mömmu minnar, það var
svo gaman þegar þessi gleðigjafi
kom til móðursystur sinnar í frítím-
unum. Ég sé hana í huganum sitj-
andi uppi á eldhúsborði og mamma
jafnvel að baka handa okkur lumm-
ur og þær frænkur að spjalla um
Húsavík og ættingja og vini þar og
óspart gert að gamni sínu. Ég var
hugfangin af henni fyrir glaðværð-
ina, fannst hún svo fín í tauinu og
vildi líkjast henni þegar fram liðu
stundir en aldrei náði ég því, maður
má nú eiga drauma.
Ekki gleymi ég heldur ferming-
argjöfinni frá Sigrúnu, sem ég var
svo ánægð með.
Árin liðu og ég hitti sjaldnar
þessa frábæru frænku mína. En
ekki gleymi ég komum mínum til
Sigrúnar og Tryggva á Húsavík,
þeirra góðu hjóna. Alltaf sama hlýj-
an og léttleikinn, svo maður tali nú
ekki um veitingarnar, það breyttist
ekki með árunum.
Ég gleymi ekki þegar við nafna
hennar, systir mín, komum til
hennar í Kópavoginn, hún þá orðin
níutíu ára og alltaf sama reisnin yf-
ir henni. Á borð bar hún kótelettur
og allskonar meðlæti og ekki nóg
með það, heldur kaffi og rjóma-
pönnukökur í eftirrétt.
Takk fyrir allt, kæra frænka
mín. Það er svo gott að eiga fallegar
og góðar minningar. Við systurnar
fjórar kveðjum þig allar með sökn-
uði.
Sofðu vina sofðu rótt
svo að vel þig dreymi.
Gefi þér nú góða nótt
guð í dýrðar heimi.
(Lovísa Sigurgeirsdóttir)
Halldóra.
Níræð gengur bein í baki
buguð ei af lífsins skaki.
Aldrei fór það mála milli
að mark sitt varði oft af snilli.
Þessa kveðju fékk Sigrún Páls-
dóttir frá okkur systkinum fyrir sjö
árum þegar hún varð níræð. Og
enn átti hún eftir nokkur góð ár.
Gaman var að hitta hana á afmæl-
isfagnaði á Hótel Borg 16. apríl síð-
astliðinn þar sem hún var hress og
glöð í góðra vina hópi. Síðan þá hef-
ur margt breyst. Þróttur hennar
smám saman þorrið og markið nú
opið og vörnin ei lengur til staðar.
Þannig er lífsins gangur oft og ein-
att.
Snemma byrjaði Sigrún að taka
til hendinni við að stokka og beita
línu neðan sjávarbakkans á Húsa-
vík og þótti grimmfljót og skörp við
þann starfa. Og síðar tók hún að
salta síld og lét þar ekki sitt eftir
liggja.
Innan við tvítugsaldur réðst Sig-
rún í vist til læknishjóna í Reykja-
vík. Þá hóf hún þátttöku í fimleika-
flokki undir stjórn Jóns Þorsteins-
sonar íþróttafrömuðar.
Var þetta úrvalsflokkur og
ákveðið að hann færi sýningarferð
til Þýskalands. Bauðst Sigrúnu
þátttaka í þeirri ferð en komst ekki
þar sem Sigrún taldi sig skuld-
bundna í línuvinnu norður á Húsa-
vík á þeim tíma.
Sigrún nam einn vetur við Hús-
mæðraskólann á Laugum í Reykja-
dal. Sumarið 1941 réðst hún í línu-
vinnu til Hríseyjar. Þar kynntist
hún mannsefni sínu og hófu þau
Sigrún Pálsdóttir
✝ Bjarney SigrúnPálsdóttir
fæddist 12. júní
1919. Hún lést 23.
desember 2016.
Sigrún var jarð-
sungin 4. janúar
2017.
fyrst búskap í Hrís-
ey. Árið 1948 fluttu
hjónin til Húsavíkur
og áttu þar heimili
til ársins 1998 er þau
fluttu til Kópavogs
og settust að í íbúð-
um Sunnuhlíðar.
Sigrún varð
snemma félagslynd.
Á æskuárum var
hún í handknatt-
leiksliði stúlkna í
Íþróttafélaginu Völsungi á Húsa-
vík. Þar stóð hún í marki og var
annáluð markmanneskja, kapp-
söm og fylgin sér. Hún klæddist
jafnan pokabuxum er hún stóð í
markinu. Og einn aðdáandi henn-
ar komst svo að orði að erfitt væri
að skora mark hjá Sigrúnu þegar
buxnaskálmarnar þendust út í
hita leiksins og kæmu í veg fyrir
að mark yrði skorað. Lið Sigrúnar
gat sér góðan orðstír og varð m.a.
Norðurlandsmeistari í handknatt-
leik kvenna.
Um nokkur ár söng Sigrún
með kór aldraðra á Húsavík og
fleiri kórum þar.
En Sigrún kom víðar við á ferli
sínum. Hún spilaði mörg ár bridds
með félögum sínum á Húsavík og
keppti á briddsmótum og þótti
þar liðtæk vel, einnig í boccia eftir
að hún flutti til Kópavogs enda
keppnisskapið alltaf ríkt í henni.
Þá er og þess að geta að hún var
fjölda ára formaður Slysavarna-
deildar kvenna á Húsavík og spar-
aði sig hvergi á þeim vettvangi og
lét þar mjög að sér kveða. Einnig
átti hún sæti í stjórn Slysavarna-
félags Íslands nokkur ár. Hún var
ætíð reiðubúin að rétta hjálpar-
hönd ef eftir var leitað. Má þar
geta er hún gekk hús úr húsi á
Húsavík til að afla fjár til kaupa á
fyrstu sjúkrabifreið Rauðakross-
deildarinnar á Húsavík. Þess
minnist frændi Sigrúnar sem þá
var formaður deildarinnar.
Sigrún var glæsileg stúlka, létt
í lund, glettin og gamansöm og
bar með sér glaðværð hvert sem
hún fór, vinmörg og trygglynd og
nutum við frændfólkið þess í rík-
um mæli.
Góð frænka er kvödd, tryggð
og vínátta þökkuð og börnum
hennar og bróður vottuð innileg
samúð.
Sigurjón og Ásgeir
Jóhannessynir.
Þakklæti er efst í huga. Þakk-
læti fyrir yndislega föðursystur
sem var þó alltaf fyrst og fremst
kær vinkona og uppáhalds-
frænka. Sem börn gáfum við
henni nýtt nafn, Dattý. Það nafn
fylgdi alltaf okkar samskiptum en
miklir kærleikar ríktu milli okkar
alla tíð. Að eiga stund með mann-
eskju sem býr yfir svo miklu jafn-
vægi, kærleik og visku, það gefur
mikilvæga jarðtengingu í því
mikla áreiti og umróti sem er allt í
kring. Við áttum margar ógleym-
anlegar stundir sem skapað hafa
minningar sem eru ómetanlegar.
Keppnisskapið, fjörið, umhyggj-
an, glæsileikinn, vináttan, gleðin,
kærleikurinn, framlag í þágu
samfélagsins, drottning, alltaf sú
sem allir löðuðust að, hvar sem
farið var. Það færðist keppnis-
glampi í augu, fram á síðasta dag,
þegar bocciakúlur voru dregnar
fram, þar var bara einn sigurveg-
ari, sú sem var elst og með mjög
skerta sjón. Alltaf náði hún að
kasta boltanum á réttan stað.
Gullaldarliðskonan úr handbolt-
anum gaf allt í leikinn, eins og lífið
sjálft. Ekkert skipti þó meira máli
en fjölskyldan, miðpunktur fjöl-
skyldunnar, alltaf.
Hvíl nú í friði, við elskum þig öll
og umvefjum ástúð og hlýju.
Á gullvagni borin í himnanna höll
þar hittast nú sálir að nýju.
Takk fyrir allt elsku, Dattý
okkar.
Anna K. Vilhjálmsdóttir,
Þorbjörg Vilhjálmsdóttir,
Bjarni Páll Vilhjálmsson.
Elsku besti afi
minn.
Það er búið að
taka mig næstum tvo mánuði að
setjast niður og skrifa þessa
grein. Ástæðan er sú að ég vil
ekki sætta mig við að þú sért far-
inn.
Samskipti okkar voru alla tíð
mikil og það sem við Svala elsk-
uðum að vera hjá ykkur ömmu
þegar við vorum litlar. Ánægjan
Guðjón Lárusson
✝ Guðjón Lár-usson læknir
fæddist 1. júlí 1928.
Hann lést 11. nóv-
ember 2016.
Útför Guðjóns
fór fram 24. nóvem-
ber 2016 í kyrrþey,
að hans ósk.
var ekki síðri á full-
orðinsárum þegar
við komum með
gleðigjafana ykkar í
heimsókn, að ykkar
sögn.
Fráfall þitt var
skyndilegt og
óvænt, samt varstu
orðinn 88 ára gam-
all.
Við töluðum sam-
an í síma tveimur
dögum áður og ætluðum að hitt-
ast daginn eftir. Þú varst bara
ljómandi góður að þinni sögn. En
allt tekur víst endi og við munum
hittast aftur. Elsku afi, ég mun
passa upp á ömmu fyrir þig. Ég
veit hún saknar þín svo mikið,
eins og allir. Enda gull af manni.
Auður Stefánsdóttir.