Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 ✝ Benedikt Ei-ríksson fæddist í Reykjavík 26. mars 1932. Hann lést 22. desember 2016. Foreldrar Bene- dikts voru Eiríkur Narfason og Guð- rún Sigríður Ingi- mundardóttir. Hálf- bróðir Benedikts er Jóhannes Eiríks- son, f. 1938. Benedikt kvæntist Þuríði Idu Jónsdóttur, þau skildu. Seinni Russell Stephen Donnelly. Benedikt lauk námi við Vél- skóla Íslands 1959-60 og starf- aði samningstímann hjá Vél- smiðju Kristjáns Gíslasonar á Nýlendugötunni. Hann starfaði síðan hjá Eimskipafélagi Íslands og var vélstjóri á mörgum foss- um félagsins. Eftir að Benedikt hætti sjómennsku starfaði hann m.a. hjá Álverinu í Straumsvík, Stálvík, Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar og síðast hjá tjóna- skoðunardeild Sjóvár-Almennra eða allt þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Útför Benedikts fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 5. janúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. kona Benedikts var Eygerður Laufey Pétursdóttir, fædd 30. júní 1942, látin 27. desember 1989. Börn þeirra eru: 1) Pétur Benedikts- son, f. 1963, kvænt- ur Guðrúnu Ing- ólfsdóttur, synir þeirra eru Róbert, Pétur Snorri og Tómas Rúnar. Börn Róberts eru Þráinn Berg og Hildur Ósk. 2) Guðrún Krist- ín Benediktsdóttir, f. 1965, gift Í dag er kvaddur frændi minn og vinur, Benedikt Ei- ríksson. Síðustu ár átti hann við vanheilsu að stríða og dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði við gott atlæti. Þar dó hann á áttugasta og fimmta ári. Við Bensi vorum systrabörn og var hann elstur okkar systkina- barna ættuðum frá Kaldárholti. Bensi var þriggja ára þegar Guðrún móðir hans dó úr berklum. Faðir hans, Eiríkur Narfason, var sjómaður og gat ekki annast son sinn. Afi Ingi- mundur og amma Ingveldur bjuggu á Frakkastíg ásamt móðursystkinum okkar. Sótti Bensi mjög til þeirra. Svo fór að hann flutti til þeirra og ólst þar upp. Kristín hárgreiðslu- meistari, móðursystir okkar, réðst í að kaupa stórhýsið Smáragötu 10. Þangað flutti fjölskyldan af Frakkastíg og þar bjó Bensi uns hann festi ráð sitt. Smáragata 10 var sannkallað fjölskylduhús. Þar var mikill gestagangur. Nánasta fjöl- skyldan kom þar saman um helgar og á hátíðisdögum og frændfólk úr sveitinni leit inn eða dvaldi vegna erinda í bæn- um. Frændfólkið sem sótti skóla hér fékk þar innhlaup. Á sumrin var ég unglingur- inn ráðin í heimilisstörf í þessu stóra húsi og þar kynntist ég frænda mínum Bensa og vinum hans og leit upp til þeirra. Úr herberginu hans hljómaði há- vær djasstónlist, en Bensi átti mörg hljóðfæri sem hann kunni á. Hafði alla tíð unun af tónlist. Á þessum tíma var hann með bíladellu og tímunum saman hálfur undir húddinu á Lincoln- um sem hann hafði eignast. Það var ekki auðvelt fyrir þennan unga dreng að alast upp í fjöl- menni þar sem allir tóku þátt í uppeldinu. Hann átti því í fyrstu erfitt með að finna sér farveg og stundaði ýmis störf þangað til hann fór í vélstjóra- nám. En hann spjaraði sig, var mörg ár yfirvélstjóri á Fossum Eimskipa uns hann fór í land og var seinast tjónasérfræðing- ur hjá Sjóvá-Almennum Þau Eygerður Pétursdóttir, konan hans heitin, keyptu hús í smíðum á Seltjarnarnesi. Kom þá í ljós hve hagur hann var og dugnaðarforkur. Hann gat bók- staflega unnið öll verk til að fullgera húsið. Steinunn móð- ursystir hans átti þar litla íbúð og bjó síðustu árin í skjóli Ey- gerðar og Bensa. Bensi starfaði í Oddfellow- reglunni lengi og til hinstu stundar. Hann eignaðist þar vini sem hann mat mikils og kusu hann til trúnaðarstarfa. Á þeim vettvangi kynntumst við Bensa vel og við minnumst með hlýhug góðu stundanna sem við áttum þar með þeim Eygerði. Bensi leit líka oft inn til okkar eftir stúkufundi og þá var margt krufið til mergjar. Þau Eygerður voru dugleg að taka þátt í Oddfellowferðum innan- lands og utan. Minnisstæð er ferð með þeim til Parísar. Þá var Eygerður orðin slæm til heilsu. Það kom samt ekki í veg fyrir að þau kynntu sér allt sem í boði var af áhuga og dugnaði. Oddfellowbræður reyndust Bensa vel er heilsan bilaði og hann gat ekki búið einn. Fyrir þeirra tilstilli fékk hann inni á Hrafnistu. Þangað heimsóttu þeir hann reglulega, sóttu hann á fundi og sýndu honum ein- læga vináttu. Ég minnist Bensa frænda míns af hlýju. Við Eggert send- um Guðrúnu, Pétri og fjöl- skyldum þeirra samúðar- kveðjur. Sigríður Dagbjartsdóttir. Kær frændi og vinur, Bene- dikt Eiríksson, Bensi, er fallinn frá. Undirrituð hefur þekkt Bensa frá því að hún man eftir sér. Kristín, móðursystir okkar Bensa, hafði keypt Smáragötu 10 og þar bjó hún ásamt for- eldrum sínum, Ingveldi og Ingimundi, og þeim systkinum sínum sem ekki höfðu hleypt heimdraganum. Einnig bjó þar Þuríður Guðmundsdóttir, fóstra þeirra systkina. Bensi hafði al- ist upp hjá þeim frá þriggja ára aldri þegar hann missti Guð- rúnu, móður sína, úr lömunar- veiki. Segja má að Smáragata 10 hafi verið félagsheimili fjöl- skyldunnar. Þar hittist stórfjöl- skyldan flestar helgar og oft var glatt á hjalla. Bensi var vélstjóri að mennt og starfaði sem slíkur í mörg ár á skipum Eimskipafélagsins í millilandasiglingum. Þegar við vorum búsett í Kaupmannahöfn fyrir tæpum 50 árum kom hann iðulega í heimsókn og gisti, okkur til mikillar ánægju. Þar kom að hann hætti siglingum og starfaði um skeið í vélsmiðj- um. Síðustu starfsárin vann hann hjá Sjóvá við tjónaskoðun. Bensi og Eygerður, kona hans, reistu sér sumarbústað í landi Ölfusvatns við Þingvalla- vatn í kringum 1970. Þau unnu saman við bygginguna, stund- uðu trjárækt og dvöldu í bú- staðnum eins og frístundir leyfðu. Þar kynntumst við þeim vel og vináttan dafnaði. Ey- gerður varð bráðkvödd tæplega fimmtug og var andlát hennar mikið áfall. Eftir lát Eygerðar bjó Bensi í bústaðnum á sumrin og hélt áfram að bæta aðstöðuna þar og fegra umhverfið. Hann hafði einnig yndi af því að stunda sil- ungsveiðar í net. Hann eign- aðist hund og eftir það átti hann ávallt hund eins lengi og heilsan leyfði. Í sveitinni fylgdu hundarnir húsbónda sínum hvert fótmál og veittu honum mikla ánægju. Bensi var mjög vinnusamur og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Fór mikill tími hjá honum í að byggja upp heimili sín hvert á fætur öðru. Það var líkast því að það væri hans ástríða. Þá naut frændgarður hans vinnusemi hans. Um það leyti sem Bensi fór á eftirlaun keyptum við hjónin fjárbú. Hann var okkur mikil hjálp- arhella og sá árlega um að koma traktorum og öðrum tækjum í betra horf. Eins að- stoðaði hann okkur við hey- skapinn eða kannski væri rétt- ara að segja að við höfum aðstoðað hann. Hann fór á kostum við bústörfin og keppt- ist við að koma hverju strái í rúllur og heim á bæ. Svo mikið var kappið að hann vildi vinna fram á nótt. Fyrir þessa hjálp- semi erum við ævinlega þakk- lát. Fyrir allnokkrum árum missti Bensi heilsuna. Tók hann veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hann þurfti sér þvert um geð á aðstoð annarra að halda. Hrafnista í Hafnar- firði varð heimili hans. Hver dagur varð öðrum líkur. Heilsubótargöngur í næsta ná- grenni hjálpuðu honum meðan hann hafði þrótt og eins tóm- stundaiðja við leirmunagerð og málun. Hann hélt andlegu at- gervi sínu allt til hinsta dags, en að því kom að honum þraut allur kraftur og dauðinn varð honum líkn. Hann gerði sér grein fyrir því að liðið var að lokum og gat sáttur kvatt sína nánustu. Við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Bensa. Guðrún Sveinsdóttir, Jón B. Stefánsson. Elsku Bensi, frændi og vin- ur, var miklu meira en frændi. Hann var eins og stóri bróðir og síðar góður vinur allrar fjöl- skyldunnar. Bernskuminningar frá Smáragötunni, þar sem Bensi ólst upp hjá ömmu, afa og frændfólki, geyma fjölmargar minningar af honum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Á Smára- götunni hittist stórfjölskyldan iðulega á sunnudögum og naut samverunnar og treysti fjöl- skylduböndin. Það var alltaf nokkur æv- intýrablær yfir Bensa. Hann starfaði árum saman hjá Eim- skipafélaginu sem vélstjóri í millilandasiglingum. Oft var mikil eftirvænting þegar hans var von til landsins. Iðulega var þá farið niður í skip til hans og setið á spjalli. Bensi leysti svo gestina út með gjöfum frá út- löndum. Bensi kvæntist Eygerði Pét- ursdóttur og eignuðust þau tvö börn, Pétur og Guðrúnu. Það var gaman þegar þau hjónin báðu um pössun enda var gott að koma til þeirra og krakk- arnir skemmtilegir. Heimili þeirra var stutt frá og því ekki langt að fara, samgangur var mikill og vináttan innileg. Þau Eygerður og Bensi reistu sér sumarbústað í Ölfus- vatnslandi við Þingvallavatn. Var hann miðpunktur í lífi þeirra hjóna meðan Eygerður lifði, en hún lést langt um aldur fram. Eftir andlát hennar hélt Bensi áfram að byggja upp sumarbústaðinn og rækta lóð- ina. Hann notaði mestan hluta frítíma síns þar og naut sín vel úti í náttúrunni, ýmist við trjá- rækt eða silungsveiðar. Hann var duglegur, iðinn og útsjón- arsamur og hafði unun af úti- verkunum. Bensi hélt góðu sambandi við Ragnheiði, móður mína, og heimsótti hana reglulega. Milli þeirra ríkti traust og væntum- þykja. Fyrir um 20 árum þáði hann boð okkar hjóna að borða með okkur og fjölskyldunni á gaml- árskvöld og njóta með okkur áramótanna. Það var öllum til mikillar ánægju og gleði og nutum við öll samverunnar og var hann með okkur öll áramót upp frá því þar til í fyrra. Bensi fékk sér hund og var samband þeirra ótrúlegt. Það er ekki oft sem maður upplifir jafn náið samband milli hunds og manns enda var Bensi ljúfur og kátur og við munum ekki eftir að hann hafi skipt skapi, þótt hann gæti verið fastur fyr- ir. Fyrir nokkrum árum fékk Bensi heilablóðfall og þurfti umönnunar við. Fékk hann inni á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi sér þar vel við göngutúra um nágrennið og við tóm- stundaiðju. Þegar heilsunni hrakaði og hreyfigetan minnk- aði fór Bensi að hlusta meira á sögur af hljóðbókum sér til ómældrar ánægju en hann hélt andlegri reisn fram í andlátið. Fráfall Bensa hefur skilið eftir mikið tómarúm hjá okkur, nánustu ættingjum og vinum. Þá er gripið til þess að ylja sér við fjölmargar góðar minningar um góðan og skemmtilegan mann og mikinn vin. Kristín Blöndal og Pétur Björn Pétursson. Góður vinur, samstarfsmað- ur og Oddfellow-bróðir, Bene- dikt Eiríksson, er nú fallinn frá, en hann lést í á Hrafnistu hinn 22. desember síðastliðinn. Ég kynntist Benedikt vorið 1964, þegar ég hóf sjómennsku mína á skipum Eimskipafélags Íslands. Hann var þá vélstjóri á flutningaskipinu M/S Reykja- fossi og réðst ég sem dagmaður í vél á það skip þá um vorið og vorum við þar samskipa í eina sjö mánuði. Það var gott að starfa undir stjórn Benedikts, hann hafði gott lag á að leið- beina nýliðum til verka í vél- arúmi. Má því segja að Benedikt hafi verið lærifaðir minn í því starfi, sem ég átti eftir að gegna alla mína starfsævi. Okk- ur varð fljótt vel til vina, enda var Benedikt traustur vinur vina sinna, góðviljaður og um- hyggjusamur. Hann var góður vélstjóri og útsjónarsamur ef eitthvað bilaði í vélbúnaði skipsins. Benedikt starfaði sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Ís- lands frá 1960 til 1979, er hann hætti til sjós og hóf störf sem verkstjóri í Vélsmiðjunni Stál- veri, þar sem hann starfaði til ársins 1984. Þá flutti hann sig um set í Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar og starfaði þar til 1992. Benedikt gerðist síðan eftirlitsmaður hjá Sjóvá Al- mennum og var þar til starfs- loka. Benedikt vígðist í Oddfellow- stúkuna númer 11, Þorgeir, I.O.O.F. árið 1975 og þar lágu leiðir okkar saman á ný, þegar ég gekk til liðs við Oddfellow- regluna, árið 1998. Benedikt gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stúkuna, og Oddfellow- regluna, og var samviskusemi hans við embættisstörf við brugðið, enda enda naut hann trausts og virðingar okkar stúkubræðra. Stórt skarð er nú höggvið í bræðrahópinn við frá- fall Benedikts og verður hans sárt saknað. Blessuð sé minning okkar kæra bróður, Benedikts Eiríks- sonar. Fyrir hönd Oddfellow-stúk- unnar nr. 11, Þorgeirs, I.O- .O.F., Guðjón B. Vilinbergsson. Benedikt Eiríksson ✝ Sigurður Al-bert Jónsson fæddist á Ísafirði 25. október 1929. Hann lést á Land- spítalanum 25. des- ember 2016. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, klæð- skeri, f. 4. febrúar 1890 á Höfða í Dýrafirði, d. 1. október 1979, og Karlinna Grein Jóhannesdóttir, f. 7. febrúar 1896 í Bolungarvík, d. 10. ágúst 1979. Systkini Sigurðar voru: Mar- grét, f. 17. október 1920, d. 10. mars 1995, Kristín, f. 16. janúar 1922, d. 19. september 2003, og Þórarinn, f. 16. mars 1923, d. 2. apríl 2008. Sigurður kvæntist 22. nóv- ember 1958 Sigrúnu Ósk- arsdóttur, f. 1. janúar 1935 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Óskar, f. 1. ágúst 1959, kona hans er Anna María Úlf- arsdóttir, f. 15. nóvember 1964. Þeirra börn eru Úlfar, f. 1990, og Sigrún, f. 1996. 2) Anna Þór- dís, f. 3. nóvember 1966, maður hennar er Rainer Lischetzki, f. 10. júlí 1963. Þeirra börn eru Jón Jökull, f. 1994, og Óskar Leó, f. 1996. 3) Edda Björk, f. 9. janúar 1969, maður hennar er Jón Ármann Guðjónsson, f. 6. apríl 1968. Þeirra börn eru Guð- jón Andri, f. 1996, Hildur Sig- rún, f. 1999, og Sigurður Bjarki, f. 2004. Sigurður útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Ísafjarðar vorið 1946. Hann hóf nám við Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum í Ölf- usi og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur 1949. Síðan vann hann eitt sumar við ylrækt í Danmörku og fór þaðan til Skotlands og var þar í eitt ár sem nemi í skrúð- garðyrkju hjá al- menningsgörðum Edinborgar. Árið 1955 hóf Sigurður störf hjá Garð- yrkjudeild Reykja- víkurborgar, fyrst í Hljómskálagarð- inum og síðan garð- yrkjustöðinni í Laugardal eða þar til hann hóf að vinna við Laugardalsgarð, síðar Grasa- garð Reykjavíkur. Sigurður teiknaði, skipulagði og stjórnaði uppbyggingu Grasagarðs Reykjavíkur fyrstu áratugina og var forstöðumaður hans í 38 ár, eða þar til hann fór á eftirlaun, í lok árs 1999. Sig- urður teiknaði einnig fleiri garða og útisvæði Reykjavík- urborgar. Meðal annarra verka hans má nefna núverandi skipu- lag á Austurvelli. Undir styrkri hendi Sigurðar óx Grasagarðurinn úr því að vera nokkur blómabeð í Laug- ardalnum í það að verða glæsi- legur grasagarður sem vakti at- hygli og áhuga gesta, innlendra sem erlendra. Á þessum árum var byggt upp náið samstarf við aðra grasagarða um fræsöfnun og fræskipti og hafði það gíf- urlega þýðingu fyrir íslenska garðrækt. Hann var ötull við greinaskrif, meðal annars í Garðyrkjuritið og miðlaði þann- ig þekkingu sinni og reynslu áfram. Sigurði voru veitt heið- ursverðlaun garðyrkjunnar árið 2013 fyrir sitt ævistarf. Útför Sigurðar fer fram frá Áskirkju í dag, 5. janúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Þá er fallinn frá tengdafaðir minn, Sigurður Albert Jónsson. Betri maður er vandfundinn. Við áttum samleið í yfir 31 ár og aldrei bar skugga á. Allt frá því að ég byrjaði að venja kom- ur mínar í Fremristekk 8 um sumarið 1985, þá 17 ára gaur, þá stóð hann við bakið á mér og studdi mig og okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur og gerði svo alla tíð. Aldrei man ég eftir að hann hafi skipt skapi eða hvesst sig við mig, þótt tilefni kunni að hafa gefist. Hann var einstakur öðlingur og ljúfmenni. Siggi og Sigrún byggðu fjöl- skyldunni fallegt hús að Fremristekk 8 og verðlauna- garð og áttu þar mörg góð ár. Það hefur ekki verið auðvelt verk að byggja hús á þeim tíma og vann Siggi mikið, tók að sér ýmis aukaverk og vann í hús- inu, samhliða vinnu. Dugnaður hans og ósérhlífni komu sér þar vel. Hann var mikið snyrtimenni, fór vel með hluti sem hann átti og hafði fallegt í kringum sig og hafði gaman af því að klæða sig upp. Stutt var í glettni og góðlát- lega stríðni. Hann var áhuga- samur um menn og málefni, fylgdist vel með fréttum og hafði mikinn áhuga á náttúru og vísindum ýmiss konar. Hann vildi gera hluti strax og gat verið duglegur að ýta á eftir því að verk væru kláruð. Hann kom hlutum áfram með lagni fremur en látum. Sá eiginleiki, eins og margir aðrir góðir, mun fylgja afkom- endum hans. Siggi var mikill fjölskyldu- maður og barngóður með ein- dæmum. Nutum við Edda góðs af því og voru þau Sigrún okk- ur ómetanleg aðstoð með börn okkar þrjú. Hvort sem var að sækja þau til dagmömmu eða á leikskóla, gefa að borða og drekka, te og kleinur og leika við og sinna, þá nutu krakkarnir okkar mikilla samvista við afa sinn og eru það góðar minningar fyrir okk- ur öll. Það var sama hvað börnun- um datt í hug að gera, alltaf var afi tilbúinn að aðstoða þau og vera með þeim. Þá eru ótal- in fjölmörg ferðalög sem við fórum saman í, innalands til hans heimabyggðar á Ísafirði og um mínar heimabyggðir á Austfjörðum og til Þýskalands og Kanarí, svo eitthvað sé nefnt. Minningar þessar eru okkur fjölskyldunni ómetanleg- ar. Siggi og Sigrún áttu sér sælureit að Sunnuhvoli í Gríms- nesi við Álftavatn. Það held ég að megi segja að hafi verið uppáhaldsstaður Sigga og þar átti fjölskyldan marga góða daga. Þar fékk hann útrás fyrir framkvæmdagleðina. Um leið og komið var að Sunnuhvoli var hann kominn í vinnugallann og farinn út að brasa. Á svölunum að Brúnavegi sáði hann fræj- um, plantaði græðlingum og fjölgaði plöntum, allt til þess að gróðursetja að Sunnuhvoli og heima hjá afkomendum. Oft var lítið pláss fyrir fólk á svölunum þegar mest gekk á í ræktun- inni. Það átti illa við hann að finna kraftinn þverra og geta ekki brölt um landið, klippt hekk og tré og slegið túnin. En nú er Siggi kominn í ný föt, í sumrinu hinumegin, búinn að hitta fólkið sitt og farinn að gera gagn, eins og hann orðaði það nú fyr- ir jólin. Hann kvaddi sáttur. Hafðu þökk fyrir allt, kæri tengdapabbi. Þú gerðir líf okk- ar allra betra og þín verður sárt saknað. Jón Ármann Guðjónsson. Sigurður Albert Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.