Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
✝ Þóra SteinunnGísladóttir
fæddist á Siglufirði
1. desember 1941.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 27. desember
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Þor-
steinsson bygg-
ingameistari, f. 26.
ágúst 1911, d. 30.
apríl 1995, og Sigurjóna Hall-
dórsdóttir, f. 26. desember
1909, d. 13. apríl 1966. Systkini:
Þorsteinn, f. 28. desember 1935,
d. 3. nóvember 1936, Gísli Þór
trésmiður, f. 23. júní 1944, og
Elín þroskaþjálfi, f. 5. febrúar
1969.
26. september 1963 giftist
Þóra Steinunn Þórhalli Hösk-
uldssyni, f. 16. nóvember 1942,
d. 7. október 1995, sóknarpresti
í Möðruvallaklausturspresta-
kalli í Hörgárdal og í Akureyr-
arprestakalli – og kennara.
Börn: 1) Gísli Sigurjón Jónsson
2008. 4) Anna Kristín læknir, f.
26. júní 1983, gift Runólfi Við-
ari Guðmundssyni, verkfræð-
ingi og fjármálastjóra, f. 15.
febrúar 1979. Dætur þeirra eru
Elísabet Jóna, f. 2010, og Berg-
lind Björg, f. 2013.
Hún lauk landsprófi á Siglu-
firði 1957 og varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1962. Hún stundaði nám við
heimspekideild Háskóla Íslands
veturinn 1962 til 1963, lauk
kennaraprófi frá Kennarahá-
skóla Íslands 1964 og prófi í
sérkennarafræðum frá sama
skóla árið 1980. Hún stundaði
nám í talkennarafræðum í Ósló
með hléum á árunum 1990 til
1995. Þóra Steinunn starfaði
sem kennari við Melaskóla í
Reykjavík á árunum 1965 til
1968. Hún var skólastjóri
Grunnskóla Arnarneshrepps,
Hjalteyrarskóla, frá 1969-1979.
Hún starfaði sem sérkennari við
Barnaskóla Akureyrar, Gagn-
fræðaskóla Akureyrar, við
Giljaskóla á Akureyri frá 1980
og þar til hún fór á eftirlaun
fyrir utan einn vetur 2001-2002
við Grunnskólann á Hvolsvelli
og A-Landeyjum.
Útför Þóru Steinunnar fer
fram frá Akureyrarkirkju í dag,
5. janúar 2017, klukkan 13.30.
vélstjóri, f. 9. júlí
1958. Sonur hans
er Bjarni Þór verk-
fræðingur, f. 18.
apríl 1980, kvænt-
ur Guðrúnu Ólafs-
dóttur, kennara og
bókasafnsfræðingi,
f. 6. apríl 1982.
Börn þeirra eru
Ingunn Erla, f.
2005, Ólafur Kári,
f. 2009, Davíð Þór,
f. 2015. 2) Björg, f. 27. nóv-
ember 1964, hjúkrunarfræð-
ingur og söngkona. Sambýlis-
maður hennar er Hilmar Örn
Agnarsson, organisti og kór-
stjóri, f. 9. maí 1960, og synir
hans eru Georg Kári, f. 1982,
Andri Freyr, f. 1987, og Gabríel
Daði, f. 1997. 3) Höskuldur Þór,
lögmaður og fv. alþingismaður,
f. 8. maí 1973, kvæntur Þóreyju
Árnadóttur, viðskiptafræðingi
og útibússtjóra, f. 29. maí 1975.
Börn þeirra eru Steinunn Gló-
ey, f. 2003, Fanney Björg, f.
2006, og Þórhallur Árni, f.
Varpið allri áhyggju yðar á hann,
því að hann ber umhyggju fyrir yður.
(1. Pét. 5:7)
Elsku hjartans móðir okkar
hefur nú kvatt þennan heim og
eftir standa ótal minningar sem
ylja okkur um hjartarætur.
Móðir okkar ólst upp á Siglu-
firði við ástríki foreldra sinna. Þau
voru metnaðarfull fyrir hennar
hönd og lögðu áherslu á að hún
fetaði menntaveginn, veg sem hún
fetaði af gríðarlegum dugnaði.
Mamma var alla tíð afar lærdóms-
fús, vildi fræðast um alla skapaða
hluti og þau voru ófá skiptin sem
við leituðum svara hjá henni.
Foreldrar okkar kynntust í
Menntaskólanum á Akureyri. Þau
voru alla tíð afar samstillt og
hjónaband þeirra einkenndist af
ást, virðingu hvors fyrir öðru og
umhyggju fyrir okkur. Þau
bjuggu okkur yndisleg heimili,
bæði á Möðruvöllum í Hörgárdal
og í Hamarstígnum á Akureyri.
Fjölskyldan var þeim afar mikil-
væg og þó næstum áratugur sé á
milli okkar systkinanna gættu þau
þess ávallt að við værum samstiga
og samheldin.
Mamma beitti ekki alltaf hefð-
bundnum uppeldisaðferðum og
vildi að við yrðum snemma sjálf-
stæð og ábyrg. Hún setti okkur
samt skýran ramma og gætti vel
að því að við legðum okkur fram
og næðum árangri í því sem við
gerðum. Hún bjóst líka aldrei við
öðru og gaf aldrei annað í skyn en
að við gætum allt og ekkert væri
okkur ómögulegt. Alla tíð byggði
hún okkur upp og hvatti til dáða.
Hún vildi að við vönduðum okk-
ur og gerðum hlutina vel. Hún var
einstakur fagurkeri, unnandi
klassískrar tónlistar og hafði unun
af því að fegra umhverfi sitt og
heimili bæði á Möðruvöllum og á
Akureyri. Það var engin tilviljun
að hún fékk verðlaun á báðum
stöðum fyrir fallega garða. Hann-
yrðir voru henni einnig hugleikn-
ar. Eftir hana liggja m.a. mörg fal-
leg útsaumsverk og prýðir m.a.
eitt þeirra kapellu Akureyrar-
kirkju.
Við systkinin verðum ætíð
þakklát fyrir þær stundir sem við
áttum með henni eftir að hún
veiktist sumarið 2015. Hvernig
hún tókst á við erfiðleikana var
aðdáunarvert og þar sýndi hún
hversu gríðarlegan innri styrk og
úthald hún hafði. Hún var mjög
trúuð og leitaði iðulega styrks í
bæninni. Hún var einnig þolinmóð
og auðmjúk og sýndi mikið æðru-
leysi. Hún tamdi okkur að vera
bjartsýn og jákvæð, hlutirnir færu
alltaf einhvern veginn en yfirleitt
á betri veg ef góð gildi væru höfð
að leiðarljósi. Við áttum afar dýr-
mætar stundir með henni síðustu
dagana, stundir sem verða okkur
enn mikilvægari þegar fram líða
stundir. Þó hún horfði alltaf fram
á veginn og vildi heldur tala um
eitthvað skemmtilegt, þá sagði
hún okkur að hún væri sátt.
Nú þegar við kveðjum hana
mömmu erum við full þakklætis.
Við minnumst móður sem var
sterk, einbeitt og staðföst. Móður
sem bar höfuðið ætíð hátt, þrátt
fyrir áföll. Móður sem var menn-
ingarlega sinnuð, víðlesin og hafði
gott innsæi. Móður sem umvafði
okkur með kærleika. Móður sem
við erum endalaust stolt af og
munum sárt sakna.
Við biðjum Guð að taka elsku
mömmu í sinn umvefjandi faðm og
blessa minningu hennar.
Guðs orð er ljós er lýsir
í lífsins dimmu hér,
og ljúfur leiðarvísir
það lífs á vegum er.
(Valdimar Briem)
Björg, Höskuldur Þór og
Anna Kristín.
Í dag er elskuleg tengdamóðir
mín og amma okkar, Þóra Stein-
unn eða amma Steina eins og hún
var oft kölluð innan okkar fjöl-
skyldu, jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju. Mig og ömmubörnin lang-
ar að minnast hennar með
nokkrum orðum. Fyrstu kynni
okkar Steinu hófust fyrir um 25
árum þegar ég kom inn í fjölskyld-
una sem ung stelpa heilluð af syni
presthjónanna. Mér leið strax eins
og einni af fjölskyldunni enda tek-
ið opnum örmum. Síðan þá hafa
tengslin bara orðið betri og sterk-
ari og margar góðar minningar að
ylja sér við. Við fjölskyldan höfum
verið þeirrar gæfu aðnjótandi að
eyða mörgum stundum á Akur-
eyri. Það gaf okkur tækifæri til
góðra stunda með ömmu Steinu.
Fyrstu árin dvöldum við í góðu yf-
irlæti í Hamarstígnum en síðar í
bústaðnum okkar í Vaðlaheiðinni.
Þá var alltaf gott að koma til
ömmu Steinu, sem var dugleg að
grípa í spil með okkur, leyfa okkur
að vökva og gróðursetja í fallega
garðinum sínum, sjóða handa okk-
ur hafragraut, bjóða upp á bakk-
elsi eftir skíðaferðir og gefa sér
tíma í spjall sem oft hófst á orðum
hennar: „Jæja, hvað er að frétta,
segið mér nú eitthvað skemmti-
legt.“
Amma Steina var mjög stolt af
ömmubörnunum og var hún óspör
á að láta þau vita af því, hrósa
þeim og leiðbeina á uppbyggileg-
an hátt. Það er gott til þess að
hugsa að hafa fengið að skíra
börnin í afakirkju, Akur-
eyrarkirkju, og halda skírnar-
veislurnar í ömmuhúsi, Hamars-
tígnum, heimili sem var fullt af
hlýju og glæsileika. Við kveðjum
nú með miklum söknuði hana
ömmu Steinu sem alltaf var svo
hlý og góð, sterk og ákveðin og
þökkum fyrir samveruna, alla ást-
ina og hlýjuna.
Góða ferð elsku amma Steina
og takk fyrir allt. Biðjum að heilsa
afa Þórhalli sem við erum fullviss
um að hafi tekið á móti þér með
opinn faðm og bros á vör. Guð
blessi þig og ykkur bæði.
Þín tengdadóttir Þórey.
Kossar og knús frá ömmu-
börnunum,
Steinunni Glóeyju, Fanneyju
Björgu og Þórhalli Árna.
Elsku amma mín er fallin frá.
Ég er svo lánsamur að hafa átt
hana að og fyrir það er ég þakk-
látur. Til hennar var alltaf gott að
koma og hún tók alltaf vel á móti
mér sem og fjölskyldu minni.
Amma var afar glæsileg kona í
framkomu, fasi og útliti. Hún
hugsaði vel um fjölskyldu sína og
vini og ræktaði tengslin við fólkið
sitt af sömu alúð og garðinn sinn
heima í Hamarstíg, sem var mikil
prýði.
Hún tók mig inn í fjölskylduna
og tengdi við ættmenni okkar og
fjölskylduvini þegar faðir minn
gat það ekki vegna veikinda sinna.
Hún var góður námsmaður og
svo kennari sem sinnti starfi sínu
af elju og alúð. Hún talaði alltaf
hlýlega um nemendur sína og
starf og maður fann hversu mik-
inn áhuga hún hafði á sínu fagi við
að hjálpa nemendum að læra og
eflast.
Að lokum barðist hún af hörku
við erfiðan sjúkdóm og vann
marga stóra sigra. Sá tími sem
gafst með henni var mjög dýr-
mætur og hún sýndi okkur sinn
innri styrk. Síðasta árið með
ömmu var ómetanlegt kraftaverk
og amma var börnum sínum og
barnabörnum bæði sterk og ljúf.
Hún miðlaði af reynslu sinni til
okkar og undirbjó okkur fyrir hið
óumflýjanlega.
Skilaboð hennar um mikilvægi
fjölskyldunnar og að standa sam-
an og styðja hvert annað munu
ekki gleymast.
Hennar verður sárt saknað en
nú er erfiðri baráttu lokið.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Bjarni Þór Gíslason.
Elskuleg æskuvinkona mín,
Steina, er látin.
Eftir standa yndislegar minn-
ingar um trygga, góða og hlýja
vináttu liðinna ára sem aldrei bar
skugga á. Við vorum litlar stelpur
þegar við kynntumst og áttum
heima hlið við hlið á Laugarveg-
inum á Sigló. Vorum öllum stund-
um saman í leik og brölluðum
margt og minningarnar eru dýr-
mætar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Með söknuði og hjartans þökk
kveð ég Steinu mína og þakka
henni fyrir allt sem hún var mér
og gaf. Elsku Björg, Höskuldur,
Anna Kristín, Gísli Sigurjón, Gísli
Þór og fjölskyldur, innilegar sam-
úðarkveðjur frá okkur Jóhannesi
og fjölskyldu. Guð styrki ykkur.
Hvíl í friði og Guð þig geymi.
Þín vinkona,
Kristín.
Að vera trú lífsskoðun og hug-
sjónum sínum alla ævi, allt frá
bernsku til ævikvölds, er sá vitn-
isburður sem ég á og geymi um
frú Þóru Steinunni Gísladóttur.
Ég gleymi ekki geislandi gleði
Þóru Steinunnar og Þórhalls á út-
skriftardegi okkar 17. júní, sem
stúdentar frá MA 1962, þegar þau
opinberuðu trúlofun sína.
Strax um haustið giftu þau sig,
hófu búskap á litlu heimili með
námi þeirra beggja, hennar í
kennaraskólanum og hans í guð-
fræðideild Háskóla Íslands. Hún
var honum svo náin, að mér fannst
hún einnig vera við nám í guð-
fræðideildinni.
Þegar Þórhallur vígðist til
Möðruvallaklaustursprestakalls
1968 og tókst á við að vera prestur
og bóndi að Möðruvöllum, varð
Þóra Steinunn prestsfrú og bóndi
við hlið hans í orðsins fyllstu
merkingu, eins og maddömur
voru, að búa þeim glæsilegt heim-
ili með endalausri móttöku og
þjónustu, kirkjukaffi að lokinni
messu og fórnfýsi í þágu kirkjunn-
ar, prestssetursins og starfs
manns hennar. Og til þess að þetta
væri fjárhagslega hægt, varð hún
að taka að sér kennslustörf til við-
bótar við heimilisstörfin og upp-
eldi barnanna.
Sr. Þórhallur var einn af af-
burðamönnum kirkjunnar í
prestsþjónustu og þekkingu á
sögu og kenningu hennar. Hann
tók að sér æ fleiri trúnaðarstörf í
þágu þjóðkirkjunnar og í sveitinni.
1982 var hann kjörinn sóknar-
prestur Akureyrarprestakalls og
saman fluttu þau á prestssetrið að
Hamarstíg 24, sem þau keyptu
síðar, þar sem Þóra Steinunn varð
sál og hjarta hússins og garðsins,
allt í þágu sr. Þórhalls og barna
þeirra. Allt skyldi vera honum til
styrktar í mjög annasömu starfi,
því sr. Þórhallur frestaði aldrei
beiðni nokkurs manns um hjálp,
hvort sem það var að nóttu eða
degi. Hann andaðist án nokkurs
fyrirvara 7. október 1995.
Við tóku árin hennar Þóru
Steinunnar, að styðja börnin sín
áfram til náms og þroska og að
halda utan um minningu sr. Þór-
halls. Hún hélt heimilinu nákvæm-
lega eins og heimilinu þeirra,
áfram sem prestssetri á Akureyri
og að hafa garðinn í kring krýnd-
an fallegasta skrúði lífs gróanda,
með bænarhugsun og höndum til
hjálpar vexti frá vori til hausts.
Fallegi garðurinn hennar bar vitni
um lífið sjálft, sem hún tengdi við
grundvöll kristninnar og sálm sr.
Hallgríms Péturssonar um blóm-
ið, sem „upp vex á sléttri grund“.
Hún tókst á við veikindi, sem
hún vildi bera ein og viðfangsefni,
sem voru stundum erfið, en hún
sigraðist á með staðfestu sinni og
kristinni trú.
Ég kveð hana með þökk fyrir
störf hennar í þágu kirkjunnar við
hlið sr. Þórhalls, ásamt því sem
hún lagði af mörkum í þágu bekkj-
arsystkina sinna og annarra með
vináttu, umhyggju og tryggð. Við
Margrét vottum börnum hennar,
barnabörnum og tengdafólki sam-
úð okkar. Mér finnst ég heyra við
þessa kveðjustund, þegar „himins
opnast hlið“, – það óáþreifanlega,
en samt örugga í okkar kristnu
trú: Orð heilagrar ritningar, sem
ná til okkar gegnum tíma og rúm.
„Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir
litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég
setja þig. Gakk inn til fagnaðar
herra þíns.“
Halldór Gunnarsson.
Við Þóra Steinunn hittumst
fyrst haustið 1963, þegar við hóf-
um nám í stúdentadeild Kennara-
skóla Íslands. Það var góður vetur
sem við áttum saman og útskrif-
uðumst með haldgott veganesti til
að kenna börnum og unglingum.
Þóra Steinunn vann upp frá því
ávallt við kennslu og bætti við sig
námi í þeim fræðum, meðan ég
söðlaði um eftir 12 ár og gerðist
æskulýðsfulltrúi í Þjóðkirkjunni
og síðar prestur. Þá fyrst urðum
við nánir vinir.
Þóra Steinunn bjó þá ásamt
manni sínum, sr. Þórhalli Hösk-
uldssyni, og börnum þeirra á
Möðruvöllum í Hörgárdal og ég
varð tíður gestur á heimili þeirra
og náinn vinur upp frá því. Þau
bjuggu sér fallegt heimili þar sem
var gott að koma, fyrst á Möðru-
völlum og síðar á Akureyri. Þór-
hallur féll reyndar frá aðeins 52
ára gamall, en vinátta okkar var
sterk og hefur enst vel – og einnig
vinátta við börnin.
Þóra Steinunn var hæf og stað-
föst kona, áhugasöm um að gefa
börnum sínum, nemendum og
samferðafólki gott og fjölbreytt
veganesti til lífsins. Hún var mikil
ræktunarkona og natin við rósirn-
ar sínar, sem hún hélt mikið upp á.
Þá var hún áhugasöm við hann-
yrðir, einkum útsaum, og best leið
henni þegar hún saumaði helgi-
myndir. Þetta tvennt, ilmandi rós-
ir og helgimyndir hennar með ótal
sporum, eru mér sem myndir af
henni og tákn um vilja hennar í líf-
inu: Að rækta rósir í margföldum
skilningi og vera öðrum til bless-
unar.
Þau hjónin voru samtaka í lífinu
og studdu hvort annað í blíðu og
stríðu og báru virðingu hvort fyrir
öðru. Þóra Steinunn fylgdi manni
sínum í kirkjustarfinu og naut
þess að vera með. Heilagleikinn
var henni mikilvægur. Þórhallur
gekk í störfin heima eftir þörfum
og átti oft annríkt, en hann hafði
þá mikilvægu hæfileika að hafa
alltaf tíma og bera umhyggju fyrir
þeim sem voru í kringum hann.
Það varð því eiginkonunni mikið
áfall að missa hann svo fljótt.
Eftir að Þóra Steinunn hætti að
kenna var hún talsvert á ferðinni
milli Akureyrar og Reykjavíkur til
að hitta börn og barnabörn, fjöl-
skyldu og vini. Kom hún þá iðu-
lega við hjá okkur Óla á Blönduósi
og gisti og treysti vináttuböndin.
Það voru dýrmætar stundir, sem
við erum þakklát fyrir.
Sumarið 2015 greindist hún
með slæmt krabbamein og tókst á
við veikindin og meðferðina af ein-
stöku æðruleysi og trúarstyrk.
Var hún okkur hinum enn hin
besta fyrirmynd. Síðastliðið vor,
þegar hún var veikburða að jafna
sig eftir meðferð, fórum við saman
á setningu prestastefnunnar í
Kópavogi og naut hún þess vel að
vera í þeim félagsskap, sem hafði
verið henni svo dýrmætur í ára-
tugi.
Minningin um góðan vin, sterka
og hæfileikaríka konu mun ylja og
gleðja um ókomna tíma.
Guð blessi minningu Þóru
Steinunnar Gísladóttur og fjöl-
skyldu hennar alla.
Stína Gísladóttir.
Látin er kær vinkona okkar,
Þóra Steinunn Gísladóttir. Vinátta
okkar á sér langa sögu en við
kynntumst á fyrstu námsárum
okkar í Menntaskólanum á Akur-
eyri, þar sem saman komu ung-
menni alls staðar að af landinu og
námu og þroskuðust saman í fjóra
vetur. Þar bundust sterk vináttu-
bönd sem hafa styrkst í áranna
rás.
Steina, eins og hún var kölluð,
dökkhærð og myndarleg, kom í
hópinn með ró og festu sem ein-
kenndi hana alla tíð. Hún var
metnaðarfull og góð námsmann-
eskja og reyndist einnig strax vin-
ur vina sinna.
Fljótlega kom inn í líf hennar
glæsilegur piltur úr Hörgárdaln-
um, Þórhallur Höskuldsson, sem
vann hjarta hennar og saman áttu
þau farsæla sambúð þangað til
hann féll frá langt um aldur fram,
öllum harmdauði.
Eftir námsárin á Akureyri lá
leið flestra til Reykjavíkur til
náms og starfa. Margar stelpurn-
ar fóru í Kennaraskólann og valdi
Steina þá leið og varð kennsla
hennar ævistarf.
Heimkynnin fyrir norðan heill-
uðu og þegar Þórhallur hafði lokið
guðfræðináminu vígðist hann að
Möðruvöllum í Hörgárdal og þau
fluttu norður.
Þegar hugsað er til baka birtast
ljúfar minningar um samvistir við
Steinu og Þórhall. Þau voru góð
heim að sækja, hvar sem þau
bjuggu, gestrisin og skemmtileg.
Tekið var á móti öllum af hlýju og
rausn og nutum við og fjölskyldur
okkar þess í ríkum mæli. Gaman
er líka að minnast samvista frá
námsárunum í Reykjavík þar sem
boðið var til veislu í kjallara-
íbúðina við Ásvallagötu og á borð-
um var saltkjötið að norðan sem
húsbóndinn hafði saltað í tunnu.
Steina var fagurkeri og heimilið
prýtt hannyrðum hennar og fögr-
um munum. Lóðinni á Hamars-
tígnum breytti hún í unaðsreit,
lystigarð, þar sem hún undi sér
öllum stundum á sumrin. Eftir-
minnilegar eru heimsóknir stúd-
enta ’62 á afmælishátíðum þar
sem myndir af hópnum eru teknar
í lystigarði hennar, en hún lét sig
ekki muna um að taka oftar en
einu sinni á móti öllum hópnum í
mat og drykk, söng, spjall og
gleði.
Steina rækti okkur vinkonur
sínar vel, kom gjarnan í sólar-
hringsheimsókn og gisti þá til
skiptis hjá okkur öllum eina og
eina nótt. Þannig náðist gott spjall
bæði í kvöldkaffi og morgunsopa.
Þetta voru skemmtilegar heim-
sóknir, fjörugar samræður og
komið víða við. Hún var húmoristi
og glögg á skoplegar hliðar mann-
lífsins en jafnframt næm á líðan
þeirra sem fundu til. Sjálf fór hún
ekki varhluta af sorg og erfiðleik-
um en sótti sér huggun í trú sína
og innri styrk. Það sáum við oft,
ekki síst nú í veikindum hennar
þar sem æðruleysi og ró voru
hennar aðalsmerki.
Að leiðarlokum þökkum við
áralanga, dýrmæta vináttu og
tryggð.
Elsku Gísli, Björg, Höskuldur,
Anna Kristín og fjölskyldur, við
sendum ykkur öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þóru Stein-
unnar.
Jósefína Friðriksdóttir,
Margrét Erlendsdóttir,
Stefanía Valdís
Stefánsdóttir.
Þóra Steinunn
Gísladóttir
HINSTA KVEÐJA
Við leggjum blómsveig á beðinn
þinn
og blessum þær liðnu stundir
er lífið fagurt lék um sinn
og ljúfir vinanna fundir
en sorgin með tregatár á kinn
hún tekur í hjartans undir.
Við þökkum samfylgd á lífsins
leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar
skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Edda Snorradóttir.