Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 ✝ Markús E. Jen-sen fæddist á Eskifirði 9. mars 1945. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. des- ember 2016. Foreldrar hans voru þau Markús E. Jensen, f. 1897, d. 1965, og Elín B. Jensen, f. 1901, d. 1993. Markús var yngsta barn þeirra hjóna en systkini Markúsar eru: Atli, f. 1925, d. 2009, Karitas, f. 1928, d. Unnusta Berglind Bergmann, f. 1988. Fyrir átti Markús: 1) Bjarna Markússon, f. 1967. Eiginkona Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir, f. 1970. Þau eiga tvær dætur. 2) Sigrúnu Markúsdóttur, f. 1968. Hún á tvær dætur. Eftir hefðbundið skyldunám fór Markús í Verslunarskóla Ís- lands og tók verslunarpróf. Lengst af starfaði hann við tryggingaráðgjöf. Áhugamál Markúsar voru fjölmörg; svo sem íþróttir og var hann öflugur stuðningsmaður Knattspyrnu- félagsins Vals. Útför Markúsar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. janúar 2017, kl. 15. 2012, og Þórarinn Elmar, f. 1930. Sambýliskona Markúsar var Magdalena Kjart- ansdóttir, f. 1958, og eignuðust þau Elínu Mettu Jen- sen, f. 1995. Fyrir átti Magdalena: 1) Katrínu Þórarins- dóttur, f. 1980. Maki Aron Freyr Lúðvíksson, f. 1979. Þau eiga tvær dætur. 2) Stefán Þórarinsson, f. 1986. Nú er komið að kveðjustund, elsku besti. Við vissum bæði að hið óumflýjanlega væri að nálg- ast og sofnaðir þú svefninum langa á jóladag, náðir aðfanga- dagskvöldi eins og þú ætlaðir þér. Þegar ástvinur greinist með ólæknandi sjúkdóm þá breytist tilveran snögglega. Þá gagnaðist okkur vel að ræða málin op- inskátt og gráta saman svona í bland við léttleika. Þú sýndir mikla seiglu og baráttu í öllu ferlinu, sagðist vera ósáttur við að kveðja litlu fjölskylduna þína eins og þú kallaðir okkur alltaf en sagðist samt þurfa að hlíta því. Æðruleysið var með í för. Þú varst umvafinn nánustu ætt- ingjum og vinum allt veikinda- ferlið og naust þess að eyða tíma með þeim sem þér þótti vænt um. Tæknin var notuð til að heyra í ástvinum sem bjuggu er- lendis. Þegar leiðir okkar lágu saman hafðir þú oft valið erfiðar leiðir í lífinu en saman tókst okkur að búa til fjölskyldu. Við eignuð- umst Elínu Mettu og þá vorum við orðin fimm manna fjölskylda því fyrir átti ég Katrínu og Stef- án. Verkefnin sem við fáum í líf- inu eru margvísleg og við feng- um okkar verkefni, sem við saman komumst í gegnum. Eftir sitja margar góðar minningar, sem gott verður að rifja upp í framtíðinni um leið og lífið held- ur áfram. Okkur auðnaðist að stunda sameiginleg áhugamál og jafnframt að sinna eigin hugð- arefnum, því það hentaði okkur báðum illa að vera niðurnjörvuð. Við þurftum bæði að finna fyrir persónulegu frelsi. Skoðanir okkar lágu ekki alltaf saman og í málunum sem mest bar á milli vorum við sammála um að vera ósammála. Þegar ég lít yfir árin okkar saman þá undrast ég mest hve hratt tíminn hefur flogið áfram. En minningarnar lifa; skemmti- legar stundir með börnum, barnabörnum og fjölskyldu. Hlíðarendi var sameiginlegur áfangastaður þar sem við höfum eignast marga góða vini í gegn- um tíðina. Lífið heldur áfram og við litla fjölskyldan þín munum standa saman og svo munum við auðvit- að halda áfram að lifa lífinu lif- andi. Takk fyrir allt, ástin mín. Mér finnst ég ennþá skynja augnaráð þitt, en það er víst minning. Magdalena Kjartansdóttir. Sjá himins opnast hlið Heilagt englalið fylking sú hin fríða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal yfir eymdardal. Í heimi’ er dimmt og hljótt, hjarðmenn sjá um nótt ljós í lofti glæðast, það ljós Guðs dýrðar er, hjörtu þeirra hræðast, en Herrans engill tér; Óttist ekki þér. Með fegins fregn ég kem: Fæðst í Betlehem blessað barn það hefur, er birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð Þökk sé Guði gjörð Já, þakka sál mín, þú, þakka’ og lofsyng nú fæddum friðargjafa, því frelsari’ er hann þinn, seg þú: Hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn vinur velkominn. Ó, Guðs hinn sanni son, sigur, líf og von rís með þér og rætist þú réttlætisins sól allt mitt angur bætist, þú ert mitt ljós og skjól. Ég held glaður jól. Á hæstri hátíð nú hjartafólgin trú honum fagni’ og hneigi af himni’ er kominn er, sál og tunga segi með sælum englaher. Dýrð sé Drottinn þér. (Björn Halldórsson) Hvíl í friði, elsku pabbi. Bjarni og Sigrún Guðný Markúsarbörn. Fyrir rúmu ári síðan greind- ist Markús með krabbamein. Það var erfitt að horfa upp á ástvin veikjast svo alvarlega og upplifa hjálparleysið sem því fylgir. Eins og hans var von og vísa sýndi hann af sér mikið æðruleysi; hélt alltaf sínu striki. Fram til síðasta dags sýndi hann tilvist og tíma annarra virðingu og neitaði að láta veikindin bitna á öðrum. Stundum beit hann fullmikið á jaxlinn. Þannig var hann alla tíð. Hann var harður af sér, kvartaði lítið og fann ljósu punktana í tilverunni. Við munum hversu glaður hann var að vakna á morgnana og í erf- iðum veikindum sínum var hann þakklátur fyrir hvern dag sem hann vaknaði, fullur tilhlökkun- ar að takast á við verkefni dags- ins. Jólin eftir að hann greindist vorum við öll saman, sem hefur verið fátíðara eftir að hluti fjöl- skyldunnar fluttist utan til náms. Markús var maður hefða og var yndislegt að geta deilt gleði hans yfir því að hafa börn sín og barnabörn hjá sér yfir hátíðarn- ar. Við náðum öðrum jólum með honum en hann var staðráðinn í að eiga aðra hátíð með fjölskyld- unni áður en hann lést á jóladag. Með hlýju sinni sýndi hann hversu stoltur hann var af okkur og að hann elskaði okkur. Von- andi sofnaði hann á aðfangadag, vitandi hversu mikið hann var elskaður á móti. Mikið söknum við þín, við verðum ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og heiðrum við minningu þína með því að tileinka okkur þína kosti og hugsa til þín í hvert skipti sem fjölskyldan kemur saman. Þú lifir ávallt í hjörtum okkar. Elín Metta Jensen, Katrín Þórarinsdóttir og Stefán Þórarinsson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Í dag er mætur maður borinn til grafar. Markús E. Jensen er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein. Markús og Malla systir mín hafa átt samleið í 26 ár og það var hamingjuspor beggja þegar þau kynntust og ákváðu að deila lífinu saman. Það er sárt til þess að hugsa að þeim skuli ekki auðnast að fá meiri tíma saman þar sem þau voru svo ástfangin og hamingju- söm. Markús var frá Eskifirði eins og móðurfólkið mitt. Að honum stóð gott og vænt fólk og það er einmitt rétta lýsingin á Markúsi, hann var góður og vænn maður sem mér þótti vænt um. Hann var vel gefinn, skemmtilegur og gaman að ræða við hann. Hann kallaði mig stundum Liselott sem ég hafði lúmskt gaman af. Fyrir nærri hálfri öld vann ég hjá SÍS og hitti þá fyrsta Jen- seninn. Arnþór Jensen, hjá Pöntunar- félagi Eskifjarðar, kom til höf- uðborgarinnar á innkaupafundi til að kaupa inn meðal annars Arabia-matarstell, Hoyang-potta og brjóstahöld fyrir Eskfirðinga. Við þau tækifæri voru heims- málin rædd og reyktir mynd- arlegir vindlar. Ég tók strax eftir Eskfirð- ingnum með Jensen-nefið, nef sem einkennir marga Jensena og eru mikil prýði. Að ég ætti eftir að tengjast bróðursyni hans, Markúsi, aldarfjórðungi síðar var skemmtileg tilviljun. Þar valdi Malla systir sér flottan lífsförunaut sem reyndist börn- um Möllu, þeim Katrínu og Bóbó, sem hún átti áður, ein- staklega vel. Eitt barn eignuðust þau saman, hana Elínu Mettu, sem ber foreldrum sínum gott vitni um ástúðlegt og gott upp- eldi. Markús var Valsari og tók virkan þátt í félagsstarfi félags- ins og seinna þegar Elín Metta fór að æfa knattspyrnu þá voru þau bæði Markús og Malla virk í starfi fyrir Val. Í stúdentsveislu Elínar Mettu vorið 2015 kom í ljós í þeim ræðum sem þar voru haldnar að þau væru stundum kölluð M&M á meðal vina í Val og finnst mér það lýsa því vel hvað þau voru samstiga í lífinu og samhent í því að styðja Ellu í fótboltanum. Markús var mikill fagurkeri og smekkmaður og hugsaði vel um sitt fallega heim- ili með Möllu. Móður minni verður tíðrætt um það hversu góður Markús var alltaf við hana. Henni er minnisstætt er hún fór með okk- ur systrum og mökum til Barce- lona fyrir tíu árum í tilefni af 80 ára afmæli hennar. Markús kom því til leiðar að við sáum Eið Guðjohnsen spila með liði sínu í Barcelona á Camp Nou og allir skemmtu sér vel. Það var mikið áfall þegar Markús greindist með krabba- mein. Fljótlega kom í ljós að ekki yrði hægt að skera meinið í burtu og þá varð ljóst að þetta var orðið spurning um hversu langan tíma hann hefði hér á Hótel Jörð. Malla hugsaði vel um Markús sinn í veikindunum og hlúði svo fallega að honum og þá kom líka í ljós hversu gott og náið sam- band þeirra var. Elsku Malla, Elín Metta, Katrín og Bóbó og fjölskyldur ykkar, megi allar góðar minn- ingar um Markús ylja ykkur og hugga nú að honum gengnum. Megi minningin um mætan mann lifa. Jórunn Lísa Kjartansdóttir. Enn er hann á ferðinni, mað- urinn með ljáinn. Það tekst oft að bægja honum frá eða snúa á hann með góðri læknishjálp. En á endanum hefur hann alltaf betur, stundum allt of snemma. Nú hefur hann hrifið á brott góðan dreng, kæran mág og svila, Markús Jensen. Þau Magdalena systir kynnt- ust fyrir nærri aldarfjórðungi, bæði í sárum eftir sambandsslit. Gagnkvæm ást og virðing ein- kenndi sambúð þeirra, og af al- úð og smekkvísi settu þau sam- an hlýlegt og fallegt heimili. Börn Möllu dáðu Markús, og dóttir þeirra Möllu, Elín Metta, var augasteinn föður síns. Knattspyrnan og Valur hafa löngum verið sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar, enda borið góðan árangur á vellinum. Þær mæðgur hafa staðið þétt við Markús í veikindum hans, svo og hin börnin á hliðarlín- unni. Við þökkum Markúsi góða samfylgd og sendum Möllu og börnunum innilegar samúðar- kveðjur. Kristbjörg og Björn. Það var fyrirsjáanlegt þegar hringingin kom. Makki frændi er látinn. Við vonuðumst til að hann næði að halda jólin heima og átti hann yndislegt aðfanga- dagskvöld með fjölskyldunni sinni. Makki kvaddi á jóladags- morgni í faðmi fjölskyldunnar. Jóladagur var friðsæll og fal- legur og um leið svo táknrænn fyrir frænda okkar. Í örfáum orðum langar okkur að minnast elskulegs frænda sem kvaddi alltof fljótt. Það mátti oft ekki á milli sjá hvort við litum á hann sem stóra bróð- ur eða frænda. Söknuðurinn knýr dyra og hugurinn reikar til baka til Leifsgötunnar, til ömmu Elínar og afa Markúsar og síðar til Makka og ömmu. Makki sat langdvölum hjá mömmu sinni síðustu árin hennar og sinnti henni af mikilli ást og umhyggju en sú væntumþykja var gagn- kvæm svo ekki varð um villst. Það er margs að minnast og margt að gleðjast yfir þegar litið er um öxl. Mannvænleg börn og góð fjölskylda. Malla var klett- urinn í lífi hans og svo kom Elín Metta, yngsta barnið. Þú hafðir svo marga góða eiginleika, Makki minn. Þú áttir ekki langt að sækja snyrtimennskuna og smekklegheitin, alltaf óaðfinnan- legur til fara en varst lítið fyrir að láta á þér bera. Þú hafðir ekki þörf fyrir það. Þú lést verk- in tala. Yfirvegun þín og rólyndi þitt var aðdáunarvert og okkur hinum til eftirbreytni. Skoðunum þínum varð ekki haggað. Þú varst svo staðfastur í trúnni, hvort sem um var að ræða pólitík eða íþróttir og er óþarfi að taka það fram hversu mikill Valsari þú varst. En þér tókst líka að smita íþróttaáhuga þinn í Elínu Mettu og ekki þarf að fjölyrða um hversu hæfileika- rík hún er, bæði í námi og starfi. Þú áttir þinn þátt í því. Elsku Makki, takk fyrir hversu yndislegur þú varst við mömmu í veikindum hennar. Það var sterkur strengur á milli ykkar systkinanna, hún eina systirin og þú litli bróðir. Okkur fannst mikill missir að pabba og mömmu skömmu síðar og nú ert þú líka farinn. Það er skrítið að sjá á eftir ykkur öllum með ekki svo löngu millibili. Söknuðurinn er mikill. Að leiðarlokum viljum við þakka þér samfylgdina í gegn- um öll árin, biðjum góðan Guð að varðveita þig á nýjum stað. Hvíl í friði, elsku frændi. Steinunn, Þórunn, Bryndís, Lára Anna og Óskar Már. Gamall og góður vinur, Mark- ús E. Jensen, er fallinn frá, kvaddi á jólanótt. Markús greindist með illvígan sjúkdóm fyrir meira en ári síðan og háði hetjulega baráttu við sjúkdóm- inn af miklu æðruleysi. Hann kvartaði aldrei þó mjög væri af honum dregið, eins og vitnaðist er við fórum saman þrír gamlir vinir í skötu rétt fyrir jól. Mark- ús sýndi okkur sitt jákvæða og hugprúða eðli í þessari baráttu, en það er gjarnan við slíkar að- stæður að maður kynnist hinum innri manni best. Vinskapur okkar Markúsar nær aftur til barna- og gagn- fræðaskólaáranna í Austurbæj- arskólanum og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Er margs að minnast frá þessum æskuárum. Við dvöldum saman í Vatnaskógi og áttum þar frábæra daga og kynntumst því sem sr. Friðrik talaði til unga fólksins og hefur reynst ágætt veganesti út í lífið. Snemma lá leið okkar á Hlíð- arenda að æfa og leika fótbolta með yngri flokkum í Val og höf- um við tengst félaginu á ýmsan hátt síðan og m.a. lék Markús innanhússbolta með Old Boys í Val um árabil. Valur sér nú á eftir eldheitum stuðningsmanni. Eftir ungdómsárin skildi leið- ir í nokkurn tíma og átti Markús þá í baráttu við áfengisdrauginn sem hann losaði sig síðan við fyrir fullt og allt með hjálp góðs fólks á Vogi fyrir þrjátíu árum. Straumhvörf urðu í lífi Mark- úsar á þessum tíma því skömmu síðar kynntist hann ástinni sinni, Magdalenu Kjartansdóttur, Möllu, og hóf með henni búskap ásamt hennar efnilegu börnum sem hafa reynst honum ákaflega vel í veikindastríðinu. Malla og Markús eignuðust Elínu Mettu sem var augasteinn og stolt Markúsar, en þar fer einstak- lega glæsileg og vel gerð stúlka. Snemma fór hún að mæta á Hlíðarenda með foreldrum sín- um og var þá teningunum kast- að um hennar framtíð og frama í knattspyrnu. Með Markúsi er genginn ljúf- ur og góður vinur sem hafði marga góða mannkosti til að bera, frjálslyndur í skoðunum og lítt hrifinn af mikilli forræðis- hyggju, sjálfstæðismaður af gamla skólanum. Ég kveð kæran vin og votta Möllu og fjölskyldu innilega samúð okkar Kristínar. Markús er „farinn heim“, eins og við segjum í skátunum. Minningin um góðan vin lifir. Ólafur G. Gústafsson. Með Markúsi Jensen er fall- inn frá góður félagi og traustur Valsmaður. Markús var virkur félagi í Fulltrúaráði Vals, þar sem menn hittast reglulega á fundum og málefni Vals á hverj- um tíma eru rædd. Markús hafði ákveðnar skoðanir sem einatt tóku mið af því að vegur Vals væri ávallt sem mestur og ár- angur keppnisliða Vals í sam- ræmi við það. Markús fylgdist vel með öllu því sem fram fór í félaginu enda heimsóknir á Hlíð- arenda fastur liður í litrófi lífs hans. Áhugi hans á knattspyrnu var mikill og var hann fastagest- ur á leikjum Vals, bæði í fótbolta og handbolta, og studdi lið sitt fram til síðasta dags. Sérstak- lega vil ég geta starfa þeirra hjóna, Markúsar og Magdalenu, fyrir Val. Nú á nýliðnum gaml- ársdegi þar sem fram fór árlegt val á íþróttamanni Vals var Magdalena, eiginkona Markús- ar, heiðruð og þakkað sérstak- lega fyrir frábært sjálfboðaliða- starf fyrir Val á liðnum árum. Þar var Markús einnig alltaf ná- lægur ef aðstoðar var þörf. Dóttir þeirra hjóna, Elín Metta Jensen, er leikmaður með meist- araflokki Vals og landsliðskona í knattspyrnu. Að leiðarlokum vill Fulltrúa- ráð Vals þakka Markúsi fyrir samfylgdina og um leið votta fjölskyldu hans og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúð. Megi minningin um góð- an dreng lifa. F.h. Fulltrúaráðs Vals, Halldór Einarsson. Góður vinur og félagi í Knatt- spyrnufélaginu Val, Markús E. Jensen, er fallinn frá. Þau tíð- indi bárust okkur félögum hans í eldri flokki karla í knattspyrnu að á jóladag hefði Markús eftir baráttu við krabbamein lotið í lægra haldi fyrir þessum skæða sjúkdómi. Okkur setti hljóða og upp kom í hugann að þrátt fyrir alla bjartsýni og jákvæðni, þá þarf að búa sig undir að taka því að svona getur einnig farið. Markús hafði búið sig undir þetta og upplýst okkur æfingafélaga sína um að hann myndi fara í erfiða baráttu til að vinna bug á þess- um sjúkdómi og tók því með æðruleysi. Markús var félagi í Val í ára- tugi. Hann stundaði að mestu innanhússknattspyrnu og var einkar áhugasamur um að tímar féllu ekki niður og ýtti vel á að menn mættu jafnt á sumri sem og að vetri. Hann var með gott keppnisskap og menn fengu al- veg að heyra það þegar honum fannst á sitt lið hallað og svo var það búið við leikslok. Hann var góður félagi og fjölfróður um menn og málefni. Markús var einnig mjög um- hyggjusamur gagnvart stjúp- börnum sínum, Stefáni og Katr- Markús E. Jensen Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.