Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 ✝ Elín Ólafsdóttirfæddist á sjúkrahúsinu í Keflavik 15. ágúst 1974 . Hún lést á Sahlgrenska Uni- versity-sjúkrahús- inu í Gautaborg, Svíþjóð, 16. desem- ber 2016. Foreldrar Elínar heita Ólafur B. Ólafsson, fæddur 21. september 1940, dáinn 28. september 2014, og Elín Júl- íusdóttir, fædd 15. júlí 1944. Systkini Elínar eru Júlíus, Ólafur og Guðmunda Ólafs- börn. Elín lætur eftir sig eig- inmann, Ragnar Má Guðmunds- son, og tvö börn; Viðar Má Ragn- arsson og Júlíu Dögg Ragn- arsdóttur. Elín út- skrifaðist sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suð- urnesja 1994 og sem kennari 2004 og ökukennari 2010. Elín vann aðallega sem flug- freyja frá árinu 1997, byrjaði hjá Flugfélagi Íslands í innan- landsflugi og byrjaði svo hjá Icelandair árið 2000. Útför Elínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 5. jan- úar 2017, klukkan 13. Það er með miklum trega sem við kveðjum vinkonu okkar og skólasystur Elínu Ólafsdóttur. Margt var brallað í gegnum tíðina og margar góðar minningar rifj- ast upp þegar litið er til baka. Minningin um Elínu verður ávallt í hjörtum okkar. Elín var hlédræg og lítillát en mjög sterkur persónuleiki. Hún var stórglæsileg að innan sem ut- an og algjört hörkutól. Elín var hreinskilin, hrein og bein og vinur vina sinna. Hún var traust og stóð með þeim sem stóðu henni næst og studdi við bakið á þeim sem þurftu á að halda. Hún var góð- hjörtuð og góð manneskja. Við vinkonurnar brölluðum ýmislegt saman og setti Elín, með húmorinn sinn og brosið, stóran svip á hópinn. Hún var mjög skemmtileg og hress í góðra vina hópi. Við kveðjum Elínu með mikl- um söknuði og skarð hefur mynd- ast í saumaklúbbinn. Hún mun eiga stað í hjörtum okkar og þeg- ar við hittumst allar saman mun- um við minnast hennar með sög- um um hlýja og dásamlega vinkonu. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig, þarf ég bara að sitja og hugsa um þig þar er eins og að losni úr læðingi lausnir, öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér. Og ég veit að þú munt elska mig og geyma mig og gæta hjá þér. Þó ég fengi ekki að þekkja þig þú virðist alltaf geta huggað mig. Það er eins og þú sért hér hjá mér og leiðir um mig veg. Þegar tími minn á jörðu hér liðinn er og þá ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Elsku Ragnar, Viðar Már og Júlía Dögg, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Brynja Sif, Eygló, Guðbjörg, Hólmfríður (Hófí), Jónína, Thelma og Agnes. Nú er fallin frá Elín Ólafsdótt- ir, æskuvinkona mín. Elín hafði marga góða eiginleika sem vöktu jafnt aðdáun mína og traust. Best var að maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Auk þess var hún algjör nagli, vinnusöm og ein- beitt, glaðvær og einlæg. Í upphafi var vinátta okkar ekki áreynslulaus. Elín var ávallt hlédræg og hógvær en auðsveip var hún ekki. Báðar vorum við skapmiklar og þrjóskar og við vorum sko ekki alltaf á eitt sáttar. Sem betur fór stóðum við samt af okkur rifrildin og úr varð einstök vinátta sem byggðist á gagn- kvæmri virðingu. Hvor tók hinni með kostum og göllum viðkom- andi. Mér er minnisstætt samtal sem við áttum í eldhúsinu í Baug- holtinu eitt sinn er við vorum í óðaönn að undirbúa komu „Týndu nálarinnar“. Óvenju langt var síð- an við höfðum hist og við töluðum um að sama hversu langt liði á milli þess sem við hittumst þá væri svo auðvelt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og hefja spjallið eins og við hefðum bara hist í gær. Nú verður þráðurinn ekki tek- inn upp aftur og eftirsjáin og söknuðurinn er mikill. Fyrst það var svona gaman saman … af hverju vorum við þá ekki meira saman? Það er fátt um svör og lít- ið hægt að gera nema draga lær- dóm af þessu og hlúa vel að þeim vináttuböndum sem eftir standa. Ég er svo þakklát fyrir okkar síðustu samverustund. Þetta kvöld hittist vinkvennahópurinn nær allur, það var mikið hlegið og spjallað langt fram eftir öllu. Enda þótt Elín væri orðin mjög veik, þá leit hún svo vel út og nán- ast geislaði. Í raun var skrýtið að vita hversu veik hún var, óttast um líf hennar og hugsa á sama tíma hversu vel hún leit út. Áður en Elín fór faðmaði ég hana og hvíslaði að henni hversu mér þætti óskaplega vænt um hana og hún svaraði í sömu mynt. Ég er svo þakklát fyrir þessa frábæru kvöldstund, þessa minningu og fyrir þetta faðmlag. Kæra vinkona, ég mun ávallt varðveita minningu þína í hjarta mér. Takk fyrir vináttuna. Á kveðjustund eiga margir um sárt að binda en elsku Ella, Raggi, Viðar Már og Júlía Dögg, hjá ykkur er sorgin sárust og missirinn mestur. Ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þorgerður Magnúsdóttir. Elsku hjartans Elín. Sumir vilja meina að það sé ekki tímalengdin sjálf heldur traustið sem myndast sem skil- greinir góða vináttu – ég held að það eigi vel við í okkar tilviki. Við kynntumst í ársbyrjun 2014 en tengdumst strax okkar hjartans böndum og fundum skilning og stuðning hvor hjá annarri. Þegar ég hugsa til baka þá ein- kenndust okkar samskipti eftir Reykjalund af tímaskorti tveggja upptekinna kvenna sem vildu gjarnan hittast sem mest, en tóku lítið tillit til eigin „bilana“ og höfðu nóg að gera við að sinna vinnu, fjölskyldu, námi og öðrum verkefnum. Þegar við hittumst þá gátum við speglað okkur hvor í annarri og fundið þannig aukinn styrk. Við vorum auðvitað aldrei sáttar við stöðuna en saman gát- um við ýmist fengið útrás fyrir pirring og ótta eða hlegið yfir vandræðagangi og sameiginleg- um upplifunum. Við hefðum átt að hittast miklu oftar og vera enn duglegri að hugsa um eigin heilsu. Ég veit – og hef heyrt frá vin- konum þínum – að það þýddi ekk- ert að stjórnast í þér eða segja þér að slaka betur á og þiggja að- stoð. Þú varst prívat manneskja, alger nagli og barst þig alltaf vel, varst lítið fyrir að vekja athygli á þér og lengst af þögul um raun- verulega líðan. Ég vildi samt óska að ég hefði reynt betur að hafa áhrif á þig og stutt þig enn betur í þessari baráttu, án þess þó að hafa neinar forsendur til að halda að það hefði nokkru breytt. Ég vildi óska að ég gæti fengið tækifæri til að fara með þér í góð- an göngutúr með fullt af fersku lofti eins og við ræddum síðast þegar við hittumst. Ég veit að það var eitt af því sem þú þráðir – að ganga úti og líða vel á meðan. Við hefðum grínast með ósýnilega og sýnilega áverka eins og við gerð- um svo oft og með þínum svarta húmor fundið jákvæðar hliðar á ólíklegustu hlutum. Þó göngu- túrinn verði ekki eins og ætlað var fylgir minning þín mér áfram í huga og hjarta á minni göngu. Elsku Elín, takk fyrir þína fal- legu og dýrmætu vináttu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég votta Ragnari Má, Viðari Erni, Júlíu Dögg, sem og ástvin- um öllum, mína dýpstu samúð. Hjartans kveðjur, Ragna. Elsku Elín. Hver hefði trúað því að þegar við hittumst í Bónus þann 19. nóv- ember síðastliðinn væri það í síð- asta sinn? Við ræddum heillengi saman á ganginum og áttum erfitt með að kveðjast og það var eins og við vissum að það væri í hinsta sinn. Þú fékkst kallið í hjarta- skiptaaðgerð aðfaranótt 20. nóv- ember og hélst af stað til Gauta- borgar þá um nóttina. Næstu dagar og vikur voru erfiðar. Þú barðist hetjulega en þurftir að lokum að láta undan og lést í faðmi Ragga þíns að morgni 16. desember. Margar minningar koma upp í hugann en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa þitt fallega bros. Þegar þú brostir áttir þú það til að lýsa upp umhverfið og þú geislaðir. Við áttum margar skemmtileg- ar stundir saman áður en börnin okkar fæddust en þegar við eign- uðumst drengina okkar á sama ári styrkti það vinaböndin okkar enn frekar, að ganga í gegnum þessa sameiginlegu reynslu. Það var mér mikils virði að geta leitað til þín þar sem Viðar er fæddur nokkrum mánuðum á undan Sæv- ari mínum og þú varst mér ómet- anlegur stuðningur. Þegar strákarnir stækkuðu og fóru í skóla mættir þú með mér á foreldrafundi þegar ég þurfti á stuðningi að halda. Þú varst nefnilega alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa þegar þess þurfti og stóðst eins og klettur við hliðina á manni. Betri vinkonu var ekki hægt að fá. Í sumar þegar ákvörðunin hafði verið tekin um að þú þyrftir að fara í hjartaskipti ákváðuð þið Raggi að gifta ykkur. Þú baðst mig að koma með þér að kaupa kjól og stökk ég á það tækifæri þar sem þú varst ekki vön að biðja um aðstoð. Það var nefnilega eitt af því sem einkenndi þig, þú vildir gera allt sjálf og baðst nánast aldrei um aðstoð en varst samt sú fyrsta til að koma ef einhver ann- ar þarfnaðist hennar. Við fórum því saman, ásamt Júlíu, að kaupa kjól sem þú varst svo falleg í og þú geislaðir á brúðkaupsdaginn þrátt fyrir að hafa farið í smá að- gerð nokkrum dögum áður. Þú varst að fara að giftast honum Ragga þínum svo þú faldir sárs- aukann til þess að eiga með hon- um þennan yndislega dag. Við áttum langt og gott samtal í sumar þar sem við ræddum að- gerðina sem var í vændum og lífið almennt. Við tókum það loforð hvor af annarri að hugsa um börn hinnar ef önnur okkar félli frá sem á þeim tímapunkti var svo fjarlægur möguleiki. Meiningin var samt innileg af beggja hálfu og mun ég standa við það loforð. Elsku Raggi, Viðar, Júlía og fjölskylda. Ykkar missir er mikill en minning um fallega eiginkonu, móður, dóttur, systur, mágkonu og frænku lifir áfram. Þín vinkona að eilífu, Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir (Gullý). Elín Ólafsdóttir Það ber ekki allt upp á sama dag er setning sem mamma kenndi mér og sagði hún mér að mamma sín hefði kennt sér. Þessa setningu heyrði ég oft í æsku og fékk að reyna og skilja að það eru orð að sönnu. Það er nefnilega þannig með lífið að við upplifum ekki öll góða daga á sömu dögunum. Já, okkur ber að vera auð- mjúk og lítillát og muna eftir að allir fá sinn skerf af ham- ingju og gleði en líka af sorgum og erfiðleikum. Og það er ein- mitt þannig sem ég minnist elskulegrar ömmu minnar því hún kenndi mér svo margt um hvað var rétt og rangt í þessum heimi. Ég fékk ekki aðeins að bera gælunafn hennar „Lalla“ held- ur fékk ég líka að mótast af hennar áhrifum í lífi mínu. Ég man sérlega eftir því að amma var alltaf með leiki í stofunni í Langagerði og hún var svo dugleg að leika með okkur „fal- inn hlut“. Það var þannig að amma faldi fyrst og við krakka- skarinn fórum inn í eldhús og biðum. Svo komum við fram þegar amma sagði „hó“. Þá mátti amma segja okkur hvort hluturinn væri fugl eða fiskur sem þýddi að annaðhvort var hann hátt uppi eða lágt niðri. Mjög oft var stofan full af fullorðnu fólki að drekka kaffi en amma var bara að leika við okkur börnin innan um full- orðna fólkið. Ég elskaði að koma í sauma- herbergið hennar uppi á lofti og sjá hvað hún var að gera. Oft þegar við komum í heim- sókn var amma í „þurrkunni“ sem var stór geymir sem hún stakk höfðinu inn í og yfir „rúllurnar sínar“ og beið í góð- an tíma uns hárið var orðið þurrt og krullurnar tilbúnar. Litlu jólin voru árlegur við- burður þar sem amma hnoðaði í laufabrauð handa öllum skar- anum og bjó til konfekt með okkur börnunum og við spil- uðum púkk. Afi og amma spiluðu við okk- ur endalaust og við lásum vik- urnar hennar ömmu og nutum þess að vera tímunum saman í þeirra návist bæði í Langó og sumó. Amma var svo yndisleg kona, Ólöf Ragnheiður Guðjónsdóttir ✝ Ólöf Ragnheið-ur Guðjóns- dóttir fæddist 16. desember 1919. Hún lést 18. desem- ber 2016. Útför Ólafar Ragnheiðar fór fram 4. janúar 2017. hennar mjúka og blíða fas, hvernig hún dæmdi engan, hvernig hún breiddi yfir allt með elsku sinni og hvernig hún þagði frekar en að tjá að hún væri ósam- mála einhverjum. Þessu fylgdust litlu barnsaugun mín með og síðar full- orðinsaugun. Jú, það er einmitt þannig að við erum alltaf að fylgjast með þeim sem eru okk- ur eldri og okkar fyrirmyndir. Amma var kona sem hafði svo fallega framkomu, hún hafði guðlega visku og ég bar djúpa virðingu fyrir ömmu. Hvílíkt sem ég elskaði hana og elska enn. Ég naut þess að fá að koma og dekra við hana, veita henni handsnyrtingu og lita augun og nudda hana. Ég vildi bara hafa gert það miklu oftar. En nú hefur hún fengið langþráða hvíld, ég er fegin hennar vegna en aum í sálinni vegna okkar sem elskuðum hana svo heitt. Elsku amma, þú elskaðir Drottin og þú sýndir það að Guð var í þér í öllu sem þú gerðir og lifðir. Hafðu hjartans þökk fyrir að vera mér alltaf svo góð, svo afar góð. Ég var og er meira en lánsöm að hafa átt þig. Far í friði Guðs, hvíldu þar til Jesús kemur aftur að sækja alla þá er hafa sett traust sitt á hann. Hafðu þökk fyrir allt og allt, við hittumst í eilífðarríki Drottins. Ragnheiður Katla Laufdal Ólafsdóttir. Mér er efst í huga virðing og þakklæti til elskulegrar ömmu Langó nú á kveðjustund. Ég hugsa flesta daga til hennar sem einnar af helstu fyrir- myndum mínum í lífinu og með aldrinum átta ég mig betur á því hversu sérstök hún var og hversu margar af þeim dyggð- um sem ég met mest prýddu hana. Hún var svo einstaklega innileg manneskja, hlý og kær- leiksrík. Ég hef alltaf haft á tilfinn- ingunni að amma hafi haft sterka innri vitund um gang lífsins, borið traust til gang- verks sem ákvarðað hefur verið fyrirfram og gengið óhrædd til verks og veru á stað sínum í því. Amma var berdreymin frá unga aldri og fékk þannig snemma innsýn í gangverkið. Við afkomendur Löllu og Ketils ólumst upp við mikið listfengi þeirra beggja. Börnin þeirra eru öll mjög listræn og við barnabörnin munum eftir prjónuðu peysunum hennar ömmu, olíumálverkunum henn- ar og öðrum fallegum munum sem hún gerði. Amma málaði myndir á vinnustofunni sinni, sem afi hafði innréttað fyrir hana í bíl- skúrnum í Langagerðinu. Þar hafði hún afdrep til að sinna eigin hugðarefnum og rækta hæfileika sína, og tók sér til þess tíma sem hún átti alveg sjálf. Ég áttaði mig bara nýlega á því hvað þetta er sérstakt, og fyrir konu af hennar kynslóð. Hún amma vissi vel hversu mikilvægt það væri fyrir eigin hamingju og sjálfsmynd að hlúa að hæfileikum sínum og sköp- unarþörf. Við lærðum af ömmu að hafa fantasíuna og leikinn okkar megin. Eftirminnileg er ferð sem amma fór með nokkur af barnabörnunum. Við gistum í sumarbústaðn- um í Kjósinni og eftir að hafa borðað hafragraut með lifrar- pylsubitum í gengum við með ömmu upp á hól, sem fyrir börnum var auðvitað fjall. Á fjallstoppnum beið okkar súkkulaðipakki sem amma sagði að álfarnir hefðu fært okkur. Þannig verða álfar til, þegar sagðar eru af þeim sögur. Amma viðurkenndi aldrei að hafa komið súkkulaðinu þar fyrir. Amma var jákvæðasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Með aldrinum skil ég betur hversu mikilvægt tæki jákvæðnin er til þess að takast á við erfiðleika og krefjandi aðstæður í lífinu. Jákvæðni er ekki meðfæddur eiginleiki heldur þarfnast ákveðni og þjálfunar. Amma ræktaði með sér mikla jákvæðni og var það sem kallað er í dag „lausnamiðuð“. Mér verður hugsað til elsku- legs Ketils afa og fjölskyldu- trésins sem Kolfinna föðursyst- ir mín málaði með örfínum hárum á postulínsplatta. Fjöl- skyldutré er af tegundastofni sem vex án tillits til veðurskil- yrða um heim allan og á slík tré bætast jafnvel greinar sem ekki vaxa úr sama jarðvegi; stjúpbörn og aðrir frjóangar. Hjarta okkar afkomendanna er fyllt mikilli hlýju og fjöl- skylduböndin tengja okkur saman þrátt fyrir að amma haldi ekki lengur í sinn enda. Það má hugsa sér að á dán- arbeðinum hafi hún hnýtt bönd- in saman í fallega slaufu og kvatt í sátt. Það er erfitt að sleppa tökum en fyrir hönd okkar Hrafnkels bróður míns vil ég tjá þakklæti okkar fyrir að hafa fengið svona langan tíma með geisl- andi elskulegri ömmu okkar. Hún var farin að bíða eftir hvíldinni, orðin 97 ára gömul. Hvíldu í friði, elsku amma, Guð veri með þér. Birta Guðjónsdóttir. Þegar leiðir skilja er við hæfi að þakka. Þakka fyrir liðnar stundir sem geymdar eru í safni minning- anna. Ragnheiður, eða Didda eins ég og mín fjölskylda kölluð- um hana, var og er mín fyrir- mynd í lifinu, hún var svo þakk- Ragnheiður Þyri Jónsdóttir ✝ RagnheiðurÞyri Jónsdóttir fæddist 19. apríl 1921. Hún lést 6. desember 2016. Ragnheiður var jarðsungin 15. des- ember 2016. lát, ljúf og hlý kona og tók öllum vel. Við áttum svo góðar stundir á Vífilsstöð- um þar sem Didda var ráðskona í mötuneytinu, hún útvegaði mér vinnu þar sem endaði svo í námi hjá mér í mat- reiðslu. Okkar vin- átta var alltaf sterk og var Didda systir afa míns, Sigurðar Jónssonar, sem lést árið 2008. Ég átti alltaf auðvelt með að koma henni frænku minni til að hlæja og var húmorinn okkar oft- ast tengdur vinnunni, en við unn- um saman í nokkur ár á Vífils- stöðum.Við vorum ansi oft samferða í vinnu og heim og á þeirri leið var oft mikið hlegið, hún Didda var ekki besti öku- maðurinn, enda tók hún bílpróf mjög seint á ævi sinni. En henni þótti mjög vænt um það að ég keyrði okkur í vinnu. Hún var í mörg ár ætíð með okkur á jól- unum og kom í allar afmælisveisl- ur og aðrar uppákomur í fjöl- skyldunni. Hún var einnig dugleg að bjóða mér í leikhús, á tónleika og var alla tíð svo jákvæð og þakklát fyrir að ég vildi koma með. Didda var mikil handavinnukona og heklaði fallegt rúmteppi sem ég mun ætíð varðveita. Elsku Didda, takk fyrir allar stundirnar gegn- um árin og hvíldu í friði, mín kæra. Klara Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.