Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 73
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
✝ GuðmundurJónsson fædd-
ist í Reykjavík 11.
mars 1929. Hann
lést 28. desember
2016 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Jón Sigurðs-
son bæjarritari, f.
8. janúar 1879, d.
6. janúar 1964, og
Ingibjörg Eyjólfs-
dóttir húsmóðir, f. 14. nóv-
ember 1895, d. 4. febrúar 1966.
Hann var næstyngstur fimm
systkina. Þau eru: Guðný Guð-
rún, f. 1921, d. 2014, Sigrún f.
1923, d. 2015, Málfríður, f.
1927, d. 2012, og Anna Kristín,
f. 1931. Guðmundur giftist árið
1951 eftirlifandi maka sínum,
Sigfríði Hákonardóttur, f. 30.
desember 1930 á Seyðisfirði.
Börn þeirra eru Sigurbjörg, f.
1952, Sigurður Helgi, f. 1953,
og Hákon Þröstur,
f. 1961. Barna-
börnin eru níu
talsins og langafa-
börnin fjögur. Guð-
mundur var Reyk-
víkingur í húð og
hár, fæddur vest-
ast á Vestur-
götunni og ólst þar
upp. Hann lærði
úrsmíðar í Iðnskól-
anum í Reykjavík
og vann við þær framan af. Um
nokkurra ára bil starfaði hann
hjá Bögglapóststofunni og í
framhaldi af því á pósthúsinu á
Seltjarnarnesi þar sem hann
var ráðinn útibússtjóri. Síðast
gegndi hann stöðu útibússtjóra
hjá Pósti og síma á Neshaga
allt til starfsloka.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Laugarneskirkju í
dag, 5. janúar 2017, klukkan
13.
Kær vinur okkar og velunnari,
Guðmundur Jónsson, er skyndi-
lega allur og við syrgjum hann
sárt. Sagðist stundum á nýliðnu
ári saddur lífdaga þegar veikindi
af ýmsum toga ásóttu hann og
gerðu honum erfitt fyrir. Hann
hélt þó andlegum burðum sínum
allt til síðasta dags og var sjálfum
sér líkur þrátt fyrir minnkandi
þrótt, fylgdist vel með þjóðmál-
um og sagði skoðanir sínar á öllu
sem fram fór í íslensku samfélagi
sem og í heimsmálum. Alltaf
spaugsamur og skemmtilegur í
spjalli um daginn og veginn á
góðum stundum, enda vel lesinn,
fróður og minnugur; og því var
ekki annað hægt en vona að við
fengjum lengi enn að njóta sam-
vista við þennan heiðursmann
sem Sigfríð (Didda) frænka Há-
konardóttir giftist um miðja síð-
ustu öld.
Með okkur, fjölskyldunni á
Skipalæk, og þeim og börnum
þeirra tókst órofa vinátta og má
segja að þessar tvær fjölskyldur
hafi jafnan staðið saman sem ein.
Guðmundur var Reykvíkingur;
fæddist og ólst upp í Vesturbæn-
um, og þau hjónin bjuggu og
störfuðu alla sína tíð á höfuðborg-
arsvæðinu. Didda sleit barns-
skónum á Seyðisfirði og í sum-
arfríum dvöldu þau jafnan
eystra, einkum eftir að þau reistu
sér sumarhús skammt frá Lag-
arfljótinu, í landi Ekkjufells við
túnjaðarinn á Skipalæk.
Í minningunni fylgdi því alltaf
áköf tilhlökkun þegar þessi fjöl-
skylda kom austur. Það er erfitt
að lýsa því með orðum hversu
kær nærvera þeirra var okkur
ávallt. Guðmundur og Didda
lögðu jafnan hönd á plóg í önnum
dagsins og í huga barnanna á
bænum lifði vissan um að eitt-
hvað óvænt fylgdi í kjölfarið,
skroppið yrði í veiði eða dags-
ferðir um nágrannabyggðir; ein-
hver dagamunur gerður milli
tarna.
Frá upphafi reyndist Guð-
mundur okkur og öllu okkar fólki
sem skyldur væri og greiddi jafn-
an götu okkar í hvívetna. Lengi
væri hægt að rekja sögur af
óendanlegri greiðasemi og stuðn-
ingi hans við okkur en sem dæmi
má nefna að ekki var ónýtt fyrir
Skipalækjarbændur að eiga hauk
í horni á borð við hann þegar út-
rétta þurfti hvað eina í Reykja-
vík, svo sem þegar heyvinnutæki
biluðu í miðjum heyönnum og
varahluti þurfti að fá að sunnan.
Öll slík viðvik innti hann af hendi
án tafar og af glöðu geði og oftast
var pakkinn kominn á
Egilsstaðaflugvöll fyrir sólsetur
sama dag, þ.e.a.s. ef Guðmundur
var þá ekki sjálfur staddur eystra
að hjálpa okkur við heyskapinn í
sumarleyfi sínu. Alltaf hefur ver-
ið hægt að treysta á þau hjónin
og gestrisni þeirra í blíðu jafnt
sem stríðu, ekki síst ef einhver úr
fjölskyldunni veiktist og þurfti að
sækja læknishjálp suður, en öll
sú saga rúmast ekki hér. Langur
yrði líka listinn ef telja ætti alla
mannkosti Guðmundar. Enginn
sem kynntist honum gekk þeirra
dulinn, hvort heldur var í starfi
eða leik. Slíkt valmenni var Guð-
mundur Jónsson og um langa
framtíð verður skarð hans ófyllt í
huga okkar og hjarta. Full sakn-
aðar og þakklætis vottum við
Diddu, börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra hugheila samúð.
Þórunn Sigurðardóttir,
Skipalæk,
Solveig Brynja Grét-
arsdóttir, Hafnarfirði,
Baldur Grétarsson,
Kirkjubæ.
Með Guðmundi Jónssyni, fv.
póstútibústjóra, er genginn góð-
ur og traustur vinur til margra
ára; segja má að fráfall hans hafi
komið okkur á óvart þrátt fyrir
nokkur áföll heilsufarslega sem
hann varð fyrir á þessu og síðasta
ári. Nú söknum við vinar í stað.
Guðmundur var mikið ljúfmenni,
hógvær að eðlisfari og glaðvær í
háttum, með afbrigðum
hjálpsamur ef til hans var leitað.
Hann var vinmargur og vinfastur
enda leið manni vel í návist hans;
var jafnan gestkvæmt á heimili
þeirra hjóna, Sigfridar og Guð-
mundar, ættingjum og vinum
fjölmörgum alltaf tekið opnum
örmum. Dugnaður og ósérhlífni
voru alla tíð áberandi í fari Guð-
mundar, erfiðleikar ýmsir sem
jafnan verða á vegi manns á lífs-
leiðinni voru í hans augum nánast
sem ögrandi viðfangsefni, tilkom-
in til að leysa úr, ráða farsællega
fram úr.
Guðmundur var af þeirri kyn-
slóð Íslendinga sem ekki fengu
allt fyrirhafnarlítið upp í hend-
urnar, heldur urðu – auk fullrar
vinnu á vinnustað – sjálfir að taka
til hendinni á flestum sviðum í frí-
stundum sínum. Það þurfti á
þeim tímum yfirleitt eigið vinnu-
framlag til að koma sér upp þaki
yfir höfuðið
og síðar að sjá um allt viðhald
utanhúss sem innan. Guðmundur
tók slíkum aðstæðum sem hverri
annarri áskorun til dáða; fjórum
sinnum réðst hann, ásamt öðrum
þó, í að byggja hús yfir fjölskyldu
sína – þrisvar sinnum hér í borg,
einu sinni á Seltjarnarnesi og svo
nokkru síðar reisti hann rúmgott
sumarhús á bökkum Lagarfljóts í
landi Ekkjufells á Fljótsdalshér-
aði. Sjálfur vann hann þá eftir
föngum byggingarvinnu í sínum
frístundum meðan þessi hús voru
í smíðum og þótti víst eiginlega
sjálfsagt á þeim tímum. Vinnu-
dagur hans var því oft langur og
ærið strangur.
Sem póstmeistari til margra
ára í Vesturbæjarútibúinu á Nes-
haga reyndist hann vinsæll yfir-
boðari, stjórnaði daglegum
rekstri af lipurð og þó festu, hafði
enda til að bera bæði staðgóða
verkþekkingu og starfsreynslu
og var mannþekkjari. Þótt stund-
um vilji gefa á bátinn í lífsins
ólgusjó er óhætt að segja að Guð-
mundur hafi verið hamingjumað-
ur í sínu lífi og þau hjónin sam-
hent í flestu í 65 ára löngum
farsælum hjúskap.
Með söknuði kveðjum við í
okkar fjölskyldu góðan vin og
vottum Sigfrid, börnum þeirra
svo og öðru skylduliði einlæga
samúð við fráfall Guðmundar og
biðjum þeim guðsblessunar.
Halldór og Alevtina.
Guðmundur
Jónsson
Nýlega var
kvaddur hinstu
kveðju kær vinur og
samstarfsmaður hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem
svo hét áður.
Halli Eyjólfs, eins og við sam-
ferðamenn hans hjá RR nefndum
hann jafnan, hóf störf hjá fyr-
irtækinu 1947 í útivinnuflokki hjá
Einari Guðnasyni verkstjóra.
Vinnuflokkarnir höfðu þá aðset-
ur sitt að Barónsstíg 4 þar sem
framkvæmdadeild RR var til
húsa. Halli starfaði lengst af við
jarðlínutengingar og síðari ár við
verkstjórn. Á 50 ára starfsaf-
mæli féllst Halli á að segja und-
irrituðum frá starfi sínu og þeim
vinnubrögðum sem þá tíðkuðust.
Hann ræddi m.a. tengingarvinnu
og þróun í tækni sem létti mönn-
um erfiðið á þessum árum og er
sú grein varðveitt í starfsmanna-
Haraldur G.
Eyjólfsson
✝ Haraldur G.Eyjólfsson
fæddist 4. apríl
1931. Hann lést 14.
desember 2016.
Útför Haraldar
fór fram 30. desem-
ber 2016.
blaði RR; Línunni
frá des.1997.
Halli sagði svo
frá:
„Þegar ég byrj-
aði í tengingunum
voru nær allar teng-
ingar í jarðlínu
klemmdar og lóðað-
ar saman. Kristján
Oddsson tengingar-
maður bjó til
klemmur (tengi-
hólka) sem voru ætlaðar fyrir
langhólka og T-múffur sem
reyndust vel. Kristján smíðaði
tæki til að pressa tengihólka af
ýmsum stærðum sem kom sér
vel á seinni stríðsárunum þegar
erfitt var að útvega efni til teng-
inga.
Á þessum árum þótti gott ef
menn náðu að tengja þrjár heim-
taugar á dag. Stærsta breytingin
var þegar hætt var að nota T-
múffurnar. Í staðinn komu götu-
skápar þar sem menn geta tengt
10-20 heimtaugar og aðra strengi
í skáp og lokið tengivinnu á ein-
um degi. Þá varð bylting með til-
komu gröfuvinnuvéla í jarðlínu-
vinnu árið 1954. Gröfurnar
gjörbreyttu allri vinnu, flýttu
verkum og léttu þrældómi af
mönnum. Þá má nefna streng-
efnið en með tilkomu plast-
strengja varð önnur bylting frá
olíustrengjunum sem var nær
eina strengefnið í tugi ára. Með
útbreiðslu hitaveitunnar jókst
hætta frá heitum rörum sem
lágu oft samhliða rafstrengjum í
gangstéttum. Þetta var oft til
mikilla vandræða, raflakkið rann
úr múffunni við hitann og raki
komst í múffu og strengi. Þar
sem bilun kom fram á hitaveitu-
leiðslum máttum við síðar eiga
von á 1-2 bilunum. En með til-
komu plaststrengjanna er þetta
nú eiginlega alveg horfið og
heyrir sögunni til.“
Halli tók við verkstjórn í teng-
ingum árið 1973-74 og hafði þá
verið í tengingum stanslaust frá
1953 og fylgst með þróuninni.
Það þótti ekki mikið að tengja T-
múffu á straum og sennilega
hefði enginn starfsmanna fengið
að vera í þessu starfi ef þeim
hefði dottið í hug að taka raf-
magn af þó að verið væri að
tengja heimtaug eða aðalstreng
inn á annan streng. Þetta var allt
gert með spennu.
Menn lærðu að verja sig og
það tókst yfirleitt vel en það gat
orðið slys því allar tengingar
varð að lóða saman á leiðarann.
Starfsmenn höfðu ausur og
helltu tini yfir tengingarnar.
Tvisvar festi Halli sig í rafmagni.
En allt fór vel og engin alvarleg
vinnuslys hentu starfsmenn á
þessum tíma sem voru líka í
miklu samstarfi við jarðlínuverk-
stjórana og dreifstöðvarnar.
Ég kveð þennan aldna vin og
starfsfélaga með þökk og virð-
ingu. Við samstarfsmenn Halla
hjá RR þökkum samfylgdina á
liðnum áratugum og vottum að-
standendum samúð okkar.
Guðmundur K. Egilsson,
fyrrverandi verkstjóri og
forstöðumaður Minjasafns
RR/OR.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
GUÐBRANDS ÁRNASONAR,
Fiskakvísl 13.
.
Áshildur E. Daníelsdóttir,
Daníel Guðbrandsson, Birna Benediktsdóttir,
Árni Guðbrandsson, Kristín E. Björnsdóttir,
Guðbrandur Guðbrandsson, Sigrún Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát
GUÐRÚNAR SVEINBJARNARDÓTTUR.
.
Arnþór Garðarsson,
Soffía Arnþórsdóttir,
Þrándur Arnþórsson, Álfheiður Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
SÓLVEIG KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR ,
Ína,
Sundabúð, Vopnafirði,
sem lést 28. desember, verður jarðsungin
frá Vopnafjarðarkirkju föstudaginn 6. janúar
klukkan 13.
.
Margrét Aradóttir,
Ingólfur Arason,
Stefanía Aradóttir,
Guðmundur Arason
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR
kennari,
lést á heimili sínu Sóltúni 2 mánudaginn
2. janúar. Útför fer fram í Guðríðarkirkju
þriðjudaginn 10. janúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SEM samtökin.
.
Sólveig Þórarinsdóttir, Þórður Þórðarson,
Rannveig Þórarinsdóttir, Stefán Stefánsson,
Katrín Mixa,
Sigrún Þorsteinsdóttir, Örn Þorsteinsson,
ömmubörn og langömmubarn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og systir
okkar,
SIGURBJÖRG PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR,
Borgarheiði 10 H, Hveragerði,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni
aðfangadags.
Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju
föstudaginn 6. janúar klukkan 14.
.
Eyjólfur Birgir Guðnason, Emína Sól Þórsdóttir,
Axel Kristján Pálsson,
Símon Arnar Pálsson,
Guðmundur Birgir Pálsson,
Herbert Oddur Pálsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR HAFSTEINN
HJALTASON
prentari,
lést á heimili sínu 30. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 9. janúar
klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
.
Kristín Auðunsdóttir,
Jóna Björg Hafsteinsdóttir, Fjölnir Björgvinsson,
Helen Neely,
Soffía Auður Sigurðardóttir, Viðar Árnason
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN SIGURRÓS SÖRLADÓTTIR,
lést 23. desember. Jarðarförin fer fram frá
Langholtskirkju 10. janúar klukkan 13.
.
Einar Gunnarsson,
Gunnar Einarsson, Hafdís Inga Gísladóttir,
Rafn Einarsson, Una Eyrún Ragnarsdóttir,
Þorlákur Ómar Einarsson, Sara María Karlsdóttir,
Einar Sörli Einarsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Guðmundur Heimir Einarsson,
barnabörn og langömmubörn.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar