Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 76

Morgunblaðið - 05.01.2017, Page 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli íSkagafirði, á 60 ára afmæli í dag. Hann verður staddur í Lond-on á afmælisdaginn en þaðan mun hann ásamt konu sinni fljúga til Taílands og vera þar í fríi. „Það var haldið upp á afmælið mitt annan í jólum án þess að ég vissi af því fyrr en ég gekk í veisluna. Ég var alveg grunlaus en í salnum á Löngumýri, fræðslusetri kirkjunnar, voru á annað hundrað manns þegar ég gekk inn. Þetta voru nánustu ættingjar, vinir og samstarfs- fólk, kórfélagar og nágrannar í sveitinni.“ Gísli er frá Glaumbæ, en faðir hans, Gunnar Gíslason prófastur, var prestur þar í nær 40 ár, og tók Gísli við af föður sínum árið 1982. Fjór- ar kirkjur tilheyra Glaumbæjarprestakalli og var messað í þeim öllum um jólin, en þær eru Glaumbær, Víðimýri, Reynistaður og Ríp í Hegranesi. Gísli tók lengi þátt í sveitarstjórnarmálum og var forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar 1998-2006. „Ég var þá í alls konar nefndum og byggðaráði. Núna er ég í kirkjuráði og sit einnig á kirkjuþingi.“ Eiginkona Gísla er Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir og er hún úr Þingeyjarsýslu. „Hún er sjúkraliði að mennt en er bóndi núna því við erum með kindur hér í Glaumbæ.“ Börn þeirra eru Gunnar, Þorberg- ur, Margrét og Aldís Rut. Spurður hvort hann haldi að eitthvert barna hans muni taka við af honum í Glaumbæ segir Gísli að yngsta dóttirin sé í guðfræðinámi og það sé því aldrei að vita. Hjónin Gísli og Þuríður í afmælisveislunni annan í jólum. Unir sér vel í sveitinni Gísli Gunnarsson er sextugur í dag V algeir Gestsson fæddist í Reykjavík 5.1. 1937 en ólst upp frá fjögurra ára aldri í Odda við Nesveg á Seltjarnarnesi, húsi sem faðir hans hafði keypt. Valgeir keypti síðan Odda 1987 af Kristínu, móður sinni, en húsið brann eftir íkveikju í maí 1995. Þá keypti Valgeir Látraströnd 52 og býr þar enn. Valgeir var í sveit nokkur sumur hjá frændfólki í Reykjadal í Hruna- mannahreppi og undi sér þar vel. Hann var í Landakotsskóla, Hring- brautarskóla og í „Gaggó-Vest“, lauk landsprófi og síðan kennaraprófi frá KÍ 1958. Á námsárunum var Valgeir í sumarvinnu hjá Eiríki Jónasi Gísla- syni brúarsmið, við ómetanlega þroskandi aðstæður. Eftir útskrift fór nokkur hópur skólafélaga í ferð um Noreg, Svíþjóð og sigldi heim frá Kaupmannahöfn með Heklunni. Valgeir tók reiðhjólið sitt með og frá Kaupmannahöfn hjól- aði hann um Danmörku, Þýskaland og Belgíu, fór á heimssýninguna í Brüssel og dvaldi síðan hjá vinafólki á Englandi til haustsins 1958. Valgeir kenndi við Kársnesskóla í Kópavogi 1958-59, við Mýrarhúsa- skóla 1959-65 er hann var ráðinn skólastjóri Barna- og unglingaskóla Mýrasýslu á Varmalandi. Fjöl- skyldan bjó á Varmalandi í Borgar- firði í áratug en haustið 1975 fluttu þau suður á Álftanes er Valgeir var ráðinn skólastjóri Bjarnastaðaskóla, síðar Áltanesskóla, og gengndi því starfi til ársloka 1989. Í ársbyrjun 1990 varð Valgeir skrifstofustjóri Kennarasambands Íslands, KÍ, og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun 2002. Valgeir sat í stjórn Kennarasam- Valgeir Gestsson, fyrrv. skólastjóri – 80 ára Stór hópur Myndin var tekin í fyrradag en fjölskyldan er nú saman komin til afmælisfagnaðar Valgeirs á Tenerife. Hjólar og tekur myndir Fræknir hjólreiðagarpar Valgeir og Áslaug eru hér mætt á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn eftir 12 daga hj́ólreiðaferð frá Berlín, sumarið 2011. Neskaupstaður Alma Rós Bjarna- dóttir fæddist 5. janúar 2016 og er því eins árs í dag. Hún vó 3.550 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Bjarni Már Hafsteinsson og Rósa Berglind Hafsteinsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Erfidrykkjur Veitingar og salir í öllum stærðum Þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði veislumidstodin.is - Veislumiðstöðin í Rúgbrauðsgerðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.