Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 77
bands Vesturlands 1966-75 og í stjórn Sambands íslenskra barna- kennara, SÍB, frá 1974. Þar kom hann fram hugmynd sinni um trún- aðarmannakerfi SÍB, tók saman fyrstu Bók fyrir trúnaðarmenn SÍB og skipulagði fyrstu trúnaðarmanna- námskeiðin haustið 1974. Á þingi SÍB 1976 var hann kjörinn formaður. Hann beitti sér fyrir sameiningu kennarafélaganna SÍB og LSFK sem leiddi til stofnunar Kennarasam- bands Íslands, KÍ, í júní 1980 og var Valgeir formaður þess til 1987. Hann var þá jafnframt formaður samninga- nefnda og því virkur í kjarabaráttu kennara sem leiddi m.a. til verkfalla 1977 og 1984. Auk þess sat hann í ýmsum nefndum og ráðum fyrir kennarafélögin sem og á vegum hins opinbera. Kennarafélögin áttu aðild að BSRB frá stofnun þess. Á þingi KÍ 1985 var samþykkt að fram færi at- kvæðagreiðsla meðal félagsmanna um úrsögn KÍ úr BSRB. Úrsögnin var samþykkt og tók gildi í árslok. Síðan hefur KÍ verið samband kenn- arafélaga, fyrst fyrir grunnskóla og síðan bættust við félög kennara við tónlistarskóla, leikskóla, og fram- haldsskóla. Á vegum Norræna kenn- arasambandsins, NLS, tók Valgeir þátt í verkefni við uppbyggingu og styrkingu stéttarfélaga kennara í Nígeríu í mánaðartíma 1989. Eftir að Valgeir fór á eftirlaun hef- ur hann m.a. stundað hjólreiðar, sem Áslaug, sambýliskona hans, hefur gert alla tíð. Þau hafa farið margar hjólaferðir, m.a. um vinsælar hjóla- leiðir í Evrópu og eru jafnan með næstu ferð á áætlun. Frá því um fermingu hefur Valgeir verið áhugasamur um ljósmyndun og á mikið ljósmyndasafn. Fjölskylda Í maí 1959 kvæntist Valgeir Lovísu Ágústsdóttur, f. 17.7. 1940. Þau skildu 1987. Foreldrar Lovísu voru Ágúst Hinriksson, f. 24.5. 1918, d. 2.11. 1993, prentari í Reykjavík, og Sigrún Rögnvaldsdóttir, f. 19.10. 1905, d. 2.4. 1986, húsfreyja. Dætur Lovísu og Valgeirs eru: 1) Sigrún Vala, f. 3.10. 1959, frum- kvöðull en dóttir hennar er Elísa Enea, f. 1978, starfsmaður IGS, en dóttir hennar er Sigurlaug Sunna, f. 1999, nemi í MH; 2) Kristín, f. 27.2. 1962, verslunarmaður í Reykjavík; 3) Sólveig, f. 10.1. 1964, forstöðumaður en maður hennar er Elvar Örn Erl- ingsson kennari og eru dætur þeirra Kara, f. 1991, sjúkraþjálfari í Reykja- vík, sambýlismaður Kári Árnason sjúkraþjálfari, og Marín, f. 1996, nemi, og 4) Íris, f. 23.4. 1973, fulltrúi hjá RSK í Reykjavík, en fyrri maður hennar var Garðar Geirfinnsson kennari en þau skildu og eru þeirra börn Unnar Már, f. 1990, starfs- maður hjá MS, Telma Lovísa, f. 1997, sundlaugarvörður, og Sólveig Eva, f. 2005. Íris giftist 2015 Ómari Olgeirs- syni verkfræðingi en sonur þeirra er Adam Elí, f. 2013. Sambýliskona Valgeirs frá því í maí 1995 er Áslaug Ármannsdóttir, f. 19.10. 1947, kennari. Foreldrar henn- ar voru Ármann Halldórsson, f. 29.12. 1909, d. 29.4. 1954, námsstjóri og Sig- rún Guðbrandsdóttir, f. 13.7. 1912, d. 27.3. 2002, kennari. Foreldrar Valgeirs: Gestur Elías Jónsson, f. 10.11. 1905, d. 8.10. 1985, sjómaður og k.h. Kristín Jónsdóttir, f. 17.9. 1905, d. 22.8. 1998, húsmóðir. Úr frændgarði Valgeirs Gestssonar Valgeir Gestsson Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Reykjadal Jón Einarsson b. í Reykjadal í Hrunam.hr. Valdís Jónsdóttir húsfreyja í Rvík Jón Jónsson frá Skipholti, járnsmiður í Rvík Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Odda á Seltjarnarnesi Þorbjörg Jónsdóttir húsfr. í Skipholti Jón Ingimundarson b. í Skipholti í Hrunam.hr. Guðfinna Einarsdóttir húsfr. í Hallskoti Guðmundur Jónsson b. Hallskoti í Flóagafls- hverfi í Árnessýslu Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvík Jón Gestsson steinsmiður í Rvík Gestur Elías Jónsson sjómaður í Odda á Seltjarnarnesi Elín Einarsdóttir húsfr. í Sviðugörðum Gestur Jónsson b. í Sviðugörðum í Gaulverjabæ Kennarinn Í Ḿýrarhúsaskóla 1959. ÍSLENDINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Doktor 90 ára Ingvi Hjörleifsson 85 ára Auður Magnússon Grétar Bergmann Ársælsson Sigurlaug Guðmundsdóttir Sólborg Valdimarsdóttir 80 ára Gísli Gunnar Auðunsson Hartmann Kristjánsson Páll Kristjánsson Valgeir Gestsson Þórður Ólafsson 75 ára Agnar Smári Einarsson Bergljót Bergsveinsdóttir Ingibjörn Kristinsson Ívar Baldvin Baldursson Ólafur Steingrímsson Sigurður Bergþórsson 70 ára Hreiðar Leósson Jóna Berg Andrésdóttir Margrét G. Sveinbjörnsdóttir Óskar Þór Árnason Ragnar Breiðfjörð Sævar Ólafsson Úlfar Hermannsson Þorgeir J. Andrésson 60 ára Eyjólfur Valsson Gísli Gunnarsson Hallur Guðmundsson Hervör Poulsen Jón Árni Rúnarsson Maj-Britt Vestergaard Þorbergur Aðalsteinsson 50 ára Agnes Vala Bryndal Ármann Ólafur Guðmundsson Björg Kjartansdóttir Edith Þórðardóttir Emil Birgisson Blöndal Ingólfur Arnar Arnarsson Jaqueline Cardoso da Silva Kristín O. Sigurðardóttir Kristín Snorradóttir Kristmundur Guðjón Þorsteinsson Liga Zikmane Lína Þyri Jóhannesdóttir Thelma Rut Eðvarðsdóttir Þórdís Hafrún Ólafsdóttir 40 ára Árný Guðrún Guðfinnsdóttir Ellen Jónína Sæmundsdóttir Erla Lind Þórisdóttir Heimir Baldursson Íris Tebé Kristjáns Ívar Gunnarsson Júlía Dröfn Árnadóttir Mareks Kravainis Ólafur Valberg Ólafsson Sigrún Magnúsdóttir Svandís Björk Ólafsdóttir Þengill Stefánsson 30 ára Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Dagur Ólafsson Drífa Sjöfn Hákonardóttir Eyþór Bjarnason Grímur Freyr Björnsson Guðmundur Magnússon Tinna Dröfn Þórarinsdóttir Þorsteinn Þorvaldsson Þórarinn Ingi Tómasson Til hamingju með daginn 30 ára Dagur býr í Reykjavík, lauk prófum sem kvikmyndagerðar- maður og er kvikmynda- tökumaður á eiginn vegum. Maki: Monika Ewa Or- lowska, f. 1989, leikkona. Sonur: Bastian Óli, f. 2015. Foreldrar: Ólafur Haukur Ólafsson, f. 1956, rekur áfangaheimilið Drauma- setrið, og Ásta Knúts- dóttir, f. 1964, þroskaþj.. Dagur Ólafsson 30 ára Eyþór býr í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá VMA og er svæðisstjóri IKEA og knattspyrnuþjálfari. Maki: Jóhanna Eva Gunn- arsdóttir, f. 1990, í fæð- ingarorlofi. Börn: Valdís Margrét, f. 2011 (stjúpdóttir), Bjarni Sólberg, f. 2013, og Karól- ína Sólveig, f. 2016. Foreldrar: Bjarni Sól- bergsson, f. 1956, og Sól- veig Kjartansd., f. 1962. Eyþór Bjarnason 30 ára Drífa ólst upp á Akranesi, býr í Reykjavík, lauk prófi sem leikskóla- liði og starfar á sambýlinu Vættaborgir. Maki: Kristjón Jónsson, f. 1980, dráttarvélarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Stjúpdóttir: Margrét Signý, f. 2010. Foreldrar: Hákon Páls- son, f. 1949, verktaki, og Ingibjörg Hafsteinsdóttir, f. 1956, þroskaþjálfi. Þau búa á Akranesi. Drífa Sjöfn Hákonardóttir Heidrun Wulfekühler hefur varið dokt- orsritgerð sína, The ethical purpose of social work: A neo-Aristotelian per- spective, í hagnýtri siðfræði við sagn- fræði- og heimspekideild Háskóla Ís- lands. Andmælendur voru Margaret Rho- des, prófessor emerita við Háskólann í Massachusetts, og Sigurður Krist- insson, prófessor við Háskólann á Ak- ureyri. Aðalleiðbeinandi Heidrunar var Vilhjálmur Árnason, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, en í doktorsnefnd voru auk hans Sarah Banks, prófessor við Durham-háskóla, og Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann í Birmingham. Í ritgerð Heidrunar eru færð rök fyr- ir því að félagsráðgjöf sé í eðli sínu siðferðilegt starf. Siðferðilegir ábyrgð- arþættir og siðferðileg málefni fé- lagsráðgjafar séu ástæður þess að hún eigi rétt á sér í nútímasamfélagi, og réttmæti hennar ráðist af því að hún stefni að verðugu markmiði. Röksemdafærslan er sett fram frá ný-aristótelísku sjónarhorni með áherslu á grundvallartilgang félagsráðgjafar og tengingu við al- menna hugmynd um farsælt líf. Lykilhugtök í lýsingu á siðferðilegum kjarna félags- ráðgjafar eru fé- lagsleg útskúf- un og þarfir þar sem þau ein- kenna vanda- málin sem skjólstæðingar félagsráðgjafa standa and- spænis og leiða til afskipta félagsráðgjafa. Í ritgerðinni er færnihugtak Mörthu Nussbaum rætt til að útskýra forsendur þess að mannsæmandi líf sé tryggt, en afskipti félagsráðgjafa stefna að því markmiði. Í tengslum við fullyrðinguna um sið- ferðilegan kjarna félagsráðgjafar er spurt hvernig félagsráðgjafar geti bætt færni sína í að axla þá siðferði- legu ábyrgð sem er órjúfanlegur hluti af starfi þeirra. Þessi spurning er sér- lega mikilvæg í ljósi erfiðra og oft óhagstæðra aðstæðna sem félags- ráðgjafar starfa við. Í ritgerðinni er því haldið fram að sérfræðingar séu í betri stöðu til að takast á við siðferðilegar áskoranir og veita slæmum starfs- háttum viðnám þegar þeir hafa þróað með sér faglegar dygðir í skilningi ný- aristótelisma. Heidrun Wulfekühler Heidrun Wulfekühler starfar sem félagsráðgjafi í Þýskalandi og hefur unnið á mörgum sviðum þess fags til fjölda ára. Hún lauk meistaragráðu í heimspeki við Háskóla Íslands árið 2008 og starfar nú sem aðstoðarmaður við rannsóknir við University of Applied Sciences í Osnabrück í Þýskalandi. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.