Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is sjáu mst! Útsölustaðir: Gangleri Outfitters, Hverfisgötu 82, Rvk. Afreksvörur, Gæsibæ, Rvk. Byko Granda, Rvk. KM Þjónustan, Vesturbraut 20, Búðardal. Eins og fætur toga, Bæjarlind 4, Kópavogi. Höfuðljós hlauparans – létt og litrík 4Allt að 90 lumens 4Þyngd 54 gr. 4Drægni: 10 m 4Rautt blikkljós að aftan 4Fást í fimm litum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hættu að tala stöðugt um hlutina og farðu að drífa í framkvæmdum. Taktu hana að þér þótt það kunni að kosta nokkurn tíma því það verður þér bæði til gagns og gleði. 20. apríl - 20. maí  Naut Aukin ábyrgð á börnum gætu valdið þér hugarangri í dag. Tækifærið bíður hand- an hornsins en vandaðu val þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Heppnin virðist vera með þér núna og þú munt áður en langt um líður uppskera laun erfiðis þíns. Sá tími kann að koma að þú þurfir sjálfur á hjálp að halda og þá er gott að eiga inni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú heillar alla þá sem verða á vegi þínum í dag án þess þó að leggja nokkuð á þig til þess. Skildu fordómana eftir heima, þeir flækjast bara fyrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ný tækni í vinnunni mun hugsanlega skjóta þér skelk í bringu í dag. Samt mund- irðu vilja vera laus við margt af því. Hálfnað er verk þá hafið er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn hentar vel til að ræða fjár- mál innan fjölskyldunnar. Ljósið þitt kemur í formi grípandi hugmynda, mynda sem heilla þig og – best af öllu – ástar sem spyr engra spurninga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Viðurkenningin sem þú þráir er þín. Taf- arlaus umbun skilur ekkert eftir sig. Skoð- anir þessa einstaklings munu koma þér mjög á óvart. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Úrlausn erfiðra aðstæðna leiðir bæði til léttis og vonbrigða. Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í hvorn fótinn á fiskurinn að stíga? Hagsmunir hvers eru veigameiri, þínir eða annarra? Bíddu og sjáðu til í nokkra daga. Smáviðvik er allt sem þarf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í tvo tíma í dag, síðdegis, getur það gerst að þú lendir í mikilli togstreitu við foreldri eða yfirmann. Láttu því sjálfan þig ekki sitja á hakanum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur enginn beðið um meira en að þú gerir þitt besta. Vandamálið leyst! Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt sem tengist rómantík, ástarævin- týrum, íþróttaiðkun, börnum, leiklist, partí- um og listum gengur vel um þessar mundir. En mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Íþví góða tímariti Stuðlabergi erskemmtilegur rammi með „fimm limrum í fimmtán línum eftir Jón Ingvar Jónsson“ sem mér finnst eiga erindi við lesendur Vísnahorns og birtast hér með leyfi höfundar: „Algengt er að hefja limru á því að kynna mannveru og bústað henn- ar til sögunnar: Á Bíldudal sagði hann Bæring: „Það besta gegn hungri er næring.“ Með belgmikinn kvið hann bætti svo við: „Ég held að ég fái mér hræring.“ Það er ótrúlegt að nokkur efist um að þetta sé limra. Endurtökum svo leikinn og kynnum mannveru og bústað hennar í fyrstu hendingu: Limruskáld, Örvar frá Odda, ætlaði að ríma við Brodda, sem varð þó að pínu, því það vantaði línu. Nú eru hendingarnar aðeins fjór- ar en sú síðasta gefur í skyn að sú sem vantar sé þögn. Hér er því aug- ljóslega um limru að ræða. Bragfræðin segir að vísu að limra samanstandi af fimm hendingum og að sú fyrsta, önnur og síðasta myndi endarím og séu lengri en sú þriðja og fjórða sem einnig mynda enda- rím og kallaðar eru skammlínur: Limran svo langt sem hún nær er ljóðform með skammlínur tvær en þessi er ekki með þær. Vart er hægt að draga í efa að um limru er að ræða, enda er fjarvera skammlínanna hreinlega tilkynnt. Næsta limra kynnir fyrst mannveru og bústað og bendir svo á að fram- hald er óhugsandi vegna gleymsku höfundar: Hún María, mær ein frá Ghana, ég man ekki hvað var með hana. Þetta getur ekki talist annað en limra. Síðasta dæmið er líka limra sem kynnir mannveru og bústað í fyrstu hendingu og þar kemur fram að ekkert meira sé hægt að segja: Um Sigurð á Heiði var hljótt.“ Þessi limruleikur birtist, örlítið styttri þó, í Limrubókinni. Og síðan var bætt við fyrstu sléttubandalimru í heiminum, „sem kannski má kalla jónru?“, og er hún líka eftir Jón Ingvar: Góður matur margan nærir, þunga glæpi gunga kærir, óður hundur hræðist tundur, sjóðum ýmsum auðlegð færir. Og afturábak: Færir auðlegð ýmsum sjóður, tundur hræðist hundur óður, kærir gunga glæpi þunga, nærir margan matur góður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fimm limrur í fimmtán línum Í klípu „EFTIR AÐ HÁRÍGRÆÐSLAN DATT AF MÉR ÁKVAÐ ÉG AÐ LÁTA GOTT HEITA OG ÁKALLA GUÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SJÁÐU TEPPIÐ MITT! ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ SETJA EKKI SPRINGANDI OST Í MÚSAHOLURNAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar rödd þín er sem tónlist í eyrum mínum. HJÓNABAND ER FYRIR FUGLA! TURTILDÚFUR ÞÁ? Áramótaheit geta verið flókin fyr-irbæri. Víkverji hefur áður greint frá baráttu sinni við áramóta- heitin. Eitt árið ætlaði hann sér að verða að fitness-guði. Það gekk ekki. Hið næsta ætlaði hann sér að hætta að drekka kók. Það gekk ekki. Þriðja árið ætlaði hann að taka sig á al- mennt í lífinu og vakna fyrr á morgnana. Og já, það gekk ekki. x x x Niðurstaða Víkverja er eiginlegasú, að speki Hómers, þó ekki þess gríska heldur þess bandaríska, eigi hér best við. Ekki reyna neitt, þá getur þér ekki mistekist það. Áramótaheit Víkverja er því að strengja engin áramótaheit og má því segja að það hafi heldur ekki gengið frekar en öll hin sem Víkverji hefur reynt við í gegnum tíðina. x x x Svo er auðvitað hin leiðin, semsamstarfsmaður Víkverja stakk upp á. Hún er sú, að í staðinn fyrir að strengja heit um að gera einhvern hlut, eins og t.d. að fara í ræktina, sé hægt að setja fram hið gagnstæða: Í ár ætlar Víkverji aldrei að fara í ræktina. Miðað við það hvernig farið hefur fyrir öllum hinum heitunum telur Víkverji það næsta öruggt að áður en febrúar er hafinn verði hann orðinn að fastagesti í World Class, rífandi í lóðin eins og vaxtarræktar- tröllið sem Víkverji veit að býr ein- hvers staðar innra með sér. x x x Hann deilir þar plássi með grann-vaxna hlauparanum sem aðeins fékk að láta ljós sitt skína síðasta sumar, knattspyrnumanninum sem ætti að vera búinn að láta skóna á hilluna og kúristanum sem vildi helst að hann væri enn í einhverju þægilegu námi þar sem hann hefði tíma til þess að lesa allar bækurnar sem farnar eru að príla óþægilega hátt upp náttborðið. Allir hafa þessir persónuleikar Víkverja fengið sitt áramótaheit sem síðan var svikið. x x x Vaxtarræktartröllið má því bíða ogvona að hin neikvæða aðferð skili árangri. Sjáumst í ræktinni í febrúar! vikverji@mbl.is Víkverji En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7:7)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.