Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 81
Morgunblaðið/Kristinn
Hrós Andri Snær Magnason.
Andri Snær Magnason hlýtur fullt
hús stiga, eða sex stjörnur, fyrir
skáldsöguna Tímakistuna hjá Violu
Frøjk, gagnrýnanda danska dag-
blaðsins Fyens Stifttidende.
Frøjk rifjar upp að Andri Snær
hafi hlotið Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2013 í flokki barna- og
ungmennabóka fyrir Tímakistuna
en leggur mikla áherslu á að bókin
sé ekki ætluð þeim markhópi
einum. „Hér er um einstaklega vel
skrifaða dæmisögu að ræða,“ segir
Frøjk og tekur fram að bókin dragi
í fallegum myndum upp hættuleg
einkenni samfélagsins sem fæði af
sér efasemdarmenn um loftslags-
breytingar, samsæriskenningar og
útlendingahatur.
„Tíminn er lykilatriði. Eftir að
hafa sigrað allan heiminn […] áttar
kóngurinn sig á því að hann verður
að yfirvinna tímann, því annars geti
hann ekki notið alls heimsins síns.
Samviskulaus misnotkun hans á
náttúruauðlindum tryggir honum
ríkið, en leiðir til undirokunar af-
gangs heimsins og skapar honum
nýtt vandamál – tímann,“ skrifar
Frøjk og rifjar upp að Dímon kóng-
ur komi dóttur sinni, Hrafntinnu,
fyrir í tímakistu svo hún þurfi „ekki
lengur að eldast, upplifa vonda
daga eða sakna föður síns þegar
hann fer í stríð. Þannig stendur
Hrafntinna utan við heiminn. […]
Nú um stundir eru allir íbúar
heimsins í kistum. Þeir vilja ekki
koma út. Af hverju ætti þeir að
þjást þegar krísan er öðrum að
kenna? Nei, þeir verða í kistum sín-
um þar til hlutabréfin og fasteigna-
verðið hefur hækkað á ný. Hljómar
þetta ekki kunnuglega?“
Tímakistan fær fullt hús
MENNING 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Elín Margrét Böðvarsdóttir
elinm@mbl.is
„Helsti draumurinn er í rauninni
bara að lifa í tónlistinni,“ segir söng-
konan Berta Dröfn Ómarsdóttir
sem í október lauk mastersnámi í
ljóða- og kirkjusöng frá Tónlist-
arháskólanum í Bolzano á Ítalíu.
Berta heldur tónleika í Salnum í
Kópavogi í kvöld kl. 20, í tilefni af
útskriftinni.
Smitaðist af Ítalíudellunni
„Ég er með Ítalíudelluna í raun-
inni, sem ég held að margir verði
fyrir ef þeir fara til Ítalíu,“ segir
Berta en líkt og aðrir Íslendingar
sem fara í mastersnám í söng þurfti
hún að leita út fyrir landsteinana.
Hún bjó í Flórens árið 2005 þar sem
hún heillaðist af landinu en þar lauk
hún diplómanámi í fatahönnun. Það
var þó alltaf söngurinn sem heillaði
og hefur ætíð verið hennar líf og
yndi.
Eftir ársdvöl í Flórens hóf Berta
BA-nám í ítölsku og listfræði við
Háskóla Íslands en samhliða því
lagði hún stund á söngnám við
Söngskólann í Reykjavík þaðan sem
hún lauk burtfararprófi. Að því
loknu nældi hún sér í söngkenn-
araréttindi og kynnti sér möguleika
á framhaldsnámi. „Ég tók mér svo-
lítinn tíma til þess að skoða hvert
mig langaði að fara og ég sé ekki
eftir því,“ útskýrir Berta. Það eru
kennararnir sem skipta hvað mestu
máli þegar kemur að því að velja
skóla og segist Berta í raun hafa
mátað sig saman við kennara og
þannig endað í lítilli borg á Norður-
Ítalíu. Hún kveðst hæstánægð með
dvölina í Bolzano þrátt fyrir að nám-
ið hafi stundum reynst erfitt. „Þetta
var oft rosa strembið. En ég held að
það sé enginn staður alveg fullkom-
inn og ég er rosalega hamingjusöm
með þetta val mitt.“ Ekki reyndist
námið henni þó erfiðara en svo að
hún lauk því með hæstu einkunn.
Fjármögnun á Karolina Fund
Tónleikana í kvöld heldur Berta í
tilefni af útskriftinni og mun flytja
að mestu leyti sömu verkin og á út-
skriftartónleikunum en lokakaflinn
verður þó íslenskur. Á efnisskránni
eru mörg af uppáhaldsverkum
Bertu. Fyrst flytur hún aríur eftir
Händel, þá erlend söngljóð, m.a. eft-
ir Brahms og Mozart, og loks nokk-
ur vel valin íslensk, til að mynda
Draumalandið eftir Sigfús Einars-
son og Sjómannavals Svavars Bene-
diktssonar.
Undirbúningur tónleikanna hefur
gengið vel en meðleikari verður Sig-
urður Helgi Oddsson píanóleikari og
Nandllely Agular Peña frá Mexíkó
leikur á fiðlu. Báðum hefur Berta
unnið með áður en Nandllely spilaði
með Bertu á útskriftartónleikunum
og Sigurði Helga vann Berta mikið
með áður en hún fór út. Til að
standa straum af tónleikunum hóf
Berta söfnun á hópfjármögnunar-
síðunni Karolina Fund og hefur
söfnunin gengið vonum framar.
„Það í rauninni gerði mér kleift að
gera þetta, ég held að ég hefði
guggnað einhvern tímann á ferlinu
ef þetta hefði ekki gengið upp á
Karolina.“ Hægt er að nálgast miða
á tónleikana á heimasíðunum sal-
urinn.is og á tix.is en einnig verður
hægt að kaupa miða við innganginn.
Draumur að lifa á tónlistinni
„Það er alltaf heiður að fá sam-
starfsbeiðni frá prófessorum við
skólann, það er bara þvílíkur lúxus í
rauninni,“ segir Berta sem hefur
fengið nokkur tilboð um verkefni
ytra. Hún hefur verið stödd hér á
landi í mánuð en heldur aftur til
Ítalíu í lok þessa mánaðar þar sem
bíða hennar fleiri verkefni. Eins vel
og henni líkar á Ítalíu viðurkennir
Berta þó að hún fái stundum
heimþrá. „En ég held að þetta lista-
mannalíf henti mér ágætlega í raun-
inni. Ég á góða að bæði heima og úti
þannig að þetta er bara spennandi.“
Helsti draumur Bertu er að geta al-
farið lifað af tónlistinni en kveðst
hún þó meðvituð um að það sé ekki
sjálfgefið.
„Við vitum það öll sem leggjum af
stað í þetta nám að þetta er ekki
auðveldasta leiðin. En ég finn að
þetta lætur hjartað í mér slá og mig
langar til þess að þetta verði fram-
tíðin, að ég fái að lifa og hrærast í
tónlistinni,“ segir Berta sem horfir
björtum augum til framtíðar.
Morgunblaðið/Eggert
Ítalíudella Berta Dröfn Ómarsdóttir söngkona segist vera með Ítalíudelluna en hún nam söng þar í landi.
Söngurinn það sem
lætur hjartað slá
Söngkonan Berta Dröfn hlaut hæstu einkunn frá tónlist-
arháskóla á Ítalíu Heldur tónleika í Salnum í kvöld
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s
Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s
Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s
Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s
Glimmerbomban heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s
Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s
Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Njála (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s.
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Allra síðustu sýningar.
Ræman (Nýja sviðið)
Þri 10/1 kl. 20:00 Fors. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn
Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn
Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014!
Hún Pabbi (Litla svið )
Fim 5/1 kl. 20:00 Fors. Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn
Fös 6/1 kl. 20:00 Frums. Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn
Lau 7/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn
Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning
Salka Valka (Stóra svið)
Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn
Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn
Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn
Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn
Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn
Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn
Sun 15/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn
Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Óþelló (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn
Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn
Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare!
Gott fólk (Kassinn)
Fim 5/1 kl. 19:30 Aðalæfing Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn
Fös 6/1 kl. 19:30 Frums Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn
Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn
Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu
Gísli á Uppsölum (Kúlan)
Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 22/1 kl. 14:00
Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Mið 25/1 kl. 19:30
Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.
Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 12/1 kl. 20:00 1.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn
Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 27/1 kl. 20:00 12.sýn
Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Fös 27/1 kl. 22:30 13.sýn
Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 28/1 kl. 20:00 14.sýn
Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Lau 28/1 kl. 22:30 15.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan)
Lau 14/1 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00
Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00
Hrífandi brúðusýning fyrir alla fjölskylduna!