Morgunblaðið - 05.01.2017, Síða 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Hröð og góð þjónusta um allt land
Eigum einnig til mikið úrval af
perum og öryggjum í bíla
Áratuga
reynsla
Langstærstir í viðgerðum og sölu á
Alternatorum og Störturum
Yoko Ono á að baki farsælanog fjölbreyttan feril ímyndlist sem spannar ríf-lega sextíu ár. Á sýning-
unni Ein saga enn… í Hafnarhúsi
má sjá valin verk allt frá upphafi sjö-
unda áratugarins og til dagsins í
dag. Sýningin fyllir tvo sali á annarri
hæð safnsins en auk þess eru tvö
verk fyrir utan sal og á gangi; „Ós-
katré“ (1996/2016) og „Upprisa/
Ákall“ (2013/2016). Á sýningunni má
finna verk unnin með mörgum miðl-
um t.d. myndbandsverk, málverk,
fyrirmælaverk og þátttökuverk. Auk
þess eru þar verk tólf íslenskra lista-
manna sem boðið var að gera lista-
verk eftir fyrirmælum listamanns-
ins, „Vatnsviðburðir“ (1971/2016).
Ono hefur löngum boðið til sam-
tals við áhorfendur um myndlistar-
hugtakið í víðum skilningi og lagt sig
fram um afhelgun listhlutarins með
verkum sem byggja bæði á pólitísk-
um og félagslegum grunni. Allt frá
fyrstu einkasýningu Ono í New York
árið 1961, þar sem hún sýndi meðal
annars málverk sem lögð voru á
gólfið í sýningarrýminu og áhorf-
endum var boðið að stíga á þau, hef-
ur Ono biðlað til áhorfanda um þátt-
töku í listsköpun sinni.
Á sýningunni Ein saga enn... færir
listamaðurinn sköpunarferli sýning-
arinnar í hendur stofnanavaldinu,
listin, þ.e.a.s. útfærsla verkanna,
verður til í meðförum sýningarstjóra
og starfsfólks safnsins. Þau fá í
hendur fyrirmæli eða eins konar
hvata til að byggja á, sem er dýr-
mætt tækifæri til að efna til samtals
við almenning um list án upphafn-
ingar, fá fram afstöðu hans og þátt-
töku auk þess að kveikja umræðu.
Í stærri salnum eru fjölmörg verk
sem hverfast um átök, stríð og frið,
þau bjóða bæði upp á verklega þátt-
töku sýningargesta þar sem reynir á
tengsl og samvinnu en leyfa áhorf-
andanum líka að njóta þeirra á sjón-
rænan hátt. Þegar líður á sýninguna
taka verkin breytingum eftir því sem
ummerki áhorfandans verða sýni-
legri. Verkið „Mamma mín er falleg“
(1997/2016) byggir bæði á texta sem
áhorfendur geta ritað til mæðra
sinna með blýanti á vegg í salnum og
tveimur ljósmyndum af brjósti og
kvensköpum; næringu og fæðingu.
Verkið er óður til allra formæðra og
býr um leið til rými til að fá útrás
fyrir tilfinningar og minningar, góð-
ar og slæmar.
Hjálmar sem hanga á hvolfi niður
úr loftinu setja sterkan svip á salinn.
Þetta eru óeirðahjálmar íslensku
lögreglunnar og í þeim eru púsl af
bláhvítum himni. Verkinu, sem heit-
ir „Hjálmar – brot úr himni“ (2001/
2016), fylgir þessi texti listakon-
unnar:
-Brot úr himni-
Taktu brot úr himninum.
Þú veist að við erum
Öll hluti hvert af öðru.
y.o. 2001-2008
Ono sækir í æskuminningar frá
Japan á tímum seinni heimsstyrj-
aldarinnar, himinninn verður tákn
um rými sem er laust við stríðsátök,
rými þar sem hægt er að sleppa
ímyndunaraflinu lausu. Uppsetning
verksins tekur mið af hverjum og
einum sýningarstað og það hefur
verið sýnt áður með herhjálmum.
Óeirðahjálmar íslensku lögregl-
unnar færa verkinu óneitanlega aðra
og breytta merkingu.
Uppsetning sýningarinnar er al-
gjörlega í anda hugmynda Ono um
setja á flot viðteknar hugmyndir um
listhlutinn sem upphafið fyrirbæri.
Hverju verki er komið fyrir á
ígrundaðan hátt án nokkurrar til-
gerðar. Tuttugu og sex fyrirmæla-
verk hanga látlaus í röð á vegg sem
gengur inn í báða sýningarsalina og
tengir þá um leið saman. Fyrirmæla-
verkin einkennast af gáskafengnum
húmor sem byggir á þátttöku áhorf-
andans. Myndbandsverkið „Klippi-
verk/Cut Pice“ (1964/1965) hefur yf-
ir sér alvarlegri undirtón en það er
meðal þekktustu verka Ono. Hún
flutti gjörninginn fyrst á friðar
uppákomu í Japan árið 1964. Ono sit-
ur á hnjánum á sviði íklædd svartri
peysu og pilsi, á gólfinu eru skæri og
Ono horfir fjarræn, nánast
svipbrigðalaus, út í sal. Á meðan
stíga áhorfendur á svið einn af öðr-
um og klippa fötin af listamanninum
og afklæða þar til hún er nánast nak-
in og berskjölduð á sviðinu. Þetta er
tvímælalast eitt af áhrifaríkustu
verkum Ono og fengur fyrir listunn-
endur að fá tækifæri til að njóta þess
á sýningunni Ein saga enn...
Ono er kona tveggja heimsálfa og
þekkir á eigin skinni hvernig það er
að finnast maður eiga hvergi heima í
raun og veru. Ósk um heimsfrið og
einingu mannkyns hefur verið leið-
andi stef í verkum hennar allan
hennar listferil; mörgum gæti þótt
það barnaleg ósk en boðskapur
verka hennar er hvorki yfirborðs-
legur eða léttvægur.
Hún er listamaður með margar
sögur í farteskinu; stúlka sem hefur
upplifað stríð, móðir sem hefur horft
á eftir barni sínu hverfa í rúma tvo
áratugi, kona sem var fordæmd af
aðdáendum Bítlanna fyrir að fylgja
ástinni, eiginkona sem horfði upp á
mann sinn liggja í blóði sínu eftir
skotárás. Yoko Ono er listamaður
sem hefur upplifað sáran sársauka í
lífinu og verk hennar hverfast ekki
aðeins um heimsfrið heldur líka frið-
inn hið innra. Við erum öll hluti
hvert af öðru segir Ono, listin er
hennar verkfæri til að láta óskir ræt-
ast, óskir sem hún færir okkur til að
njóta, tengjast og upplifa – það er
listin að gefa.
Listin að gefa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sögur „Yoko Ono er listamaður sem hefur upplifað sáran sársauka í lífinu og verk hennar hverfast ekki aðeins um heimsfrið heldur líka friðinn hið innra.“
Listasafn Reykjavíkur
Ein saga enn... / One More Story –
Yoko Ono bbbmn
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, til 5.
febrúar 2017. Sýningarstjóri: Gunnar B.
Kvaran. Sýningarhönnuður: Ásmundur
Hrafn Sturluson.
Opið frá kl. 10-17 alla daga nema
fimmtudaga frá kl. 10-22.
ALDÍS
ARNARDÓTTIR
MYNDLIST
Samspil Ono hefur löngum boðið til samtals við áhorfendur. Látlaust Hverju verki er komið fyrir á ígrundaðan hátt án tilgerðar.