Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 05.01.2017, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017 Haraldur Ægir Guðmundsson, sem þekktur er sem bassaleikari en er jafnframt tónskáld og ljóðskáld, opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í dag, fimmtudag kl. 17. Sýninguna setur Haraldur upp í Gallerí Lauga- læk, sýningarrými sem er inn af Kaffi Laugalæk við samnefnda götu. Heiti sýningarinnar er „Music on Canvas“ og er hún afrakstur myndlistargjörninga sem listamaðurinn kallar „Compusuals“ – orðið er sett sam- an úr ensku orðunum composition og visuals. Í gjörn- ingunum er tónlist sköpuð, frammi fyrir áhorfendum, og túlkar Haraldur hana svo með olíulitum á striga. Haraldur Ægir sýnir í Gallerí Laugalæk Haraldur Ægir Guðmundsson. Sala í Bandaríkjunum á plötum og lögum enska tónlistarmannsins George Michael, sem lést á jóladag, jókst um nær 3.000% í kjölfar and- láts hans, að því er fram kemur á vef Billboard sem vísar í tölur Niel- sen Music. Salan jókst um 2.678%, svo nákvæm tala sé gefin, frá jóla- degi fram að 29. desember. Plata Wham!, dúettsins sem Michael skipaði með Andrew Ridgeley, Make It Big og þrjár sóló- plötur Michael hafa rokið út og komist á lista Billboard yfir mest seldu plötur landsins. 48.000 eintök seldust af fyrstu sólóplötu hans, Faith, og lög í flutningi hans voru seld 429.000 sinnum á tónlistar- veitum, svo dæmi séu tekin. Michael var aðeins 53 ára þegar hann lést. Jókst um tæp 3.000% AFP Poppstjarna George Michael heit- inn lést á jóladag, 53 ára að aldri.  Tónlist Michael selst vel vestra Bandaríska leikkonan Emma Wat- son, sem öðlaðist heimsfrægð í hlut- verki hinnar göldróttu Hermione í Harry Potter-kvikmyndunum, leik- ur Fríðu í nýrri kvikmynd sem gerð hefur verið eftir sögunni Fríða og dýrið og verður frumsýnd í mars næstkomandi. Á samfélagsmiðlum hefur verið deilt broti af söng Fríðu úr kvik- myndinni og hefur það slegið í gegn; á Fésbókinni einni hefur verið hlust- að á lagið yfir tólf milljón sinnum á stuttum tíma. Aðdáendur Watson og ævintýris- ins hafa lofað sönghæfileika leikkon- unnar og spara ekki sterkustu lýs- ingarorðin þar sem þeir tjá sig á miðlunum, en Watson hefur lítið gert af því hingað til að syngja opin- berlega. Í öðrum helstu aðalhlutverkum hinnar nýju útgáfu Fríðu og dýrsins eru hinir kunnu leikarar Ewan McGregor, Emma Thompson og Ian McKellen, sem ungir og aldnir þekkja sem Gandálf í Hringa- dróttinssögu. Sönghæfileikar Emmu Watson lofaðir AFP Söngkona Emma Watson. Vísindaskáldsaga, ástar-saga, harmleikur eðaspennandi glæpasaga?Það er ekki gott að segja því höfundurinn Sölvi Björn Sig- urðarson blandar þessu öllu saman í nýrri bók sinni Blómið – Saga um glæp. Strax í upphafi grípur Sölvi lesandann þegar hann kynnir til leiks Benedikt Valkoff eða Bensa eins og hann er almennt kallaður af fjölskyldu sinni. Hann vaknar um miðja nótt, hann á af- mæli, en vekur ekki Völlu sína heldur gengur fram. Það var á þessum degi, af- mælisdegi Bensa, fyrir 33 árum, eða 13. nóvember 1982, að litla systir hans, Magga, hvarf. Það var á tólf ára afmælisdegi Bensa. At- vikið liggur þungt á Valkoff- fjölskyldunni en þau ætla að koma saman í fyrsta skipti í langan tíma til að minnast Möggu. Bensi býr hinum megin við götuna frá æsku- heimili sínu, þar sem móðir hans býr enn. Hann ákveður að ganga yfir til hennar þegar hann sér að kveikt er á ljósum hjá henni og þannig hefst fyrsti þáttur bók- arinnar sem einkennist af samtali mæðginanna. Samtal þeirra leiðir okkur í gegnum atburði í sögu fjölskyldunnar og ársins sem Magga hvarf. Frásögnin er áreynslulaus, þ.e. lesandinn finnur ekki fyrir því að farið er fram og aftur í tíma í frá- sögninni. Á sama tíma vakna fleiri spurningar um afdrif Möggu. Ráð- gátan um hvarf hennar dregur les- andann áfram. Samt er ekki hægt að segja að hér sé eingöngu á ferðinni hefðbundin ráðgáta. Sölvi kynnir okkur jafnframt fyrir þeim kalda veruleika sem barnsmissir hefur á samskipti foreldra og upp- vöxt annara barna á heimilinu. Vísindaskáldsaga; já allt í einu verður íslenskur hversdagsleikinn örlítið meira spennandi. Fyrir áhugafólk um vísindaskáldsögur er kominn skemmtilegur snúningur á söguna. Kaldastríðsdraugar, Moskva og rannsóknarstofa? Kannski er þetta of mikið fyrir þá sem vilja hefðbundna ráðgátu. Óneitanlega gerir þetta söguna óhefðbundna og endirinn kom þessum lesanda í það minnsta dá- lítið á óvart. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn Í sögu Sölva Björns Sigurðssonar segir frá barnshvarfi og vinnur höfundurinn með nokkur form bókmenntanna. Óhefðbundin ráðgáta Skáldsaga Blómið - Saga um glæp bbbmn Eftir Sölva Björn Sigurðsson. Mál og menning, 2016. 294 bls. VILHJÁLMUR A. KJARTANSSON BÆKUR 2D ÍSL TAL - SÝND KL. 5.40 2D ENS TAL - SÝND KL. 5.40, 8 SÝND KL. 8, 10.25 GLEÐILEGT NÝTT ÁR SÝND KL. 8, 10.40 SÝND KL. 10.25 SÝND KL. 5.40 Munið að slökkva á kertunum Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.