Morgunblaðið - 05.01.2017, Síða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2017
Haraldur Ægir Guðmundsson, sem þekktur er sem
bassaleikari en er jafnframt tónskáld og ljóðskáld,
opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í dag, fimmtudag
kl. 17. Sýninguna setur Haraldur upp í Gallerí Lauga-
læk, sýningarrými sem er inn af Kaffi Laugalæk við
samnefnda götu. Heiti sýningarinnar er „Music on
Canvas“ og er hún afrakstur myndlistargjörninga sem
listamaðurinn kallar „Compusuals“ – orðið er sett sam-
an úr ensku orðunum composition og visuals. Í gjörn-
ingunum er tónlist sköpuð, frammi fyrir áhorfendum,
og túlkar Haraldur hana svo með olíulitum á striga.
Haraldur Ægir sýnir í Gallerí Laugalæk
Haraldur Ægir
Guðmundsson.
Sala í Bandaríkjunum á plötum og
lögum enska tónlistarmannsins
George Michael, sem lést á jóladag,
jókst um nær 3.000% í kjölfar and-
láts hans, að því er fram kemur á
vef Billboard sem vísar í tölur Niel-
sen Music. Salan jókst um 2.678%,
svo nákvæm tala sé gefin, frá jóla-
degi fram að 29. desember.
Plata Wham!, dúettsins sem
Michael skipaði með Andrew
Ridgeley, Make It Big og þrjár sóló-
plötur Michael hafa rokið út og
komist á lista Billboard yfir mest
seldu plötur landsins. 48.000 eintök
seldust af fyrstu sólóplötu hans,
Faith, og lög í flutningi hans voru
seld 429.000 sinnum á tónlistar-
veitum, svo dæmi séu tekin.
Michael var aðeins 53 ára þegar
hann lést.
Jókst um tæp 3.000%
AFP
Poppstjarna George Michael heit-
inn lést á jóladag, 53 ára að aldri.
Tónlist Michael selst vel vestra
Bandaríska leikkonan Emma Wat-
son, sem öðlaðist heimsfrægð í hlut-
verki hinnar göldróttu Hermione í
Harry Potter-kvikmyndunum, leik-
ur Fríðu í nýrri kvikmynd sem gerð
hefur verið eftir sögunni Fríða og
dýrið og verður frumsýnd í mars
næstkomandi.
Á samfélagsmiðlum hefur verið
deilt broti af söng Fríðu úr kvik-
myndinni og hefur það slegið í gegn;
á Fésbókinni einni hefur verið hlust-
að á lagið yfir tólf milljón sinnum á
stuttum tíma.
Aðdáendur Watson og ævintýris-
ins hafa lofað sönghæfileika leikkon-
unnar og spara ekki sterkustu lýs-
ingarorðin þar sem þeir tjá sig á
miðlunum, en Watson hefur lítið
gert af því hingað til að syngja opin-
berlega.
Í öðrum helstu aðalhlutverkum
hinnar nýju útgáfu Fríðu og dýrsins
eru hinir kunnu leikarar Ewan
McGregor, Emma Thompson og Ian
McKellen, sem ungir og aldnir
þekkja sem Gandálf í Hringa-
dróttinssögu.
Sönghæfileikar
Emmu Watson lofaðir
AFP
Söngkona Emma Watson.
Vísindaskáldsaga, ástar-saga, harmleikur eðaspennandi glæpasaga?Það er ekki gott að segja
því höfundurinn Sölvi Björn Sig-
urðarson blandar þessu öllu saman
í nýrri bók sinni Blómið – Saga
um glæp. Strax í upphafi grípur
Sölvi lesandann þegar hann kynnir
til leiks Benedikt Valkoff eða
Bensa eins og hann er almennt
kallaður af fjölskyldu sinni. Hann
vaknar um miðja
nótt, hann á af-
mæli, en vekur
ekki Völlu sína
heldur gengur
fram. Það var á
þessum degi, af-
mælisdegi Bensa,
fyrir 33 árum,
eða 13. nóvember
1982, að litla
systir hans, Magga, hvarf. Það var
á tólf ára afmælisdegi Bensa. At-
vikið liggur þungt á Valkoff-
fjölskyldunni en þau ætla að koma
saman í fyrsta skipti í langan tíma
til að minnast Möggu. Bensi býr
hinum megin við götuna frá æsku-
heimili sínu, þar sem móðir hans
býr enn. Hann ákveður að ganga
yfir til hennar þegar hann sér að
kveikt er á ljósum hjá henni og
þannig hefst fyrsti þáttur bók-
arinnar sem einkennist af samtali
mæðginanna. Samtal þeirra leiðir
okkur í gegnum atburði í sögu
fjölskyldunnar og ársins sem
Magga hvarf.
Frásögnin er áreynslulaus, þ.e.
lesandinn finnur ekki fyrir því að
farið er fram og aftur í tíma í frá-
sögninni. Á sama tíma vakna fleiri
spurningar um afdrif Möggu. Ráð-
gátan um hvarf hennar dregur les-
andann áfram. Samt er ekki hægt
að segja að hér sé eingöngu á
ferðinni hefðbundin ráðgáta. Sölvi
kynnir okkur jafnframt fyrir þeim
kalda veruleika sem barnsmissir
hefur á samskipti foreldra og upp-
vöxt annara barna á heimilinu.
Vísindaskáldsaga; já allt í einu
verður íslenskur hversdagsleikinn
örlítið meira spennandi. Fyrir
áhugafólk um vísindaskáldsögur er
kominn skemmtilegur snúningur á
söguna. Kaldastríðsdraugar,
Moskva og rannsóknarstofa?
Kannski er þetta of mikið fyrir þá
sem vilja hefðbundna ráðgátu.
Óneitanlega gerir þetta söguna
óhefðbundna og endirinn kom
þessum lesanda í það minnsta dá-
lítið á óvart.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundurinn Í sögu Sölva Björns Sigurðssonar segir frá barnshvarfi og
vinnur höfundurinn með nokkur form bókmenntanna.
Óhefðbundin ráðgáta
Skáldsaga
Blómið - Saga um glæp
bbbmn
Eftir Sölva Björn Sigurðsson.
Mál og menning, 2016. 294 bls.
VILHJÁLMUR A.
KJARTANSSON
BÆKUR
2D ÍSL TAL - SÝND KL. 5.40
2D ENS TAL - SÝND KL. 5.40, 8 SÝND KL. 8, 10.25
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
SÝND KL. 8, 10.40 SÝND KL. 10.25 SÝND KL. 5.40
Munið að slökkva
á kertunum
Treystið aldrei alfarið
á kertaslökkvara