Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 05.01.2017, Qupperneq 92
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Síðasta kvöldmáltíð Tom Cruise … 2. Boðinn sími fyrir að hitta ekki 3. Svona fór Khloé að því að léttast 4. Edda geislaði á nýársballinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Rokksveitin Tappi tíkarrass, sem reis úr löngum dvala 31. nóvember sl., heldur tónleika í kvöld kl. 20 á skemmtistaðnum Húrra, Tryggvagötu 22. Hljómsveitin var stofnuð árið 1981 af fjórum ungum mönnum og gekk söngkonan Björk Guðmunds- dóttir fljótlega til liðs við hana og söng með Eyþóri Arnalds. Björk verð- ur fjarri góðu gamni í kvöld en á svið- inu verða, auk Eyþórs, þeir Guð- mundur Þór Gunnarsson, Eyjólfur Jóhannsson og Jakob Smári Magn- ússon. Tappinn mun leika ný lög í bland við gömul. Morgunblaðið/Einar Falur Tappi rokkar á Húrra  Serbneska myndlistarkonan Jelena Antic opn- ar í dag kl. 17 sýn- inguna Traces í galleríi SÍM að Hafnarstræti 16. Verk hennar eru óhlutbundin og þema sýning- arinnar að öll reynsla móti mann- fólkið og að allir atburðir skilji eitt- hvað eftir sig. Traces í sal SÍM  Opinn samlestur fer fram á fars- anum Úti að aka eftir Ray Cooney í forsal Borgarleikhússins í dag kl. 12. Leikstjóri sýningarinnar er Magnús Geir Þórðarson en í lykilhlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir og Halldóra Geir- harðsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Opinn samlestur á Úti að aka í hádeginu Á föstudag Stíf vestanátt og él, en dregur úr vindi og éljum um hádegi. Frost 0 til 7 stig. Vaxandi sunnanátt með slyddu eða rign- ingu vestantil um kvöldið og hlýnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan hvassviðri eða stormur með élj- um og kólnandi veðri vestantil en austantil upp úr hádegi og styttir upp austanlands. Hiti um og undir frostmarki í kvöld. VEÐUR Skemmtilegt síðustu daga Kristján Arason vill sjá íslenska handboltalandsliðið enda á meðal átta efstu á HM í Frakklandi. Guð- laugur Arnarsson segir að HM sé besta tækifærið til breytinga og mörgum spurningum verði svarað í Danmörku um helgina. Einar Andri Einarsson segir að fróðlegt verði að sjá hvernig stillt verði upp í varn- arleiknum en staðan gæti svo sannarlega verið betri stuttu fyrir stórmót. »2-3 Vangaveltur um landsliðið og HM „Ég á fullt inni því mér tókst ekki að leysa neitt út í fyrra. Ég náði bætingu árið 2015 en í fyrra var ég oft alveg við minn besta árangur, sem er leiðinlegt. Bætingin kemur vonandi á þessu ári. Ég meiddist aðeins í fyrra á undirbúningstímabilinu,“ segir kringlukastarinn ungi og Ólympíu- farinn Guðni Valur Guðnason sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. »4 Bætingin kemur vonandi á þessu ári ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vilborg Arna Gissurardóttir býður í samvinnu við Norðursiglingu á Húsavík upp á tvær Grænlands- ferðir í ágúst og september á næsta ári. „Þetta verða könnunarleið- angrar,“ segir göngugarpurinn, sem er með mörg járn í eldinum eins og til dæmis ferðir til Nepals og útivist- ar- og markmiðanámskeið auk þess sem hún hefur verið að vinna að bók sem kemur út í vor. Stöllurnar Vilborg Arna og Pálína Ósk Hraundal hafa að undanförnu eytt miklum tíma í að ganga frá úti- vistarbók fyrir fjölskyldur. „Nú sjáum við loksins fyrir endann á bók- inni,“ segir Vilborg Arna. Afskekktur æfingastaður Í Grænlandsferðunum næsta haust verður siglt á skonnortunni Hildi um Scoresbysund, settar upp tjaldbúðir í landi og gengið út frá þeim um Stauning-Alpana. „Það er svæði sem mjög fáir hafa komið á,“ segir Vilborg Arna. Hún minnir á að áður en hún gekk á Suðurpólinn fyrir um fjórum árum hafi hún æft sig á þessu svæði eftir að hafa kynnst því í ferðum með Norðursigl- ingu. „Ég fór þangað fyrst sumarið 2010 og þá ákvað ég að þetta yrði æfinga- staður minn,“ rifjar Vilborg Arna upp og bætir við að síðan hafi hún farið þangað aftur nokkrum sinnum. „Á þessu magnaða svæði vandist ég því að vera ein þótt ég hafi verið hrædd allan tímann,“ heldur hún áfram og segir mikinn mun á því að vera einn á ferð eða með félaga eða hópi. „Þetta var minn skóli hvað það varðar og ég hefði ekki viljað sleppa þeirri reynslu en hún var skrýtin til að byrja með. Ég held að það sé hollt fyrir alla að prófa að vera einn með sjálfum sér, þótt margir óttist það. Réttur undirbúningur hefur mikið að segja og ég miðla af reynslu minni í þessum ferðum.“ Frá því að Vilborg Arna var 15 ára hefur hún starfað meira og minna í ferðaþjónustu. Hún er menntuð í ferðamála- og viðskiptafræðum og segist fá mikið út úr því að deila reynslunni með öðrum. Til þessa hefur hún verið með ferðir í sam- vinnu við aðra en í mars býður hún í fyrsta sinn upp á skipulagðar ferðir á eigin vegum og er nánar greint frá þeim á vefsíðu hennar (vilborg.is). „Við förum til Nepals í mars,“ seg- ir hún og bætir við að boðið verði upp á tvær ferðir, göngu upp í grunn- búðir Everest auk gönguferðar upp í grunnbúðir og á fjallið Island Peak, sem er um 6.200 m hátt. Vilborg Arna segir að Nepal standi sér mjög nærri. „Ég hef verið á þessum slóðum í um sex mánuði samtals frá því á árinu 2014 og þekki það mjög vel. Ég tengist bæði svæð- inu og fólkinu mjög sterkum böndum. Draumur minn er að sýna Nepal eins og ég upplifi svæðið, sýna það sem heillar mig mest, og ég geri það með Dendi, besta Sjerpavini mínum, og fjölskyldu hans.“ Vilborg Arna á eigin vegum  Bók, námskeið og ferðir til Nep- als og Grænlands Grænland Vilborg Arna Gissurardóttir þekkir vel til Scoresbysunds og Stauning-Alpanna. Island Peak Dendi, Vilborg Arna og Tomasz Þór ljósmyndari. Samsett ljósmynd ,,Það er ekkert nema gleði hjá mér og þetta er búið að vera virkilega skemmtilegt þessa síðustu daga. Öll þessi vinna sem ég hef lagt á mig er greinilega að skila sér. Ég gerði mér vonir um að kom- ast í landsliðshópinn sem fer til Kína og það var virkilega ánægjulegt þegar ég fékk símtalið um það að ég hefði verið valinn,“ segir Viðar Ari Jónsson, knattspyrnumaður úr Fjölni. »4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.