Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.01.2017, Page 30
U pphaf ófriðarins er rakið til morðs á arf- taka ungversk- austurríska keisara- dæmisins, Frans Ferdinands, hertoga af Austurríki, 28. júní 1914. Ungverjaland- Austurríki sem naut stuðnings Þjóð- verja lýsti þá yfir stríði á hendur Serbíu. Serbía naut hins vegar stuðnings Rússlands, sem var í bandalagi við Frakkland. Þjóðverjar réðust inn í hina hlutlausu Belgíu í ágúst 1918 í þeim tilgangi að sækja í gegnum landið að Frakklandi. Bret- ar stóðu þá við loforð sitt frá 1839, um að vernda hlutleysi Belgíu og sendu herlið til stuðnings belgíska og franska hernum og tókst þeim að stöðva sókn Þjóðverja við bæinn Ypres í Belgíu í ágúst 1914. Ófrið- urinn sem búist var við að lyki á nokkrum mánuðum dróst á langinn og þarna var barist í fjögur ár á 700 km víglínu sem náði frá Ermar- sundi, þvert yfir Belgíu og Norður- Frakkland að landamærum Sviss, svokölluðum vesturvígstöðvum. Báðir stríðsaðilar, bandamenn (Frakkland, Belgía og Bretland og samveldislöndin og frá 1917 einnig Bandaríkin) og Þjóðverjar, grófu sig niður í skotgrafir, gerðu steypu- og sandpokavirki bak við gaddavírs- girðingar. Þarna börðust milljónir hermanna við ómannúðlegar að- stæður og deildu forinni í skotgröf- inni með rottum og lúsum og allt svæðið milli víglínanna var þakið vatnsfylltum sprengjugígum. 1,5% íslensku þjóðarinnar í bardaga Ísland átti blessunarlega ekki beina aðild að hernaðinum, en það er áhugavert að samkvæmt Minning- arbók íslenskra hermanna 1914- 1918, sem gefin var út í Winnipeg 1923, tóku um 1.245 Vestur- Íslendingar þátt í stríðinu, 989 undir merkjum Kanada og 256 í her Bandaríkjanna, en af þeim fæddust 391 á Íslandi. Íslendingar voru í byrjun styrjaldarinnar rétt rúmlega 87.000 svo 1.245 manns var nærri 1,5% íslensku þjóðarinnar. Eflaust voru fleiri sem tóku þátt, því fleiri ís- lensk nöfn er að finna á herskrám án þess að nánari upplýsingar liggi fyr- ir um viðkomandi. Af framan- greindum fjölda sneru 144 ekki aft- ur, þar af ein af 14 vesturíslenskum hjúkrunarkonunum sem tóku þátt í hildarleiknum. Af þessum fjölda lét- ust 96 á vígvellinum en hinir af slys- um eða veikindum. Ágæta umfjöllun um sögu margra þessara Vestur- Íslendinga er að finna í nýlegri bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Þegar siðmenningin fór fjandans til. Kan- adísku sveitirnar þóttu sérlega ósér- hlífnar og hugdjarfar og báru hitann og þungann af mörgum erfiðum bar- dögum og féllu vesturíslensku her- mennirnir m.a. í sumum illræmd- ustu orustum stríðsins, við Ypres, Somme, Vimy-háls og á fleiri stöð- um. Þrátt fyrir ítrekaðar stórsóknir og árásir á báða bóga til að brjótast úr sjálfheldu skotgrafanna breyttist Ljósmyndir/Páll Ólafsson Greinarhöfundarnir Páll Ólafsson og Matthías Geir Pálsson við Thiepval- minnismerkið nærri Somme í Frakklandi. Ferð sem lætur fáa ósnortna Um þessar mundir er þess minnst að rúm hundrað ár eru liðin síðan „ófriðurinn mikli“ hófst í ágúst 1914, sem síðar hlaut nafnið fyrri heimsstyrjöldin til aðgreiningar frá seinni heimsstyrjöldinni 1939-1945. Vegna áhuga á ófriðnum mikla fóru greinarhöfundar nokkrar ferðir 2013 og 2014 til að kynna sér helstu átakasvæði vesturvígstöðvanna við Ypres í Belgíu, Somme og Verdun í Frakklandi og þær minjar sem nú finnast þar um ófriðinn. Páll Ólafsson palloth@simnet.is Matthías Pálsson matthias@mfa.is Douaumont Ossuary minnisvarði og grafreitur hermanna sem féllu í orustunni um Verdun. FERÐALÖG Vettvangur stríðs verður gjarnan að ferðamannastað löngu síðar. Borgirog bæir víða um Evrópu hafa byggt upp ferðamennsku á grunni stríðs- minja. Þannig er sögunni haldið lifandi og henni skilað til síðari kynslóða. Vinsælt að heimsækja vígstöðvar 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.1. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.