Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Page 6

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Page 6
kenningu lagði hann höfuðáherslu á kœrleikann og hjálpfýsina og að sáð vœri frœkornum bróðurþels og brœðralags. Og í þessum efnum urðu straumhvörf í heimin- um með komu Krists. Ahrifhans hafa borið blessunarríka ávexti. Hann er Ijósið í heiminn komið til þess að lýsa mönnunum út úr myrki, varða þeim veginn til fullkomnara lífernis. Hann hefur lyft mennskunni upp á hœrra og œðra stig þroska og göfgunar. Því eru jólatíðindin um fœðingur Jesú Krists, þerna lífsins Ijóss, svo dýrmæt og fagnaðarrík. Hver er afstaða þín til þeirra tíðinda? Sú afstaða er í senn mikilvœg og örlagarík. Ef við sniðgöngum þetta Ijós og höldum jól án Jesú Krists, þá höldum við fátækleg og birtusnauð jól, þrátt fyrir allt glitið og góssið, og það sem verra er, hætt er við að líf okkar verði þá í ýmsum skilningi andleg myrkruganga. En sá sem fylgir Kristi mun ekki framar ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós lífsins. Mætli þetta Ijós valda tímamótum í lífi þínu. Mætti jólaljósið flæða um sál þína og gagntaka þig svo, að áhrif þess entust þér til að lifa sem Ijóssins barn á lífsins braut. Guð blessi þig, b/essi hinar kyrrlátu helgistundir þínar frammi fyrir augliti Guðs. Guð gefi þér glæsilega Ijóssins hátíð. I Jesú nafni amen. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur Arbæjarprestakalli Sterkir klúbbar og félagamir áhugasamir í Oðinssvæðimi Eftir að hafa verið 12 ár kiwanismaður og starfað að ýmsum verkefnum, tók ég viðstarfi svæðisstjóra á Oðinssvæði. Ekki fer hjá því að við nánari kynni af störfum og félögum annarra klúbba verður maður var við ýmis ný viðhorf. Oðinssvæðið er víðlent, nær frá Ólafsfirði til Vopnafjarðar og eru 8 klúbbar á svæðinu. Sá elsti Askja á Vopnafirði stofnað- ur í jan. 1968 og sá yngsti Grímur í Grímsey, stofnaður 1978. Sumir þessir klúbbar eru í mjög fámennum byggðum og hafa því takmarkaða möguleika á aukningu félaga- tölu. Mér finnst þó að þessi klúbbar séu sterkir og félagarnir áhugasamir og að þeir muni vera byggðarlögum sínum mikils virði. Ég hef nú haft stjórnarskipti í öllum klúbbunum nema Hrólfi á Dalvík, en égvará stjórnarskiptafundi í umdæmisstjórn það kvöld og framkvæmdi fráfarandi umdæmis- stjóri stjórnarskiptin þar. Það hefur verið mér mikil ánægja að koma á staðina og heimsækja klúbbana, og njóta þeirrar vináttu sem mér hefur hvarvetna verið sýnd. Félagar mínir í Herðubreið hafa verið mér mjög hjálpleg við þessi ferðalög eins og þeir reyndar lofuðu mér, þegar ég gekkst inn á að taka starfið að mér. Skemmtilegust og um leið eftirminnilegust er vafalaust ferðin í Grímsey, en þangað fórum við á Kviku ÞH, 12. nóv. og framkvæmdi ég stjórnarskipti í Grím þá um kvöldið með góðri aðstoð Bjarna Magnússonar fyrrum svæðis- stjóra. Við vorum 6 félagarnir úr Herðubreið sem fórum í þessa ferð og nutum gestrisni Grímsfélaga því að á meðan á fundi stóð gerði ófært veður og urðum við að gista og bíða þess að fært yrði. Lögðum af stað um kl. 11 morguninn eftir og tók ferðin okkur réttan sólarhring. Grímur er einn af fámennum klúbbum, félagar 17, en ég hygg að hann sé sinni byggð mjög mikilvægur. Með þökk til klúbba á Óðinssvæði fyrir mér auðsýnda velvild og tillitsemi, jólaóskir til lesenda Kiwanisfrétta. Snæbjörn Péturss 6 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.