Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 8
„Byggjum betra líf ‘ Það fer ekki hjá því, að daginn lengir og lengir. Látlaust meira og meira að skuggunum þrengir. Þeir hnipra sig saman og atyrða almanakið eins og við er að búast. Og jörðin er alltaf að hverfast um sólina sína, og seinast finnur hún Ijósið á andlit sér skína. Þá hallar hún sér í himneskri gleði á bakið og hœttir alveg að snúast. En fyrst að þú, Drottinn, lætur Ijósið þitt skína og lengir daginn fyrir þá vini þína, sem hafa yftrleitt ekkert við tímann að gera annað en bara að vinna, og úr því þú hefur af nœgum tíma að taka en til eru hinsvegar menn, sem þurfa að vaka. þá œttirðu líka að lofa nóttinni að vera og lengja' hana helzt ekki minna. í þessu ljóði Tómasar Guðmundssonar „daginn lengir“ kemst hann flmlega að orði. Eins og segir á einum stað ljóðsins, „sem hafa yfirleitt ekkert við tímann að gera annað en bara að vinna.“ Já, vinnan er nauðsynleg öllum þeim, sem hana getað stundað. Langur vinnudagur hefur fylgt okkur Islendingum í aldaraðir og virðist frekar aukast, þótt þægindi og allur aðbúnaður sé ólíkur. Við kiwanismenn vitum að ekki eru allir jafnheppnir og heilsuhraustir til að geta stundað vinnu úti á hinum almenna vinnu- markaði. Óskum öllum Kiwanismönnum gleðilegra jóla! XCO HF. INN- & ÖTFL. BÚÐARGERÐI 10 SÍMI 82388. 3 línur íslenskir kiwanismenn hafa á undan- förnum árum hjálpað þessum meðbræðrum sínum. Með því t.d. að leggja til fé í vendaðan vinnustað „Bergiðjuna“ sem rekin er í tengslum við Kleppspítala. Þar vinna sjúklingar við framleiðslu á t.d. hellum, tjaldhælum, rennuböndum, bóka- stoðum og nú fyrir jólin selja þeir jólaskreyt- ingar. Sem kiwanismaður var ég stoltur og ánægður er ég leit við í Bergiðjunni ekki alls fyrir löngu. Stoltur yfir því að hafa tekið þátt í uppbyggingu þessa staðar og ánægður yfir starfsandanum hjá fólkinu. Húsið við Alfaland sem Kiwanismenn söfnuðu fé til, og rekið er að Geðverndar- félaginu er nú formlega tekið í notkun, og fyrsta fólkið flutt inn. Þessir skjólstæðingar okkar hefja nú störf í almennum vinnu- markaði, og hefja vonandi nýtt og hamingju- samara líf. Við sem erum svo lánsamir að hafa góða heilsu megum aldrei vera svo uppteknir að okkur sjálfum og vinnu okkar að við gleymum meðbræðrum okkar og þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Kiwanismenn hér á landi hafa svo sannarlega stuðlað að „Byggingu betra lífs“ með störfum sínum á undanförnum árum. Góði kiwanisfélagi, ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jólahátíðar. Ævar Breiðfjörð, umdæmisstjóri. 8 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.