Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 10
Hvað hefur Kiwanis gert fyrir mig? Hvað hef ég gert fyrir Kiwanis? Þegar svo stórt er spurt verður trúlega fátt um svör. Fyrrum þegar íslenska þjóðin lifði við hvað kröppust kjör lögðu menn jafnvel líf sitt að veði fyrir málstað hennar. Þáspurðu eldhugar landsins, hvað get ég gert fyrir þig þjóð mín? Nú er þessum vangaveltum ekki almennt lengur fyrir að fara með þjóðinni og spurning- unni snúið við. Hvað get ég haft út úr þjóð- félaginu og/eða flokknum. Hvar næ ég í feitasta bitann? Fyrri spurningin er öllu viðráðanlegri. Þegar maður í upphafi gengur i slíka fjölda- hreyfingu, sem Kiwanis er orðin, er vart möguleiki að menn hafi gert sér fulla grein fyrir umfangi hennar eða hvað menn eru í raun að takast á við. Þegar við lesum í gegnum bæklinginn „Hvað er Kiwanis“ sjáum við strax að hér er á ferðinni heillandi verkefni fyrir alla hugsandi menn. Menn sem vilja aðeins líta upp úr gráum hversdagsleikanum og hinu daglega brauðstriti. Menn sem hafa löngun til að nema æðaslátt þjóðfélagsins í öllum sínum síbreyti- leika. Kiwanis er fyrst og fremst þjónustuhreyfing og setur manngildið á oddinn. Sáfélagsmaður sem fylgir í hvívetna lögum og reglum hreyf- ingarinnar, og gefur sig af alúð í starfið, hlýtur að fá það margfalt endurgoldið. Ef ekki, þá er eitthvað að viðkomandi félagsmanni eða klúbbstarfinu. Sá sem leitar eingöngu eftir skemmtunum í slíkum klúbbi er fyrirfram dæmdur úr leik. Númer eitt, tvö og þrjú er viljinn til að starfa í anda Kiwanis - vera jákvæður og ætið tilbúinn til að vinna. Nú eru liðin 17 ár frá því að ég gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell. Haldnir hafa verið 320 fundir í klúbbnum og hef ég getað mætt á 317 þeirra. Segja ekki þessar tölur allt sem þarf að segja við fyrri spurningunni. Sá félagsmaður sem jafnvel telur að um eða yfir 99% fundamæting sé ekki nægilega góð, hlýtur að fá eitthvað meira en lítið út úr starfi sínu í Kiwanis. Vera mín í Kiwanis hefur sannarlega veitt mér margar ánægjustundi og víkkað sjóndeildarhring minn til allra átta. Eg hef komið auga á ýmsa hluti frá öðru sjónarhorni og e.t.v. orðið umburðarlindari. Það hlýtur að vera þroskandi fyrir hvern mann að taka þátt í þeim mörgu verkefnum, sem Kiwanishreyfingin á íslandi hefur verið svo lánsöm að hafa átt frumkvæði að, og einnig í samvinnu við aðra. 10 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.