Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 13

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 13
FréttapistiU úr Ægissvæði Starfið í Ægissvæði hófst með svæðisráð- stefnu í Hafnarfirði 29. til fundarins mættu 37 félagar úr öllum klúbbum svæðisins. Forsetar fluttu skýrslur klúbba sinna og síðan voru umræður um þær. Einnig var á fundinum rætt um sameiginlegt verkefni Ægissvæðis sem er fjölskylduhátíð sem haldin er að Vigdísar- völlum á hverju sumri, einnig önnur mál sem tengjast starfí kiwanisklúbba. Stjórnarskipti fóru síðan fram í klúbbnum sem hér segir: Keilir Keflavík 1. okt., Brú Keflavíkurflug- velli 4. okt. og Hof Garði sama dag, Eldey Kópavogi og Setberg Garðabæ 6. okt. og Boða Grindavík 13. okt. Allir klúbbarnir höfðu haldið að minnsta kosti einn fund fyrir stjórnarskipti. Allir klúbbarnir lögðu fram góðar skýrslur um starfið á liðnu ári svo og reikninga og var undantekningalaust um góðar og vandaðar skýrslur að ræða. Það er mitt mat að allir klúbbar svæðisins séu starfs- samir klúbbar og sinni vel þeim kröfum sem gera verður til slíkra klúbba. Eins og allir klúbbar landsins eru klúbbar Ægissvæðisins virkir þátttakendur í ýmiss konar styrktar- starfsemi og má þar til nefna aðstoð við aldraða, unglingastarf þroskahefta, bóka- gjafir og margt fleira. Til að standa undir kostnaði við þetta starf afla klúbbarnir fjár með ýmsum hætti t.d. jólatréssölu, sölu flugelda og rækju, bókadreifingu, fiskrétta- dögum, dansleikjum vakstöðu í skipum, kertasölu, og mörgu fleiru. Segja má að allt þetta starf sem kiwanisfélagar inna af hendi hafi eitt markmið og það er að létta þeim róðurinn sem þungan eiga. En kiwanismenn gera ýmsilegt fleira en að standa að styrktar- verkefnum og fjáröflunum. Allir klúbbar standa fyrir ýmisskonar skemmtanahaldi fyrir félaga sína og er það einnig mikilvægur þáttur. Þrír klúbbar svæðisins hafa ráðist í það stórvirki að reisa hús fyrir starfssemi sína, fyrstur reið á vaðið Setberg Garðabæ sem vígði sitt hús fyrir nokkrum árum síðan en er nú að stækka það hús og hafa félagar unnið þar mjög gott starf í sjálfboðavinnu. Eldey Kópavogi festi kaup á gömlu húsi í Kópavogi fékk undir það lóð og flutti og er þar nú risið mjög gott hús sem vafalaust á eftir að verða klúbbnum mikil lyftistöng. Boði Grindavík festi einnig kaup á gömlu húsi í Grindavík og hafa félagar unnið mikið og gott starf við endurbyggingu og stækkun hússins, og hyggjast taka það í notkun næsta vor, og á meðan ég er að skrifa þessa grein berst mér sú fregn að Eldborg Hafnarfirði hafi tekið á leigu húsnæði í Hafnarfirði fyrir sína starfsemi en við fréttum frekar af því síðar. Þar með eru 4 klúbbar svæðisins sem hafa yfir eigin húsnæði að ráða. Ekki þarf að fjölyrða um hvílík lyfti- stöng það er klúbbum í starfi sínu að geta hvenær sem er gengið að húsnæði undir alla starfssemi sem fram fer á vegum þeirra. A þessu kiwanisári verður mikið um stórafmæli í hreyfingunni og í Ægissvæði eiga þrír klúbbar stórafmæli en það eru Eldborg sem verður 15 ára 27. nóv. 1984 og er um leið elsti klúbbur svæðisins. Eldborgarfélagar halda upp á afmælið í febrúar n.k. er ekki að efa að margir kiwanismenn munu samfagna þeim á þeim tímamótum. Eldborg er gott dæmi um starfssaman klúbb þar sem saman fer mikið og gott starf í þágu hreyfingarinnar og þeirra markmiða sem hún berst fyrir og mjög góð stjórn og skipulagnin á öllu innra starfi klúbbsins. Setberg í Garðabæ verður 10 ára í júní 1985 og Keilir Keflavík verður einni 10 ára í sept. 1985. Einnig þessir klúbbarhafa skilað góðu starfi í þágu kiwanis á starfstíma sínum. I tengslum við alla klúbba svæðisins starfa sinawik klúbbar og hefur það verið klúbbunum mikil lyftistöng. Ég vil að lokum senda öllum kiwnismönn- um og fjölskyldum þeirra innilegar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi kiwanisár. Astbjörn Egilsson svæðisstjóri Ægis K-FRÉTTIR 13

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.