Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 14
Þór Ingólfsson t.v. og Baldur Ólafsson. „HÖLLIN OKKAR“ Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ ákvað á síðasta starfsári að ráðst í stækkun á húsnæði klúbbsins við Faxatún. Akveðið var að bæta við húsnæðið byggingu, sem klúbbúrinn hafði til umráða og stóð á sömu lóð. Baldur Olafsson, félagi og byggingar- meistari, tók að sér að teikna viðbótina og lagði hann teikningar fyrir fund í klúbbnum. Þær voru þar samykktar samhljóða. Síðan voru teikningarnar lagðar fyrir bæjarstjórn, sem samþykktir þær með lítilsháttar breyt- ingum. Aður haði farið fram könnun meðal eigenda húsa í nágrenni Kiwanishússins og samþykktu þeir breytingarnar fyrir sitt leyti. Við vorum svo heppnir að frétta af tjóna- timbri hjá Tryggingamiðstöðinni og fengum það með aðstoð Sigurðar Ingibergssonar, félaga og starfsmanna TM, á góðum kjörum og enn betri upphæð. Geir Björgvinsson, einn af nýjum félögum klúbbsins, kom færandi hendi til byggingar- vinnunar eitt kvöldið. Glæsileg útihurðin, sem vonandi sem flestir Kiwanisfélagar eiga eftir að opna næstu árin á leið sinni á fund til okkar, er frá Geir konrin og sómir sér vel á „höllinni okkar“. Þegar þessar línur eru ritaðar, er búið að klæða alla veggi, lækka loft, steypa í gólf og leggja rafmagn. Ahugasamir félagar eru ekki af baki dottnir, því nú þegar er ákveðið að taka inn hitaveitu fyrir mánaðaimótin nóv./des. Til sanninda um að flest má gera með góðum vilja góðra félaga er þetta skrifað. Að lokum vonumst við til að sjá sem flesta gesti á fundum okkar í framtíðinni. F.h. Setbergs Matthías Guðm. Pétursson 14 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.