Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 17
jafnfætis þeim erlendu. Mig langar sérstak- lega að segja frá frábærum árangir Jónasar Oskarssonar, sem er á þrítugsaldri, og einfættur, en hann keppti í sundi. Hann setti heimsmet og Olympíumet í undanúrslitum á leikunum í New York, en varð að sætta sig við annað sætið í úrslitunum. Sigurvegarinn þá bætti heims og Olympíumet Jónasar um nokkrar sekúndur og ég er sannfærður um, að ef Jónas hefði haft meiri reynslu í keppni erlendis hefði hann unnið. Mig langar að reyna að útskýra hversu íþróttastarfið er mikils virði fyrir hina fötluðu. Ung stúlka, sem var svo mikið inn í sér, að hún gat varla sagt nafnið sitt og hafið litla hreyfigetu, fór að æfa sund fyrir aðeins hálfu öðru ári. Hún fór og keppti á Olympíuleikun- um og gekk ágætlega. Þar var hún lífsglöð og hress og talaði lýtalaust, jafnt ensku sem norsku við aðra Olympíufara." - Hvernig er íþróttastarf fatlaðra fjármagn- að? „Við reiknum með að fá fjárveitingar beint af fjárframlögum ríkisins á næsta ári, en ekki í gegnum íþróttasamband íslands eins og önnur sérsambönd. Fjárhæðin er áætluð um kr. 1.100.000, sem er um það bil helmingur af fjárþörfinni en auk þess njótum við ýmissa styrkja úr styrktarsjóðum hinna mörgu þjónustuklúbba og erum við mjög þakklát fyrir þá.“ - Er hugsanlegt að þjónustuklúbbar úr mörgum hreyfingum geti tekið sig saman og unnið að verkefnum fyrir íþróttastarf fatlaðra? „Já, tvímælalaust og það þarf ekkiendilega að vera í formi peninga, alveg eins einhvers konar uppbyggingu og vinnu við mót og fleira. Besta dæmið um þetta er, að Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri tekur að sér að halda Hængsmót árlega á Akureyri. Þar vinna félagarnir allir sem einn við að undirbúa mótið og annast framkvæmd þess.“ Olafur sagði, að allar hefðbundnar greinar frjálsra íþrótta, auk þess sund, Boccia og bogfimi væru stundaðar af fötluðum. Hann sagði ennfremur: „Erlendis keppa fatlaðir meðal annars í körfubolta í hjólastólum, sem er mjög spennandi og áhugaverð íþrótt. Einnig stunda fatlaðir erlendis kappakstur í hjólastólum og ég hef mikinn áhuga á að koma því á hér á íslandi, en til þess þurfum við sérstaklega smíðaða hjólastóla, sem ekki eru til hérlendis. Við vonumst til þess að ekki verði langt þangað til að slíkir stólar verði fyrir hendi, enda yrði sú keppnisgrein til þess að vekja enn meiri áhuga.“ Aðspurður um alþjóðasamskipti sagði Ólafur: „Fljótlega á næsta ári verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Sviss fyrir fatlaða til kynningar á vetraríþróttum og í framhaldi af því verður keppni fatlaðra í vetraríþróttum, svo sem á skíðum, skautum og sleðum. Kiwanisklúbbur í Sviss stendur að þessari keppni og gefur verðlaun.“ Hverskonar útivist, þjálfun líkama og hugar er hverjum manni nauðsyn og ekki síst fötluðum. Þess vegna verður að leggja mikla áherslu á að gefa fötluðum tækifæri og aðstöðu til íþróttaiðk- unar. Ólafur var í lokin spurður, hvað væri helst á döfinni hjá þeim núna. Hann sagði: „Barna- og unglingamót í Finnlandi og Olympíuleikar þroskaheftra í Madrid á Spáni eru á dagskrá, en ég vil geta þess að Islendingar eru hvað lengst komnir í íþróttum þroskaheftra á Norðurlöndum. Finnar eru til að mynda ekki með neitt slíkt starf og mjög lítið er um það í Danmörku. Þá vil ég geta þess að lokum, að það er mjög ánægjulegt að starfa með fötluðum. Þetta er hressilegt og skemmtilegt fólk. Þá vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim þjónustu klúbbum og einstaklingum, sem stutt hafa þetta starf.“ M.G.P. K-FRÉTTIR 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.