Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 20
Eftir róður þarf að landa. byggðasafninu einum frá sjómönnum og útvegsmönnum á Akranesi. Á árinu 1975 var hafin undirbúningur að stofnun klúbbs í Borgarnesi ásamt Kiwanis- klúbbnum Jöklum. 28. janúar 1976 var svo Kiwanisklúbburinn Smyrill í Borgarnesi stofnaður. Sunnudaginn 2. maí '76 í sólskini og blíðu var hópferð Þyrilsfélaga, eiginkvenna og barna á Þyril. Eftir erfitt klifur upp Bæjar- gilið og stundum hættulegt, var stórkostlegt að virða fyrir sér útsýnið því skyggni var upp á það besta þennan dag. A fjallinu var haldinn fundur og ákveðið að gefa Barnaskóla Akraness augnprófunartæki. Ritari áritaði á kort með mynd af Þyrli á fjallinu og sendi öllum klúbbum í Eddusvæði. Vorið 1979 var farin hópferð á vegum kiwanishreyfingar- innar til Italíu og Austurríkis þar sem Þyrill átti fulltrúa á þingi K.I.E. Þyrilsmenn voru tíu ásamt eiginkonum í þessari ævintýraferð. Laugardaginn 26. janúar 1980 hélt Þyrill upp á tíu ára afmæli sitt. Dagurinn byrjaði með hádegisverðafundi 30 gestir voru mættir frá ýmsum klúbbum 21 ávörp voru flutt fjöldi veglegra gjafa bárust. í tilefni tíu ára afmælis Þyrils var Dvalarheimili aldraða að Höfða afhent að gjöf fimm milljónir gkr. til kaupa á lausabúnaði í vinnuaðstöðu ogdagvistun fyrir aldraða. Um kvöldið var haldin hátíðar- dansleikur þar var Olafi Jónssyni afhentur áletraður skjöldur sem þakklæti fyrir ómetan- leg brautryðjendastörf í þágu Þyrils. Fljótlega komu upp hugmyndir um hús- næðiskaup. Ýmsar athuganir, útreikningar og fleira en eitt verðtilboð vargert. Lengi framan af gengu húsnæðiskaupin ekki upp. Það var fyrst á árinu 1980 sem húsnæði var tekið á leigu keypt í það húsgögn og munum okkar komið fyrir á sómasamlegan hátt. Á árinu 1982 fluttum við í annað húsnæði sem félagar hafa innréttað. Hefur þessi aðstaða breytt miklu um störf klúbbsins auk þess sem nú eru öll gögn, skýrslur allra ára, fundagerðabækur, myndabækur, skjöl og önnur verðmæti, aðgengileg til fræðslu og ánægju félaga. Svo var það nú í haust að okkur bauðst húsnæði. Tilboð var gert og samningar tókust. Laugar- daginn 17.11. var skrifað undir kaupsamning á um 200 m2 fokheldu húsnæði að Vesturgötu 46 kaupverð 725 þúsund. Strax verður hafist handa við aðteikna innréttingar. Hugmyndir eru uppi um að fullklára húsnæðið á næsta ári. 20 K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.