Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Side 26

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Side 26
víðustu merkingu nálgast þessa þýðingu á nafninu. Samkvæmt orðabók yfir Dakota tungu- málið eftir Stephan Return Riggs, útgefin árið 1890, eru hvergi nefndar á nafn skýringareins og vakning náttúrunnar eða endurvakning eftir langan vetrardvala. Orðatiltæki eins og kiwani owapti koma þar heldur hvergi fyrir. Hins vegar er í sömu bók, bls. 291, að finna eftirfarandi orðasamband: ki-wani: vetrar- koma á ný, þegar snjóar á vorin. Það mætti e.t.v. segja, að snjókoma að vori sé ekki með öllu ósky't vakningu náttúrunnar, ef ekki stæði þar í vegi skýring sú, sem gefin er í „The Widening Path“ þ.e. að nafnið sé komið úr máli Otchipew-indjána. Dr. Wolfahrt telur sem sé útilokað, að nokkur skyldleiki sé á milli þessara tveggja tungumála: tungu Otchipew- indjánanna og tungu Dakota-indjánanna. Dr. Finnow telur mjög hæpið, að orðið Kiwa í merkingunni neðanjarðarsalur sé nothæft til skýringar á Kiwanisnafninu, vegna ending nafnsins, -nis, fylgir ekki með. Dr. Wolfahrt heldur því einnig fram, að Kiwa heyri til tungumáls indjána í suðvesturhluta Bandaríkjanna, enda er á þeim slóðum miklu frekar að finna neðanjarðarhella en á sléttunum í miðvesturríkjunum. Helst hallast Dr. Wolfahrt að því, aðskýr- inguna á nafninu sé að finna í málum skyldum Algonkin tungumálaflokknum, en þeim flokki tilheyrir einmitt Otchipew-tungan. í fyrrnefndri orðabók fyrir þetta tungumál eftir R.R. Bishop Baraga má sjá, að orðin ,,Nun‘‘ og ,,Nind“, en þau orð þýða ,,ég, mig, mín - við, okkur, okkar". Og á bls. 197-198 í orða- bókinni stendur: nin kiwanis: ég hef hátt, ég er kátur og læt eins og kjáni. Þá vitum við það. Líklega hefur mönnum þó ekki þótt þessi merking nafnsins alveg viðeigandi á svo virðulegum félagsskap og því reynt að umrita hana og breyta. Handtak sem innsiglar gagnkvœmt traust. Umboðsmenn um allt land. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 SÍMI81411 26 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.