Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 10
ÞORBJÖRN KARLSSON: Kjör fulltrúa Evrópu í heimsstjóm Kiwanis í Basel: Tryggjum kosningu Evjólfs í fyrstu lotu Inngangur Það ætti nú að vera ljóst öllum íslenskum Kiwanismönnum, að á vegum íslenska umdæmisins verður Eyjólfur Sigurðsson í framboði á Evrópuþinginu í Baselí júnínk. til kjörs fulltrúa í Evrópu í heimsstjórn Kiwanis. Tvö framboð önnur hafa komið fram og eru þau bæði á vegum Benelux-Frakkland- Mónakó-umdæmisins. Þeir sem eru í fram- boði á móti Eyjólfi eru Roger Luccioni frá Frakklandi, fulltrúi umdæmisins í Evrópu- stjórn, og Emile Blaimont frá Belgíu, fyrrverandi Evrópuforseti (1974-1975). Það verður að teljast Eyjólfi í hag, að mótframbjóðendurnir báðir eru úr sama umdæminu, en það gildir þó aðeins í fyrri umferð kosninganna. Sú regla gildir, að til að ná kjöri þarf frambjóðandi að hljóta yfir 50% greiddra atkvæða. Nái enginn frambjóðandi tilskyldum atkvæðafjölda í fyrri umferð verður kosið á milli þeirra tveggja fram- bjóðenda, sem flest atkvæði hlutu. Sú stað- reynd, að atkvæðin frá stærsta umdæm- inu Benelux-Frakklandi-Mónakó, dreifast væntanlega á milli frambjóðendanna tveggja, er því aðeins fyrir hendi í fyrri umferð. Möguleikar Eyjólfs til að ná kjöri eru því mestir í fyrri umferð, því að líklegt verður að teljast, að atkvæði þess frambjóðanda, sem fæst atkvæði hlýtur fari að mestu leyti yfir til hins mótframbjóðandans í síðari umferðinni. Hér gerum við að sjálfsögðu ráð fyrir því, að Eyjólfur fari áfram í síðari umferð. Við verðum því að beita öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja kosningu Eyjólfs þegar i fyrri umferð. Hér á eftir verður fjallað nokkru nánar um þessa kosningu og leitast við að meta stöðuna og þá möguleika, sem Eyjólfur hefur til að ná kjöri. Frambjóðendumir Emile Blaimont frá Belgíu er elstur hinna þriggja frambjóðenda. Hann var eins og fyrr var greint frá Evrópuforseti starfsárið 1974- 1975. Þar sem svo langt er um liðið síðan hann var virkur á vettvangi Kiwanis í Evrópu telja ýmsir, að möguleikar hans til að ná kjöri séu engir. En svo auðveldlega verður Emile Blaimont ekki afskrifaður. Hann er vel efnum búinn og er nú hættur störfum, og skyldi enginn vanmeta, hvað hægt er að gera við slík skilyrði. Hann er virkur félagi í samtökum fyrrverandi (valinna) umdæmisstjóra í Bene- lux-Frakkland-Mónakó umdæminu. I sam- tök þessi fá þó ekki allir fyrrverandi um- dæmisstjórar inngöngu - þeir verða að vera í náðinni hjá þeim eldri. En að sögn kunnugra eru samtök þessi afar sterk og virðast geta ráðið ferðinni í umdæminu, ef félagarnir vilja beita sér. Emile Blaimont er því til alls líklegur. Roger Luccioni frá Frakklandi var umdæmis- stjóri starfsárið 1981-1982, en hefur síðan verið fulltrúi umdæmisins i Evrópustjórn. Roger er ekki meðal þeirra, sem hlotið hafa náð hjá fyrrgreindum samtökum fyrrverandi umdæmisstjóra. En það er greinilegt, að hann hefur frá byrjun stefnt á embætti fulltrúa Evrópu í heimsstjórn Kiwanis, og hann var einn þriggja frambjóðenda til embættisins á Evrópuþinginu í Vínarborg 1983. Beið hann þá lægri hlut fyrir Kurt Hubert frá Sviss, sem nú skipar embættið. I starfi sínu sem læknir í Marseille er Roger Luccioni mikið á ferðinni, bæði um hið víðáttumikla Benelux-Frakk- land-Mónakó-umdæmi og um önnur Evrópulönd og víðar. Hefur hann lagt á það ríka áherslu á undanförnum árum að kynna 10 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.