Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 11
sig meðal Kiwanismanna, hvar sem hann hefur getað komið því við. Er ekki að efa, að hann mun notfæra sér aðstöðu sína sem fulltrúi í Evrópustjórn og reyna að ná til sem flestra evrópskra fulltrúa á umdæmisþingum þeim, sem haldin verða fyrir Evrópuþingið. Eru það öll umdæmin í Evrópu önnur en Norden og Ísland-Færeyjar. Roger Luccioni verður því ekkert lamb að leika sér við í Basel. Eyjólfur Sigurðsson er íslenskum Kiwanis- mönnum að góðu kunnur og óþarfi að kynna hann hér í löngu máli. Ferill hans innan Kiwanis, bæði hér á landi og í yfirstjórn Evrópuhreyfingarinnar, er glæstur og reis hæst á Evrópuþinginu í Vínarborg 1983, en þar var hann í forsæti sem Evrópuforseti. Fórst Eyjólfi það verk vel úr hendi og stýrði hann þinginu af röggsemi og festu. Sýndi hann þá, að þar fer maður, sem óhætt er að treysta fyrir málefnum Evrópu innan heims- stjórnar Kiwanis. I mínum huga er það ekkert vafamál, að betri fulltrúi Evrópu í heimsstjórnina en Eyjólfur Sigurðsson er vandfundinn í dag. Að visu má kannski segja að um það mál sé ég ekki algerlega hlutlaus dómari. En á hitt ber einnig að líta, að í kosningu slíkri sem þessari er það engan veginn öruggt, að besti maðurinn beri sigur úr býtum. Hér eru margir fulltrúar, sem ekki bera nokkur kennsl á frambjóð- endur og verða þvi að treysta á umsögn annarra og ráðleggingar um það, hvernig þeir eigi að kjósa. Því er það svo afar mikilsvert að við eigum okkar sterku málsvara í öllum umdæmunum - menn sem þekkja Eyjólf og styðja hann, menn sem hafa áhrif og eru fylgnir sér og sem geta fengið aðra fulltrúa á sitt band. Hér á eftir verður leitast við að meta, hvernig þessi mál standa hjá evrópsku umdæmunum. Evrópsku umdæmin Þegar litið er á uppbyggingu Kiwanis í Evrópu og skiptingu álfunnar í umdæmi kemur manni í hug eftirfarandi flokkun þessara umdæma: 1. Norður-Evrópa: Norden og Island-Fær- eyjar. 2. Mið-Evrópa: Austurríki-Þýskaland, Benelux-Frakkland- Mónakó, Sviss- Lichtenstein. 3. Suður-Evrópa: Ítalía. Af þessum flokkum kemur í ljós, að Mið- Evrópuumdæmin eru langsterkust og telja innan sinna vébanda um 70% allra Kiwanis- félaga í Evrópu. Enda fer ekki milli mála, að þeir líta nokkuð stórt á sig og telja sig vera uppistaðan í Kiwanisstarfinu í Evrópu, sem þeir eru að mörgu ley ti. Og um það þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur, að þeir líta okkur á útjaðrinum hér í norðri gjarnan hornauga og telja okkur oft fremur til trafala en hitt. Þeir hafa frá upphafí notið þeirra forréttinda, að á Evrópuþingum er túlkað á þeirra móðurmál, frönsku og þýsku, en við frá Norðurlöndunum höfum orðið að sætta okkur við það, að okkur er gert að tjá okkur á enska tungu eða þau önnur tungumál, sem mið-Evrópubúar tala. Italirnir í suðri haf alltaf verið nokkuð utangátta, ekki síst vegna lélegrar tungumálakunnáttu, og hafa þeir alltaf fengið allt túlkað á sitt móðurmál á Evrópuþingum og í Evrópustjórn. Ýmsum kynni að þykja það nokkuð mikil bjartsýni af okkur að láta okkur detta í huga, að okkar frambjóðandi eigi möguleika á móti mið-Evrópubúum á Evrópuþingi, sem haldið er í Sviss. En þetta er alls ekki eins mikil fjarstæða og ætla mætti að óathuguðu máli, því að mið-Evrópubúar eru síður en svo sameinaðir, þegar kemur að slíkum málum sem kosningum til embætta innan Kiwanis, enda þótt þeir eigi margt sameiginlegt og byggi á sameiginlegum grunni. Framboðin tvö frá stærsta umdæminu, Benelux-Frakk- landi-Mónakó, sýna líka, að jafnvel innan K-FRÉTTIR 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.