Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 17
Frá afhendingu á styrktarverkefninu. Korrafélagar ásamt félögum úr Björgunarsveitinni Sæbjörgu í Ólafsvík. dag jóla og á gamlárskvöld héldum við almenna dansleiki í félagsheimilinu hér og var útkoman úr þeim mjög góð. En okkur þótti heldur sárt hvað við þurftum að borga háa upphæð í skemmtanaskatt til hins opinbera, af þessum dansleikjum. Við reyndum að fá skemmtanaskattinn felldan niður vegna þess að allur ágóði færi i styrktarverkefni, en það gekk ekki því miður. 30. janúar héldu Kiwanisklúbburinn, Kvenfélagið, Lions- klúbburinn, Rotaryklúbburinn og Ung- mennafélagið Víkingur, sameiginlega jóla- trésskemmtun fyrir öll börn hér í Olafsvík, og þótti hún takast vel og eru uppi hugmyndir um það, að halda þessu samstarfi áfram. Rétt fyrir jólin kom það í ljós, að engin brenna yrði hér í bænum á gamlárskvöld. Þá tóku Korrafélagar sig til og söfnuðu í brennu rétt fyrir áramótin og var kveikt í henni kl. 20.00 á gamlárskvöld, þó að hér væri leiðinda veður, eða suð austan 7-8 vindstig. Var almenn ánægja með þetta framtak Korrafélaga, því hér hefði líklega engin brenna verið, ef við hefðum ekki gert eitthvað í málinu. I janúar héldum við konukvöld og voru þar ýmis skemmtiatriði og síðan dansað fram eftir nóttu og var þetta ágætlega heppnað. Svo var það í fyrri hluta febrúar sem Sinawikkonur héldu sitt árlega þorrablót og buðu okkur Korrafélögum að sjálfsögðu. Var þetta þorra- blót aldeilis frábært. Þarna voru flutt leikrit og mikið var sungið og síðan dansað fram eftir nóttu. Þarna kom það greinilega í ljós, að Sinawikkonur standa okkur framar í leik og söng. A fyrsta fund í febrúar fengum við Kristófer Þorleifsson héraðslækni og formann bæjar- ráðs, til að ræða bæjarmálin. Flutti hann yfirlit um þau mál og svaraði síðan fjöl- mörgum fyrirspurnum og var þetta ágætur fundur. Um daginn færði svæðisstjóri Eddu- svæðis okkur þau tíðindi frá umdæmisstjórn- arfundi, að við ættum að skilgreina a. lið í markmiðum Kiwanisklúbba, það er „að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess, en verðmæti af veraldlegum toga spunnin.“ Við fyrstu sýn fannst félögum þetta nokkuð erfitt viðureignar og töluðu jafnvel um, að það þyrfti heimspekinga til að skilgreina þetta, en félagsmála og laganefnd er að vinna í þessu núna og mun koma með sínar hugmyndir á næsta fund og þá verður málið rætt og gengið endanlega frá því. Um styrktarverkefni er það helst að segja, að fyrir jólin styrktum við tvo einstaklinga hér íbænum.aukþess semfyrrer getið með jólaskreytingarnar handa gamla fólkinu. Styrktarnefnd er nú að móta tillögur um styrktarverkefni, en meiningin er að fara sér frekar hægt í þeim málum núna, en hafa K-FRÉTTIR 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.